Innlent

Allir mælar sýndu meira en 20 stiga hita

Sundlaugar höfuðborgarsvæðsins hafa verið vel sóttar í dag.
Sundlaugar höfuðborgarsvæðsins hafa verið vel sóttar í dag. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Einar Sveinbjörnsson, verðurfræðingur, segir að allir tiltækir mælar á höfuðborgarsvæðinu hafi klukkan 14 sýnt að minnsta kosti 20 gráður á celsíus utan Straumsvíkur þar sem hiti var 17 gráður.

Á bloggsíðu sinni segir Einar að þetta sé ekki algeng upplifun á höfuðborgarsvæðinu.

„Meira að segja upp á Hólmsheiði og við Sandskeið er vel hlýtt. Maður fer að ætla að ekki væri svo vitlaust að byggja í Geldinganesinu. Aftur og aftur sér maður ívið hærri hitatölur á góðviðrisdögum þar heldur en á öðrum mælum. Þó er það engin tjágróður til skýlingar, ekkert nema berangrið," segir veðurfræðingurinn.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Mynd/Auðunn Níelsson
Veðurspá fréttastofu gerir ekki ráð fyrir jafn góðu veðri á morgun. Þá verða norðan 8-13 norðvestan til og við austurströndina annars hægari. Bjart með köflum suðvestan og vestan til annars yfirleitt fremur þungbúið, einkum þó austan til. Hiti 6-16 stig á morgun, hlýjast suðvestanlands en svalast við norðaustur- og austurströndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×