Innlent

Bjarni flutti líka fjármagn til Íslands

Bjarni Ármannsson. Mynd/Arnþór Birkisson.
Bjarni Ármannsson. Mynd/Arnþór Birkisson.

Auðmaðurinn Bjarni Ármannsson segist hafa flutt 85,1 milljón íslenskra króna samkvæmt fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér vegna fréttar ríkissjónvarpsins í gærkvöldi um fjármagnsflutninga Bjarna og annarra auðmana tengdum Glitni.

Í fréttum RÚV í gær kom fram að Bjarni hafi flutt ríflega 200 milljónir króna frá Íslandi rétt fyrir hrun. Sjálfur segir Bjarni að hann hafi flutt 231 milljón íslenskra króna til Noregs þann 5. september á síðasta ári, eða mánuði fyrir kerfishrun.

Samtals hafi hann og eignarhaldsfélög hans flutt 243 milljónir til Noregs en sjálfur segir Bjarni að það hafi verið vegna áætlaðra fjárfestinga þar í landi.

Hann segir fjármagnsfærslurnar ekki tengjast bankahruninu á nokkurn hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×