Innlent

Áfram tekist á um ESB í dag

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Þingsalurinn við Austurvöll.
Þingsalurinn við Austurvöll.
Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður áfram til umræðu í þinginu í dag á þingfundi sem hefst klukkan 15. Þá er ályktunartillaga stjórnarandstöðunnar um undirbúning mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu jafnframt á dagskrá.

Nokkuð gekk á við umræður um aðildarumsókn í þinginu fyrir helgi. Meðal annars hélt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, því fram að hann hafi verið beittur þrýstingi vegna málsins og yfirgaf þingsal í kjölfarið. Tveir aðrir þingmenn yfirgáfu salinn einnig í stuðningsskyni við Ásmund líkt og Vísir greindi frá.

Að öllum líkindum verður því áfram hart tekist á um málið í dag, þó atkvæðagreiðsla um tillöguna bíði líklegast næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×