Innlent

Stíft fundað um Icesave

Höskuldur Kári Schram skrifar
Guðbjartur Hannesson er formaður fjárlaganefndar. Mynd/ GVA.
Guðbjartur Hannesson er formaður fjárlaganefndar. Mynd/ GVA.
Stíft var fundað um Icesave málið á Alþingi í morgun. Haldin var sameiginlegur fundur í efnhags- og skattanefnd og fjárlaganefnd klukkan hálf níu en um klukkan hálf ellefu kom utanríkismálanefnd saman.

Hálftíma síðar kom svo fjárlaganefnd aftur saman. Eitt mál var á dagskrá allra þessara funda. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, eða Icesave málið. Þingflokksformenn ætla að hittast klukkan eitt en ekki er gert ráð fyrir að rætt verði um Icesave málið á þingfundi sem hefst klukkan þrjú.

Þar verður hins vegar annað risamál á dagskrá: Aðildarumsókn að Evrópusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×