Innlent

Villtust í stuttbuxum á Sólheimajökli

Frá Sólheimsandi. Sólheimasandur sést einnig.
Frá Sólheimsandi. Sólheimasandur sést einnig. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Þrír menn villtust á göngu sinni við Sólheimajökul í gærkvöld. Tveir þeirra voru illa búnir á stuttbuxum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli segir að mennirnir hafi verið í símasambandi en þeim var orðið kalt. Mennirnir komu heilir höldnu niður.

Gönguferðin hafði dregist á langinn vegna villu þeirra af leið. Björgunarsveitarmenn á bíl frá Víkverja, Vík fóru á staðinn og gáfu mönnunum súpu og óku þeim á Hvolsvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×