„Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2025 06:39 Matthías Matthíasson segir unga fanga helst vera þá sem beiti ofbeldi. Vísir Ungir fangar er líklegasti hópurinn til að beita fangaverði ofbeldi og erfiðast er að ná til þeirra. Teymisstjóri segir um indæla menn að ræða sem fái þrátt fyrir það stórfurðulegar og ofbeldisfullar hugmyndir. Formaður félags fangavarða sagði í fréttum okkar í gærkvöldi að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist til muna að undanförnu. Í síðustu viku þurfti að kalla til sérsveit ríkislögreglustjóra þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni og gerðu tilraun til að byrgja sig inni í eldhúsi fangelsisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fangarnir rúmlega tvítugir. Matthías Matthíasson teymisstjóri geðheilsuteymis fanga segir fanga á þessum aldri vera líklegasta til að beita ofbeldi innan veggja fangelsanna. „Þetta eru ungir einstaklingar, ungir menn á aldrinum kannski 20 til 25 ára sem fá misóheppilegar hugmyndir, í rauninni oft arfaslakar hugmyndir um að þetta sé leiðin til að bregðast við einhverju sem þeim hafi ekki líkað eða eitthvað slíkt.“ Stórfurðulegar aðgerðir Mennirnir séu upp til hópa almennilegir menn en félagsskapur, þroski og áhrif hugmynda úr bíómyndum hafi mikil áhrif á hegðun þeirra. „Þetta er einhver svona menning sem er að myndast hjá þessum strákum, hefur kannski verið til í gegnum tíðina en við sjáum þetta kannski skýrar núna, menning sem hvetur þá til þess að grípa til einhverja aðgerða sem eru í rauninni allt að jafnvel stórfurðulegar,“ segir Matthías. „Ráðast á fangaverði, setja sig í stellingar, breyta úri í hnúajárn, barrikera svo ég sletti nú dyrnar á ganginum, þannig að þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum.“ Erfitt sé fyrir starfsfólk geðheilbrigðisteymisins að ná til þessara fanga og segir Matthías þörf á fleira starfsfólki. Mörg dæmi séu um að hegðun fanga batni eftir því sem þeir eldast. „Það er ákveðin kenning um það að testesterónið hættir að vera eins áhrifamikið í skrokknum og þá róast allir hlutir og það er líka bara margt annað sem spilar inn í, samfélagslegir hlutir, þeir fara að festa ráð sitt, finna sér maka eða eitthvað slíkt.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Formaður félags fangavarða sagði í fréttum okkar í gærkvöldi að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist til muna að undanförnu. Í síðustu viku þurfti að kalla til sérsveit ríkislögreglustjóra þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni og gerðu tilraun til að byrgja sig inni í eldhúsi fangelsisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fangarnir rúmlega tvítugir. Matthías Matthíasson teymisstjóri geðheilsuteymis fanga segir fanga á þessum aldri vera líklegasta til að beita ofbeldi innan veggja fangelsanna. „Þetta eru ungir einstaklingar, ungir menn á aldrinum kannski 20 til 25 ára sem fá misóheppilegar hugmyndir, í rauninni oft arfaslakar hugmyndir um að þetta sé leiðin til að bregðast við einhverju sem þeim hafi ekki líkað eða eitthvað slíkt.“ Stórfurðulegar aðgerðir Mennirnir séu upp til hópa almennilegir menn en félagsskapur, þroski og áhrif hugmynda úr bíómyndum hafi mikil áhrif á hegðun þeirra. „Þetta er einhver svona menning sem er að myndast hjá þessum strákum, hefur kannski verið til í gegnum tíðina en við sjáum þetta kannski skýrar núna, menning sem hvetur þá til þess að grípa til einhverja aðgerða sem eru í rauninni allt að jafnvel stórfurðulegar,“ segir Matthías. „Ráðast á fangaverði, setja sig í stellingar, breyta úri í hnúajárn, barrikera svo ég sletti nú dyrnar á ganginum, þannig að þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum.“ Erfitt sé fyrir starfsfólk geðheilbrigðisteymisins að ná til þessara fanga og segir Matthías þörf á fleira starfsfólki. Mörg dæmi séu um að hegðun fanga batni eftir því sem þeir eldast. „Það er ákveðin kenning um það að testesterónið hættir að vera eins áhrifamikið í skrokknum og þá róast allir hlutir og það er líka bara margt annað sem spilar inn í, samfélagslegir hlutir, þeir fara að festa ráð sitt, finna sér maka eða eitthvað slíkt.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01