Innlent

Hitamet féllu ekki í Reykjavík

Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Óvenjuleg veðurblíða hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og raunar víðast á sunnan og vestanverðu landinu. Á Kjalarnesi og Hjarðarlandi í Biskupstungum hafa hitamælar verið að slá í 23 stig.

Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur fréttastofu, segir athygli vekja hve hlýtt sé í borginni. Allir mælar á höfuðborgarsvæðinu hafi náð um eða yfir 20 stigum og virðist sem hæsti hitinn í Reykjavík í dag hafi verið tæpar 22 gráður.

Sigurður segir það ekki á hverjum degi sem Reykjavíkin státi af hitatölum yfir 20 stigum en að þetta sé þó ekki met fyrir Reykjavík því 29. júlí í fyrra hafi hitinn náð 25,7 stigum í borginni og á sjálfvirkum mæli í Reykjavík fór hitinn í 26,4 gráður. Norðanlands hefur verið bjart en mun svalara.

Mestu hlýindin á landinu eru nú í rénun en besta veðrið næstu daga verður á suðvesturhorni landsins.




Tengdar fréttir

Allir mælar sýndu meira en 20 stiga hita

Einar Sveinbjörnsson, verðurfræðingur, segir að allir tiltækir mælar á höfuðborgarsvæðinu hafi klukkan 14 sýnt að minnsta kosti 20 gráður á celsíus utan Straumsvíkur þar sem hit var 17 gráður. Á bloggsíðu sinni segir að þetta sé ekki algeng upplifun á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×