Talið að helmingur þjóðarinnar muni smitast af svínaflensu Kristín María Birgisdóttir skrifar 12. júlí 2009 18:49 Sóttvarnalæknir býst við að annar hver Íslendingur veikist af inflúensu H1N1 eða svínaflensu í vetur. Bretar og Norðmenn munu bjóða öllum þegnum landanna bólusetningu, en hér verður aðeins til bóluefni fyrir helming íslensku þjóðarinnar. Svínaflensufaraldur breiðist nú hratt um heimsbyggðina en flensan greindist fyrst í Mexíkó í vor. Í Noregi og í Bretlandi stendur til að bólusetja alla landsmenn og gæti bólusetningin orðið stærsta aðgerð sem heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa gripið til í hálfa öld. Hátt í tíu þúsund Bretar hafa greinst með flensuna og fimmtán látist. Samkvæmt nýjustu tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hafa 429 látið lífið í heiminum og tæplega 95.000 smitast. Fyrstu viku júlímánaðar yfir tvöfaldaðist fjöldi dauðsfalla á heimsvísu en í byrjun júlí var talan 170. Síðast í gær greindist svínaflensan í Færeyjum. Í Queensland í Ástralíu hafa 400 ný tilfelli flensunnar greinst í gær og fyrradag. Yfirmaður heilbrigðismála í Queensland sagði að ástandið þar ætti eftir að versna. Hér á landi hafa fjórir smitast af svínaflensu. Búið er að panta bóluefni hingað til lands sem mun duga fyrir helming þjóðarinnar. Bóluefninu er ætlað að koma í veg fyrir að fólk fái flensuna. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, segir ástæðu þess að bóluefnið nægi ekki fyrir alla sé sú að næg lyf séu í landinu til að meðhöndla þá sem veikjast. Hann segir fyrstu sendingar bóluefnisins koma í september eða byrjun október. Bóluefnið verði afhent framundir áramót en þá ætti það magn sem pantað hefur að hafa borist að fullu. Haraldur segist vonast að faraldurinn taki ekki stökkbreytingu. Hins vegar geti það gerst líkt og árið 1918. En þá varð veiran mjög skæð. Nú sé verið að undirbúa að slíkt geti gerst aftur. Aðspurður hver margir geti veikst á Íslandi segir Haraldur að í venjulegum inflúensu faraldri veikist um 10% þjóðarinnar á ári hverju. Í heimsfaraldri eins og nú sé búist við að 50% þjóðarinnar muni veikjast. Mjög líklegt sé að svo fari. Hann leggur áherslu á það að þegar bóluefnin fari að berast verði þeir fyrst bólusettir sem sérstaklega þurfi á því að halda. Inflúensulyfin séu líka til staðar og þau verði gefin þegar veikindin fara að herja á þjóðina. Tvöfalt öryggi sé því til staðar í þessum efnum. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir býst við að annar hver Íslendingur veikist af inflúensu H1N1 eða svínaflensu í vetur. Bretar og Norðmenn munu bjóða öllum þegnum landanna bólusetningu, en hér verður aðeins til bóluefni fyrir helming íslensku þjóðarinnar. Svínaflensufaraldur breiðist nú hratt um heimsbyggðina en flensan greindist fyrst í Mexíkó í vor. Í Noregi og í Bretlandi stendur til að bólusetja alla landsmenn og gæti bólusetningin orðið stærsta aðgerð sem heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa gripið til í hálfa öld. Hátt í tíu þúsund Bretar hafa greinst með flensuna og fimmtán látist. Samkvæmt nýjustu tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hafa 429 látið lífið í heiminum og tæplega 95.000 smitast. Fyrstu viku júlímánaðar yfir tvöfaldaðist fjöldi dauðsfalla á heimsvísu en í byrjun júlí var talan 170. Síðast í gær greindist svínaflensan í Færeyjum. Í Queensland í Ástralíu hafa 400 ný tilfelli flensunnar greinst í gær og fyrradag. Yfirmaður heilbrigðismála í Queensland sagði að ástandið þar ætti eftir að versna. Hér á landi hafa fjórir smitast af svínaflensu. Búið er að panta bóluefni hingað til lands sem mun duga fyrir helming þjóðarinnar. Bóluefninu er ætlað að koma í veg fyrir að fólk fái flensuna. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, segir ástæðu þess að bóluefnið nægi ekki fyrir alla sé sú að næg lyf séu í landinu til að meðhöndla þá sem veikjast. Hann segir fyrstu sendingar bóluefnisins koma í september eða byrjun október. Bóluefnið verði afhent framundir áramót en þá ætti það magn sem pantað hefur að hafa borist að fullu. Haraldur segist vonast að faraldurinn taki ekki stökkbreytingu. Hins vegar geti það gerst líkt og árið 1918. En þá varð veiran mjög skæð. Nú sé verið að undirbúa að slíkt geti gerst aftur. Aðspurður hver margir geti veikst á Íslandi segir Haraldur að í venjulegum inflúensu faraldri veikist um 10% þjóðarinnar á ári hverju. Í heimsfaraldri eins og nú sé búist við að 50% þjóðarinnar muni veikjast. Mjög líklegt sé að svo fari. Hann leggur áherslu á það að þegar bóluefnin fari að berast verði þeir fyrst bólusettir sem sérstaklega þurfi á því að halda. Inflúensulyfin séu líka til staðar og þau verði gefin þegar veikindin fara að herja á þjóðina. Tvöfalt öryggi sé því til staðar í þessum efnum.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira