Fleiri fréttir

Vill tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, telur að Íslendingar muni ekki fá neina sérmeðferð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hún vill að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlega aðild Íslands að ESB.

Jóhanna skoðar vegsummerki eftir eldsvoðann

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kom til Þingvalla í dag til að skoða vegsummerki eftir brunann í gær en ekki stendur steinn yfir steini af hinu fornfræga Hótel Valhöll. Slökkvilið og vinnuvélar vinna nú við að rífa niður þá veggi sem enn standa uppi og er brak úr húsinu flutt á brott jafnóðum. Rætt verður við Jóhönnu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ólíklegt að kosið verði um ESB á mánudag

Ólíklegt er að hægt verði að greiða atkvæði um þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á mánudag, eins og forsætisráðherra vonaðist til. Umræður um málið hafa haldið áfram á Alþingi frá klukkan hálf ellefu í morgun og lauk nú á þriðja tímanum. Næsti fundur Alþingis er klukkan þrjú á mánudag en nú eru enn 17 manns á mælendaskrá.

Þingmenn VG minntir á stefnu flokksins í Evrópumálum

Svæðisfélags Vinstri grænna í Borgarbyggð minnir forystu og þingmenn flokksins á landsfundarályktun VG um Evrópusambandið frá því í mars. Félagið telur afar mikilvægt að flokkurinn haldi þeirri forystu sem Vinstri grænir hafa haft í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu.

Fólk beðið um að halda sig frá brunarústunum á Þingvöllum

Lögreglan á Selfossi biður þá sem fara til Þingvalla næstu daga að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá brunarústunum leggi það leið sína að þeim. Rannsókn er hafin á upptökum brunans og skýrslur hafa verið teknar af nokkrum starfmönnum hótelsins. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins.

Ferðamaður fótbrotnaði við Goðafoss

Erlendur ferðamaður á göngu við Goðafoss féll og rann til með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði illa eftir hádegi í dag. Kalla þurfti út sjúkrabíl sem flytur nú manninn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Óvíst með afstöðu þingmanna Framsóknarflokksins

Líklegt er að að meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins greiði annað hvort atkvæði gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu eða sitji hjá við atkvæðagreiðsluna. Umræðum um aðildarumsóknina var framhaldið á Alþingi í morgun.

Líklegt að þorskkvótinn klárist

Búið er að veiða um tvo þriðju þess strandveiðiþorskkvóta sem gefinn var út fyrir júlímánuð í Norðvesturkjördæmi. Líkur eru á að þorskkvóti sem duga átti til loka ágústmánaðar verði uppurinn í næstu viku.

Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur í máli ofbeldisfulla sambýlismannsins

Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur til að gefa út ákæru á hendur manninum sem í vikunni fékk þungan dóm fyrir að beita sambýliskonu sína grófu ofbeldi, að mati héraðsdóms. Dómnum verður að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar vegna of náinna tengsla á milli þeirra sem rannsökuðu málið og ákæruvaldsins.

Valhöll rústir einar eftir stórbrunann

Ekki stendur nú steinn yfir steini af Hótel Valhöll á Þingvöllum sem brann í gær. Starfsfólk gerði sitt besta til að slökkva eldinn en brunavörnum var mjög ábótavant.

Vinnuvélar brutu niður það sem eftir stóð af Valhöll

Starfsfólk á Hótel Valhöll á Þingvöllum leitaði lengi að eldi í húsinu eftir að brunabjöllur hringdu þrisvar sinnum í gærdag. Meðal annars fór það upp á þak hótelsins til þess að leita að hita. Svo blossaði eldurinn skyndilega upp og húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Húsið brann til kaldra kola. Talið er víst að kviknað hafi í þegar verið var að grilla í eldhúsinu fyrir samkvæmi sem átti að halda um kvöldið.

Áfram rætt um aðildarumsókn

Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri.

Kona réðst á starfsfólk í Húsafelli og var handtekin

Kona á þrítugsaldri veittist að starfsfólki á tjaldsvæðinu í Húsafelli í nótt eftir að þau höfðu afskipti af henni vegna ölvunarláta. Konan lét öllum illum látum og þurfti að kalla lögreglu til sem að lokum handtók konuna. Ekki var hægt að vista hana í fangageymslum lögreglunnar í Borgarnesi vegna manneklu og því var ekið með konuna til móts við lögreglumenn frá Reykjavík sem tóku við henni og fluttu á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hún sefur nú úr sér áfengisvímuna.

