Innlent

Forsætisráðherra brýndi mikilvægi ESB fyrir þingheimi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Mér heyrist að háttvirtur þingmaður beri mikla virðingu fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf þannig að við skulum vona að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að þessi stjórn sitji áfram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu hvort ríkisstjórnarsamstarfinu væri sjálfhætt ef að þingsályktunartillaga um ESB yrði ekki samþykkt. Jóhanna sagði að aðildarviðræður um ESB væru mikilvægur þáttur sem hefði verið ræddur við gerð stjórnarsáttmálans. Ef það lægi fyrir að ekki yrði samþykkt að fara í viðræður um ESB myndu menn setjast niður og ræða málin.

Jóhanna sagði að hún myndi ræða þau mál í eigin hópi áður en hún færi að gefa yfirlýsingar um málið í fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×