Innlent

Óvíst hvað Birgitta gerir verði tillaga Bjarna felld

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar. Mynd/GVA
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, ætlar að styðja tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Hún hefur hins vegar ekkert sagt um það hvernig hún greiðir atkvæði um tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Mikið hefur verið gert úr ræðu Birgittu Jónsdóttur þingmanns Borgarahreyfingarinnar í umræðum um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi í gær og hún túlkuð á þann veg að hún ætlaði ekki að styðja tillöguna. En þótt Birgitta lýsti ekki yfir stuðningi við tillöguna sagði hún heldur ekkert um það hvernig hún myndi að lokum greiða atkvæði. Hún reifaði hugmyndir sínar um að Alþingi hefði þarfari hnöppum að hneppa í því ástandi sem nú ríkti en að ræða aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Sumarþing á villigötum

„Sumarþingið er á villigötum, við þingmenn á villigötum, þjóðin ráðvillt og á meðan hrynja fyrirtækin og inniviðir samfélags okkar eins og spilaborgir. Forgangsröðun sumarþings ætti að vera eftirfarandi, endurreisn fjármálakerfisins, lækka stýrivexti, lækka raforkuverð til landbúnaðar, tryggja að björgunarnetin sem sett voru út til að aðstoða fjölskyldur landsins í þeirri neyð sem þær eru að kljást við séu ekki full af götum," sagði þingmaðurinn.

Birgitta sagði aðildarviðræður við núverandi aðstæður ekki rétta forgangsröðun.

„Því meira sem ég hef hugleitt þetta ferli, því sannfærðari er ég um að það er algerlega ábyrgðarlaust og sínir umheiminum enn og aftur að hér býr þjóð sem er ekki fær um að axla ábyrgð eða taka afdráttalausar ákvarðanir. Við erum semsagt að fara að ganga til aðildarviðræðna án þess að vilja ganga í ESB. Hvaða rugl er það?"

Hefur ekki umboð

Birgitta sagði að með umsókn að Evrópusambandinu hljóti Íslendingar að ætla sér að ganga í Evrópusambandið og hún hefði ekki trú á að Íslendingar fengju þar einhverja sérmeðferð. Því vildi hún að þjóðin fengi að taka afstöðu til niðurstaðna þeirrar vinnu sem nú lægju fyrir eftir yfirferð utanríkismálanefndar.

„Að sækja um aðild hlýtur að þýða að við viljum gagna í ESB. Þar eð ég hef ekki umboð frá mínum kjósendum til að taka slíka ákvörðun mun ég styðja tvöfallda þjóðaratkvæðagreiðslu sem hægt væri að stefna saman eigi síðar en í kringum upphaf haustþings."

Hvað Birgitta gerir svo ef breytingartillaga um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu verður felld, á eftir að koma í ljós við afgreiðslu málsins á Alþingi. En þingflokkur hennar lýsti því yfir við upphaf unmræðna um málið, að hann myndi styðja málið enda væri gert ráð fyrir að þjóðin réði því að lokum í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort drög að aðildarsamningi yrðu samþykkt.




Tengdar fréttir

Ólíklegt að kosið verði um ESB á mánudag

Ólíklegt er að hægt verði að greiða atkvæði um þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á mánudag, eins og forsætisráðherra vonaðist til. Umræður um málið hafa haldið áfram á Alþingi frá klukkan hálf ellefu í morgun og lauk nú á þriðja tímanum. Næsti fundur Alþingis er klukkan þrjú á mánudag en nú eru enn 17 manns á mælendaskrá.

Ekki útilokað að búið verða sækja um ESB-aðild í næstu viku

Ekki er útilokað að Íslendingar verði búnir að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir lok næstu viku að mati utanríkisráðherra. Þingsályktunartillaga um aðildarumsókn fer í síðari umræðu á Alþingi á morgun en sjálfstæðismenn ætla að óbreyttu að greiða atkvæði gegn tillögunni.

Kvartaði undan samflokksmönnum

Alþingi Þingmenn ræddu kosti og galla þess að senda Evrópusambandinu (ESB) aðildar­umsókn í allan gærdag og fram eftir kvöldi, og stóð þingfundur enn þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Vill tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, telur að Íslendingar muni ekki fá neina sérmeðferð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hún vill að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlega aðild Íslands að ESB.

Afstaða til aðildarviðræðna að ESB hugsanlega tekin í kvöld

Það gæti legið fyrir í kvöld hvort Íslendingar hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Síðari umræða um ályktun þar að lútandi fer fram á Alþingi í dag. Formaður Framsóknarflokksins leggst gegn því að tillaga stjórnarinnar um aðildarumsókn verði samþykkt.

Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn

Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Óvíst með afstöðu þingmanna Framsóknarflokksins

Líklegt er að að meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins greiði annað hvort atkvæði gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu eða sitji hjá við atkvæðagreiðsluna. Umræðum um aðildarumsóknina var framhaldið á Alþingi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×