Innlent

Reyndi að brjótast inn vopnaður dúkahníf

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Maðurinn var vopnaður dúkahníf.
Maðurinn var vopnaður dúkahníf. Mynd/Fossberg.is
Maður vopnaður dúkahníf reyndi að brjótast inn hjá Terr Security öryggisþjónustunni á Hverfisgötu um klukkan sjö í morgun. Stefán Stefánsson, starfsmaður fyrirtækisins, hafði samband við fréttastofu eftir að hafa lesið frétt á Vísi um ótta íbúa við innbrot.

Stefán var á vakt þegar innbrotið átti sér stað. Hann segist hafa orðið var við rosalegan hávaða og farið að gá. Þá hafi náungi hangið í einum glugganum og verið að reyna að spenna hann upp.

Maðurinn hafi hins vegar horfið á braut þegar nágranni tók að öskra á hann. Stefán elti innbrotsþjófinn út, en þurfti frá að hverfa eftir að þjófurinn brá upp dúkahníf. Þá afréð framkvæmdastjóri fyrirtækisins að hringja í lögreglu.

Að sögn lögreglu hefur maðurinn enn ekki fundist.

Stefán segir mikil verðmæti í húsinu, einkum tækjabúnað. Því sé ávallt starfsmaður sem vakti húsið allan sólarhringinn.


Tengdar fréttir

Meiri ótti við innbrot en áður

Ríflega helmingur íbúa, eða um 56%, telur innbrot vera mesta vandamálið í sínu hverfi, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallp gerði fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×