Eyðileggingin algjör

Hótel Valhöll á Þingvöllum fór illa í eldsvoða í gær og er talið ónýtt. Ekki var brugðist við skýrslu frá árinu 2006 sem sagði brunavörnum ábótavant. Ég er ekki hissa á þessum endalokum segir annar höfunda svartrar skýrslu.

Átti að spila á tónleikum um kvöldið

„Þetta lítur hrikalega út. Húsið er brunnið til ösku,“ sagði Helgi Björnsson tónlistarmaður þegar blaðamaður talaði við hann síðdegis í gær.

Svívirðilega einfaldar lausnir

Paul Bennett er einn af eigendum IDEO, framsækins og skapandi hönnunarfyrirtækis. Fyrirtækið var valið meðal fimm framsæknustu fyrirtækja Bandaríkjanna árið 2008 ásamt Google, Apple og Facebook. Hann er að koma til landsins í fjórða sinn og vill gera hvað hann getur til að hjálpa til.

Hlegið að kreppunni

Óhætt er að segja að kreppan sé fyrirferðarmikil á Listasafninu á Akureyri um þessar mundir. Málverkasýning undir yfirskriftinni Kreppumálararnir verður opnuð í dag þar sem sýnd verða verk eftir Jón Engilberts, Þorvald Skúlason og fleiri þjóðþekkta málara.

Vinasamband við börn í Tógó

Leikskólinn Laufásborg hefur ákveðið að gerast vinaleikskóli barnaheimilis í Aneho í Tógó. Íslenska styrktarfélagið Sóley & félagar hefur um nokkurt skeið styrkt barnaheimilið og aðra starfsemi systur Victo í Tógó. Haldið var upp á þetta í Hljómskálagarðinum í gær. Börnin á Laufásborg fengu mangóís frá Sólveigu Eiríksdóttur og tónlistar­konan Magga Stína tók lagið fyrir þau. Börnin fengu líka að smakka vesturafrískan drykk sem heitir bissap, en sá drykkur er vinsæll hjá börnunum í vinaskóla þeirra.

Var aðallega í gríni gert

Á litlu svæði nálægt Frankfurt í Þýskalandi getur að líta nokkuð stórt auglýsingaskilti sem auglýsir bjórtegundina Pfungstädter. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að á skiltinu má sjá þrjár kynslóðir frægra íslenska karlmanna.

Lánar fé til fallins banka

Lúxemborg hefur fengið leyfi frá Evrópusambandinu til að lána 320 milljónir evra til útibús Kaupþing í Lúxemborg. Belgíska ríkið mun leggja til helming fjársinsá móti Lúxemborg. Reikningarnir sem innstæðurnar hafa verið á hafa verið lokaðir frá því í október á síðasta ári. Lánið á að duga til að greiða 15 þúsund belgískum innstæðueigendum fé sitt til baka. Þetta kemur fram í frétt Associated Press.

Kvartaði undan samflokksmönnum

Alþingi Þingmenn ræddu kosti og galla þess að senda Evrópusambandinu (ESB) aðildar­umsókn í allan gærdag og fram eftir kvöldi, og stóð þingfundur enn þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Hefði mátt búa til 353 kíló af amfetamíni

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Jónasi Inga Ragnarssyni og Tindi Jónssyni fyrir að hafa staðið saman að framleiðslu fíkniefna í iðnaðar­húsi í Hafnarfirði. Úr upphafs­efnunum sem fundust í húsinu hefði mátt framleiða að minnsta kosti 353 kíló af amfetamíni, að því er segir í ákæru. Ákæran var birt tvímenningunum á fimmtudag.

Valhöll brennur - loftmyndir

Nú síðdegis brann hin sögufræga bygging Hótel Valhöll og er nú rústir einar. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og náði mögnuðum myndum sem sjá má í albúmi hér fyrir neðan sem ber heitið „Valhöll". Einnig má sjá stórkostlegar loftmyndir í albúminu „Valhöll - Loftmyndir" en þær eru teknar af Ingólfi Helga Tryggvasyni, einkaflugmanni sem átti leið hjá Þingvöllum í dag.

Horfði á ættarsetrið brenna í sjónvarpinu

Hótel Valhöll var í eigu fjölskyldu Jóns Ragnarssonar veitingamans í um fjörutíu ár. Foreldrar hans þau Ragnar Jónsson og Júlíana Sigurbjörg Erlendsdóttir eignuðust hótelið árið 1963 og var það í eigu fjölskyldunnar allt til ársins 2002 þegar íslenska ríkið keypti húsið. Það var því að vonum erfitt fyrir Jón að fylgjast með fréttum í kvöld þar sem hann horfði á Hótel Valhöll í ljósum logum.

