Fleiri fréttir

Skiptastjóri Samson sér ekki ummerki um millifærslur

Helgi Birgisson, skiptastjóri þrotabús Samson, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, getur ekki séð að neinar háar millifærslur tengdar fyrirtækinu hafi átt sér stað á því tímabili sem greint var frá í fréttum Stöðvar tvö í gær.

Atvinnulausir fá ekki greitt fyrir Verslunarmannahelgina

„Þetta verður borgað út á fyrsta virka degi næsta mánaðar eins og segir í lögunum," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, en atvinnulausir fá ekki greiddar út bætur fyrir Verslunarmannahelgina.

Flestir til Eyja um helgina

Útlit er fyrir að langflestir leggi leið sína til Vestmannaeyja á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina.

Dularfullar skemmdir á nýrri háskólabyggingu

Ein nýjasta bygging Háskóla Íslands er stórskemmd vegna galla í klæðningu hússins. Aðeins fimm ár eru síðan húsið var formlega tekið í notkun. Hvorki innlendir né erlendir aðilar hafa komist að því hvað veldur skemmdunum.

Steingrímur: Ekki hika við að frysta eignir ef efni standa til

Fjármálaráðherra segir að þjóðin sé vanmegnug að takast á við þær risavöxnu aðstæður sem bankahrunið felur í sér. Tugir mála séu í rannsókn og kerfið að kikna undan álagi. Menn eigi ekki að hika við að frysta eignir ef efni standi til.

Trúnaðarmál: Ákvæði uppgjörssamnings Icesave opinberuð

Íslendingar geta einungis leitað til breskra dómstóla komi upp ágreiningur í tengslum Icesave samkomulagið. Bretar geta hins vegar leitað til hvaða dómsstóls sem er. Þetta kemur fram í uppgjörssamningi milli íslenska og breska innistæðutryggingasjóðsins.

Lán Svía háð mati AGS

Svíar ætla ekki að lána Íslendingum fyrr en stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkir endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. Þetta kemur fram í svari sænskra stjórnvalda við fyrirspurn fréttastofu.

Hollenskir þingmenn á móti ESB umsókn Íslands

Stjórnarandstöðuflokkur í hollenska þinginu gagnrýnir ráðherraráð Evrópusambandsins harðlega vegna umsóknar Íslands að sambandinu, að því er fram kemur í hollenska viðskiptablaðinu NRC. Í ráðherraráðinu eiga sæti utanríkisráðherrar aðildarríkjanna.

Ólína segist ekki hafa hlegið að eineltisræðu

„[...] Þór Saari réðist á mig heiftúðlega með ósannindum um að ég hefði hlegið að eineltistali Birgittu Jónsdóttur á þinginu á föstudag og verið með frammíköll," skrifar Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar um bloggfærslu Þórs Saari, þingmanns Borgarahreyfingarinnar sem Vísir sagði frá í síðustu viku.

Lífeyrisþegar verða krafðir um 4 milljarða í endurgreiðslu

Alls var 4,1 milljarður greiddur til lífeyrisþega umfram rétt árið 2008 og verða þeir sem fengu ofgreitt krafðir um endurgreiðslu. Um 700 milljónir króna voru vangreiddar og eiga um 9000 lífeyrisþegar inneign hjá Tryggingastofnun, sem greidd verður út á næstu dögum.

Bjarni flutti líka fjármagn til Íslands

Auðmaðurinn Bjarni Ármannsson segist hafa flutt 85,1 milljón íslenskra króna samkvæmt fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér vegna fréttar ríkissjónvarpsins í gærkvöldi um fjármagnsflutninga Bjarna og annarra auðmana tengdum Glitni.

SP - Fjármögnun: Útlánareglur ekki brotnar

„Það er ekkert í okkar útlánareglum sem hefur verið brotið varðandi þetta mál," segir Haraldur Ólafsson, forstöðumaður- verkefna- og þjónustusviðs SP - Fjármögnunar varðandi frétt sem Vísir sagði frá fyrr í dag um andlega veikan mann sem hefur verið stefnt vegna bílaláns sem hann tók.

