Innlent

Engin ákvörðun um afskriftir láns Björgólfsfeðga

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson.

Ekki er búið að taka ákvörðun um afskriftir láns til Björgólfsfeðga. Lánið er til komið vegna kaupa þeirra á Landsbanka Íslands árið 2002. Þetta staðfesti Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, í samtali við Fréttablaðið.

Greint var frá því í Fréttablaðinu í byrjun júlí að Björgólfur Thor Björgólfsson og faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, hefðu boðist til að greiða um 40 til 50 prósent af eftirstandandi skuld við Kaupþing sem talin er nema 5,9 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×