Innlent

Öryrkjum hefur fjölgað um 8000 á 10 árum

Mynd/GVA
Öryrkjum hefur fjölgað um rúmlega 8000 á 10 árum. Mun fleiri konur en karlar eru skráðar öryrkjar. Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Ásbjörns Óttarssonar, þingsmanns Sjálfstæðisflokksins.

1. júlí voru um 17.600 manns skráðir með 75% örorku- eða endurhæfingarmat en árið 1999 var fjöldi þeirra 9725. Þeim hefur því fjölgað um rúmlega 8000 á 10 árum.

Mun fleiri konur en karlar eru í hópi skráðra öryrkja. 1. júlí voru 9934 konur skráðar með 75% örorku en 6652 karlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×