Kjötbollur í brúnni sósu innkallaðar

Í varúðarskyni hefur Ora ákveðið að innkalla kjötbollur í brúnni sósu í 850 gr. dósum vegna hugsanlegs framleiðslugalla. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér.

Fimmtán ára tekinn fyrir ölvunarakstur

Fimmtán ára piltur var tekinn fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina. Hann tók bíl fjölskyldumeðlims í óleyfi og fór á rúntinn. Með honum í för voru fjórir kunningjar hans á svipuðu reki.

Óþarft og erfitt að breyta lögum um eignafrystingu

Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður segir það algjöran óþarfa að breyta lögum um frystingu eigna. Slíkt yrði jafnframt mjög erfitt því alls kyns túlkanir tengdar slíkum lagabreytingum gætu orðið mjög erfiðar. Töluverðar umræður hafa verið um frystingu eigna vegna gruns um að menn sem voru fyrirferðamiklir í íslensku viðskiptalífi hafi flutt fjármagn frá Íslandi skömmu fyrir bankahrun.

Geðklofa stefnt vegna bílaláns

„Mér finnst það ótrúlegt ábyrgðarleysi að manni sé lánaðar tvær milljónir án þess að greiðslugeta viðkomandi sé skoðuð," segir sonur fimmtugs manns sem er haldin alvarlegum geðklofa en SP-Fjármögnun lánaði honum rúmar tvær milljónir árið 2006. Peninginn notaði maðurinn til þess að kaupa sér Citroen bifreið.

Fjármálaráðherra segir heimild fyrir kyrrsetningu eigna í lögum

Fjármálaráðherra segir ástæðu til að skoða hvers vegna eignir hafa ekki verið kyrrsettar enn. Heimildir séu fyrir því í lögum. Hann segir að Vinstri-græna vilja setja sjálfstæðar lagaheimildir sem auðvelda tímabundna kyrrsetningu eigna til að gæta hagsmuna þjóðarbúsins.

Magnús Þorsteinsson hyggst stefna Stöð 2

Magnús Þorsteinsson athafnamaður segir að frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að hann hafi flutt mikla fjármuni frá Íslandi til skattaskjóla, í gegnum fjárfestingabankann Straum, sé helber ósannindi. Hann hafi aldrei átt fjármuni inni á reikningum í bankanum.

Iðnaðarráðherra varð ekkert vör við mótmælendur

„Ég varð ekkert vör við þetta sjálf en ég fékk þær upplýsingar frá húsvörslunni að þeir hefðu eitthvað átt við lásinn á hurðinni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Um liðna nótt lokaði Saving Iceland aðgerðarhópur skrifstofum fyrirtækja og stofnanna sem gerst hafa meðsek um stórfelld náttúruspjöll.

Varað við ferðum óprúttinna náunga á Þjóðhátíð

Grunur leikur á að að óprúttnir náungar ætli að bjóða upp á ferðir, gegn gjaldi, á milli Landeyjarhafnar í Bakkafjöru og Vestmannaeyja um þjóðhátíðina, þar sem allar ferðir með Herjólfi og í flugi eru að verða uppseldar.

Beittu hnefalögmálum eftir Goslokahátíð

Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald síðustu helga en um er að ræða árás sem átti sér stað á bifreiðastæðinu fyrir norðan Hásteinsblokkina.

Saving Iceland lokar ráðuneytum

Aðfaranótt þriðjudags lokaði Saving Iceland aðgerðarhópur skrifstofum fyrirtækja og stofnanna sem gerst hafa meðsek um stórfell náttúruspjöll.

Lundaveiðitímabil hálfnað

Fimm daga lundaveiðitímabil í Vestmannaeyjum er nú hálfnað en þetta er stysta veiðitímabil frá upphafi. Það stafar af því að stofninn er á undanhaldi vegna fæðuskorts, nokkur ár í röð.