Fengu milljarða í arð vegna hlutabréfa sem bankinn fjármagnaði

Starfsmenn Kaupþings fengu milljarða í arðgreiðslur frá bankanum vegna hlutabréfaeignar sem bankinn hafði sjálfur fjármagnað. Starfsmennirnir hafa nú fengið niðurfelldar persónulegar ábyrgðir á lánunum þrátt fyrir að hafa hagnast verulega á kaupunum.

Dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun

Þrítugur karlmaður, Eugenio Daudo Silva Chipa, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í fyrir að nauðga konu við Trönuhraun 6 í Hafnarfirði. Samkvæmt ákærri veittist hann að konunni, beitti hana ofbeldi og notfærði sér að hún gat ekki spornað við sökum ölvunar. Konan hlaut fjölmarga áverka í andliti, á höfði og víðar.

Fyrsta kartöfluuppskeran í búðir í dag

Birkir Ármansson bóndi í Vestur-Holti í Þykkvabæ hóf snemma í morgun að taka upp nýjar íslenskar Premier kartöflur sem komu á markað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gera má ráð fyrir að um þrjú tonn af nýjum íslenskum kartöflum komi í búðir í fyrstu sendingu.

Engin lán verið afskrifuð

Berghildur Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Nýja Kaupþings vill koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar Stöðvar 2 um arðgreiðslur til starfsmanna Kaupþings.

Valhöll brunnin til kaldra kola

Hótel Valhöll er brunnin til grunna og nú standa einungis steinveggir þar sem hinn reisulegi burstabær áður stóð. Engu var hægt að bjarga að sögn slökkviliðsmanna á staðnum og hægt verður að moka rústunum í burtu.

Símstöð brann í Valhöll

Lítil símstöð í eigu Símans var inni í Valhöll sem stendur nú á björtu báli. Þetta þýðir að um þrjátíu viðskiptavinir á svæðinu munu missa talsamband. Tekið gæti nokkra daga að koma upp nýrri símstöð en að sögn upplýsingafulltrúa Símans verða hafðar hraðar hendur við að koma viðskiptavinum aftur í samband.

Líklega kviknað í útfrá háfi í eldhúsi

Grunur leikur á kviknað hafi í útfrá háfi í eldhúsi Hótels Valhallar þegar verið var að grilla. Eldurinn kom upp um fjögurleytið í dag og hefur breiðst hratt út.

Sprengihætta í Valhöll

Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti.

Leitar enn að hundinum Mjölni

„Ég gefst ekkert upp, ég held áfram að reyna að finna barnið mitt," segir Marvin Michelsen, tvítugur Reykvíkingur, sem lenti fyrir gráglettni örlaganna í því að hundurinn hans, Mjölnir, var gefinn nýjum eigendum í byrjun júní.

Eldur í Valhöll á Þingvöllum

Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið.

Tók öryggisvörð hálstaki á Leifsstöð

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa veist með ofbeldi og hótunum um ofbeldi að opinberum starfsfmönnum á flugstöð Leifs Eiríkssonar.´

Lokað vegna veðurblíðu

Pósthússtræti verður lokað vegna veðurblíðu í dag og um helgina. Pósthússtrætinu hefur iðulega verið lokað í sumar á góðum dögum, sem hluti af Grænu skrefunum í Reykjavík.

Tekið verður markvisst á kynjamisvægi í ríkisstofnunum

„Þetta er náttúrulega óæskilegt misvægi," segir Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, um hið mikla kynjamisvægi meðal stjórnenda ríkisstofnana. Eins og fram kom á Vísi í gær er sjö af hverjum tíu ríkisstofnunum stjórnað af körlum.

Gunnlaugur lýkur hlaupinu í kvöld

Gunnlaugur Júlíusson hlaupagarpur leggur upp í síðasta áfangann síðdegis í dag á leið sinni frá Reykjavík til Akureyrar. Gunnlaugur hóf hlaupið síðastliðinn sunnudag og því lýkur á setningu Landsmót UMFÍ á íþróttavellinum við Hamar um klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem send var út vegna hlaupsins segir að sérstök athöfn verði klukkan fimm í dag í Þelamörk þar sem Gunnlaugur byrjar síðasta áfangann en þar munu Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Edda Heiðrún Backmann hitta ofurhlauparann. Gunnlaugur hleypur sem kunnugt er til styrktar endurhæfingarstöðinni á Grensás.

Sjá næstu 50 fréttir