Innlent

Óttast var um menn á Þingvallavatni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar vegna mannanna.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar vegna mannanna.
Lögreglunni á Selfossi barst aðstoðarbeiðni um sexleytið á laugardag vegna tveggja manna sem höfðu farið á bát út á Þingvallavatn frá landi Miðfells um hádegið.

Mennirnir ætluðu að vera stutta stund en rétt undir klukkan sex hafði ekkert spurst til þeirra og aðstandendur þeirra farnir að óttast um þá, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. Þegar í stað voru gerðar ráðstafanir til að kalla út björgunarsveitir og þyrlu frá Landhelgisgæslu til leitar. Flugmenn þyrlunnar voru á sömu stundu á leið í æfingaflug en breyttu um áætlun til að sinna leitarflugi.

Stuttu eftir að hjálparbeiðnin barst komu mennirnir, sem óttast var um, fram og amaði ekkert að þeim. Þeim hafði láðst að láta vita af sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×