Tveir grunaðir um fíkniefnaakstur í Keflavík

Tveir ökumenn voru teknir úr umferð í Keflavík í nótt grunaðir um fíkniefnaakstur. Ekki fundust fíkniefni í bílum þeirra en húsleit var gerð á heimili annars þeirra.

Langþráð rigning á Akureyri

Hellirigning var á Akureyri í nótt en stytti upp undir morgun. Aldrei þessu vant var rigningunni fagnað því varla hefur komið dropi úr lofti á Akureyri í langan tíma og var gróður orðinn mjög þurr.

Eldur í garðyrkjustöð

Töluvert tjón varð þegar eldur kom upp í garðyrkjustöð að Flúðum í Hrunamannahreppi í gærkvöldi í húsnæði, þar sem verið var að rækta græðlinga að tómataplöntum.

Dómarar þurftu lögreglufylgd af vellinum

Lögreglumenn voru kallaðir að Leiknisvelli í Breiðholti í gærkvöldi til þess aða tryggja að dómaratríóið kæmist klakklaust út í bíla sína að leik loknum.

Gott gengi í upphafi varð okkur að falli

„Eitt af því sem varð Íslandi að falli var of gott gengi í upphafi. Efnahagsumbætur eftir hrun þorsksins 1988 og opnun landsins á tíunda áratugnum gáfu landsmönnum góðan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum og sköpuðu forsendur fyrir 15 ára velmegunartíma,” segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Nýja Kaupþings. „En því miður fórum við fram úr sjálfum okkur undir lokin með hrapallegum afleiðingum.“

Tæplega 30 prósenta fjölgun gjaldþrota

Alls hafa 508 fyrir­tæki verið tekin til gjaldþrotaskipta á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 393 á sama tímabili fyrir ári. Þetta er rétt rúmlega 29 prósenta aukning á milli ára. Fjöldi gjaldþrota í júní var svipaður og fyrir ári, rétt rúmlega 90 talsins.

Engin ákvörðun um afskriftir láns Björgólfsfeðga

Ekki er búið að taka ákvörðun um afskriftir láns til Björgólfsfeðga. Lánið er til komið vegna kaupa þeirra á Landsbanka Íslands árið 2002. Þetta staðfesti Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, í samtali við Fréttablaðið.

Loftrýmisgæslu verði hætt

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að leggja eigi niður Varnarmálastofnun um áramótin. Í fjárlögum næsta árs eigi að vera skýrt hvaða verkefni hennar verði lögð niður og hvert hin verði færð. Árni Þór vill leggja loftrýmis­gæslu niður.

Engin lánveitingamál borist saksóknara

Búast má við því að rannsóknum Fjármálaeftirlitsins (FME) á lánveitingum viðskiptabankanna þriggja til tengdra aðila ljúki fyrir lok ágúst, segir Gunnar Andersen, forstjóri FME.

Fyrrum samherjar neita samstarfi við Kristján á Álftanesi

Viðræður um nýjan meirihluta á Álftanesi eru hafnar. Til stendur að þrír fulltrúar Á-lista fari í samstarf við þrjá fulltrúa D-lista. Sjö bæjarfulltrúar eru á Álftanesi og myndi þá einn bæjarfulltrúi standa eftir, Kristján Sveinbjörnsson, sem áður tilheyrði Á-listanum. Guðmundur D. Gunnarsson, oddviti D-listans, staðfestir þetta.

Íslandsvinir á Appelsínbíl

Fólk Þýsku hjónin Alex og Siglinde Hornunt hafa eingöngu ferðast til Íslands frá árinu 1993 og aka nú um landið á Land Rover-jeppa sem á sér fáa líka. Þau koma til landsins að minnsta kosti einu sinni á ári og hafa fundið sinn stað í tilverunni.

Sjö nýjar minjagripaverslanir í miðbænum

Sjö nýjar minjagripaverslanir hafa opnað í miðborginni frá því í maí og eru þær nú sextán. Ef bókabúðirnar eru taldar með, sem breytast að einhverju leyti í minjagripaverslanir á sumrin, eru þær nítján. Þetta segir Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Refund, sem annast umsýslu Tax Free á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir