Innlent

Meiri ótti við innbrot en áður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríflega helmingur íbúa, eða um 56%, telur innbrot vera mesta vandamálið í sínu hverfi, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallp gerði fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er mun hærra hlutfall en mældist í síðustu könnunum, sem gerð var fyrir ári síðan, en þá sagðist um þriðjungur svarenda telja að innbrot væri stærsta vandamálið. Könnunin var gerð í apríl síðastliðnum og voru svarendur spurðir spurninga um viðhorf til lögreglunnar, ótta við afbrot, og eigin reynslu af afbrotum í gegnum síma.

Úrtakið var 2006 íbúar, sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 62%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×