Innlent

Ók á staur á Akureyri

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Fiskitanga við höfnina á Akureyri í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á ljósastaur og braut hann niður. Svo vel vildi til að enginn annar var á svæðinu þegar staurinn féll. Ökumann bílsins sakaði ekki og gat hann ekið bílnum á brott þegar lögregla var búin að taka skýrslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×