Innlent

Nærri fjórðungur atvinnulausra á aldrinum 16-24

Helga Arnardóttir skrifar
Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki um þessar mundir. Mynd/ GVA.
Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki um þessar mundir. Mynd/ GVA.
Rúmlega 3500 manns á aldrinum 16-24 ára eru skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Það er um 23% prósent af heildarfjölda atvinnulausra samkvæmt nýjustu tölum frá því í lok júní. Námsmenn sem unnið hafa að minnsta kosti þrjá mánuði í fyrra eiga rétt á 25% atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysi mælist nú 8,1% en rúmlega fimmtán þúsund og fimm hundruð manns eru á atvinnleysisskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×