Innlent

Svínaflensan komin til Færeyja

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum.
Svínaflensan er komin til Færeyja. Fyrir helgi voru sýni tekin úr öllum börnum og starfsfólki leiksskóla í bænum Hoyvík en faðir barns á leikskólanum hefur greinst með flensuna. Þeir sem boðaðir voru í sýnatöku voru beðnir að koma ekki inn á Landssjúkrahúsið vegna smithættu. Þess í stað voru sýnin tekin úr fólki úti á bílastæði að því er fram kemur í færeyskum fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×