Innlent

Varað við ferðum óprúttinna náunga á Þjóðhátíð

Gissur Sigurðsson skrifar
Heimaey. Mynd/ Óskar P. Friðriksson.
Heimaey. Mynd/ Óskar P. Friðriksson.
Grunur leikur á að að óprúttnir náungar ætli að bjóða upp á ferðir, gegn gjaldi, á milli Landeyjarhafnar í Bakkafjöru og Vestmannaeyja um þjóðhátíðina, þar sem allar ferðir með Herjólfi og í flugi eru að verða uppseldar.

Af þessu tilefni vill lögreglan á Hvolsvelli og í Eyjum benda þjóðhátíðargestum á að Landeyjahöfn er vinnusvæði, sem lokað er allri bátaumferð yfir þjóðhátíðina. Þá er þeim, sem sigla nálægt Bakkafjöru, bent á að siglingar í kring um sandadrifin nálægt fjörunni, geta verið stór varasöm, ef eitthvað er að veðri. Það eru því engin lögleg tilboð um siglingar á milli Landeyjahafnar og Eyja í gangi og ætti fólk að vara sig á tilboðum um slíkt.

Lögreglan í Eyjum vill lika minna foreldra og forráðamenn unglinga að útivistarreglur eru í gildi hátíðardagana eins og aðra dag ársins. Einnig að unglingar undir 18 ára eigi ekkert erindi á útihátíðir, án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Fyrstu þjóðhátíðargestirnir komu með Herjólfi til Eyja í gærkvöldi.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×