Innlent

Afar þung umferð til Reykjavíkur

Mynd/Daníel Rúnarsson

Umferð til Reykjavíkur hefur verið að þyngjast síðustu tvo klukkutíma. Lögreglan á Selfossi segir að á milli Hveragerðis og Selfoss sé bíll við bíl en umferðin miði þó vel áfram.

Að sögn lögreglunnar á Akranesi hefur umferð á þjóðveginum í grennd við bæjarfélagið þyngst mikið eftir því sem liðið hefur á daginn en þrátt fyrir það hefur hún gengið stóráfallalaust fyrir sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×