Innlent

Um 6% söluaukning á nautakjöti í júní

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sala á nautakjöti jókst lítillega í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Mynd/ Vilhelm.
Sala á nautakjöti jókst lítillega í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Mynd/ Vilhelm.
Alls seldust 320 tonn af nautakjöti í nýliðnum júnímánuði, sem er 5,9% aukning miðað við júní í fyrra. Undanfarna 12 mánuði hafa selst 3.640 tonn af nautakjöti og er það 2,1% samdráttur frá árinu á undan, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Landssambands kúabænda.

Innflutningur á nautakjöti hefur dregist verulega saman að undanförnu. Fyrstu 5 mánuði þessa árs hafa verið flutt inn 49 tonn af nautakjöti, á móti 197 tonnum á sama tímabili í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×