Innlent

Íslandsvinir á Appelsínbíl

Hornunt-hjónin kunna vel við sig á Íslandi.
Hornunt-hjónin kunna vel við sig á Íslandi.

Fólk Þýsku hjónin Alex og Siglinde Hornunt hafa eingöngu ferðast til Íslands frá árinu 1993 og aka nú um landið á Land Rover-jeppa sem á sér fáa líka.

Þau koma til landsins að minnsta kosti einu sinni á ári og hafa fundið sinn stað í tilverunni.

Í fyrra festu þau kaup á gömlum Land Rover 101 sem áður var í eigu breska hersins og hafa innréttað hann sem heimili. Hann er appelsínugulur að innan sem utan og hefur fengið nafnið Egill í höfuðið á Agli Skallagrímssyni en hjónunum þótti liturinn minna á hið íslenska Egils appelsín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×