Fyrrum samherjar neita samstarfi við Kristján á Álftanesi 28. júlí 2009 04:00 Sjö bæjarfulltrúar eru á Álftanesi. Viðræður eru hafnar um að þrír fulltrúar D-lista og þrír fulltrúar Á-lista fari saman í stjórn. Það myndi skilja Kristján Sveinbjörnsson, fyrrverandi fulltrúa Á-lista, eftir í minnihluta. Mynd/Vilhelm Viðræður um nýjan meirihluta á Álftanesi eru hafnar. Til stendur að þrír fulltrúar Á-lista fari í samstarf við þrjá fulltrúa D-lista. Sjö bæjarfulltrúar eru á Álftanesi og myndi þá einn bæjarfulltrúi standa eftir, Kristján Sveinbjörnsson, sem áður tilheyrði Á-listanum. Guðmundur D. Gunnarsson, oddviti D-listans, staðfestir þetta. „Bæjarstjórinn boðaði okkur á fund á sunnudagskvöldið til að upplýsa okkur um stöðu mála," segir Guðmundur. Fulltrúar Á- og D-lista funduðu í gærkvöldi þar sem næstu skref voru ákveðin. Sigurður Magnússon, bæjarstjóri Álftaness, fyrir Á-listann, staðfestir að þreifingar hafi verið milli manna um myndun nýs meirihluta. Ástæðan fyrir þessu er að samgönguráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Kristján ætti rétt á því að sitja sem bæjarfulltrúi fyrir Álftanes. Kristján hafði óskað eftir því að draga sig í hlé sem bæjarfulltrúi síðasta vetur, vegna persónulegra ástæðna. Vildi hann snúa aftur í mars en bæjarstjórnin taldi að hann hefði tekið sér ótímabundið leyfi. Vildi Kristján hins vegar meina að leyfi hans hafi verið tímabundið og féllst samgönguráðuneytið á það. Kristján Sveinbjörnsson „Þessi úrskurður kom okkur á óvart," segir Sigurður Magnússon. Hann segir bæjarstjórn að sjálfsögðu hlíta úrskurðinum. „Hann kemur hins vegar ekki inn sem fulltrúi Á-lista því við lítum svo á að hann hafi brotið trúnað við okkur bæjarfulltrúana, íbúa Álftaness og kjósendur og kemur hann því inn sem sjálfstæður bæjarfulltrúi," segir Sigurður. Fyrir liggur stefna í einkamáli vegna meiðyrðamáls gegn Kristjáni þar sem hann er grunaður um að standa á bak við nafnlausan óhróður um fólk sem hann stóð í lóðadeilum við. Kristján var í 3. sæti á Á-listanum fyrir síðustu kosningar.Ef Kristján kemur ekki inn á vegum Á-lista er ljóst að listinn hefur þrjá fulltrúa af sjö og er þá í minnihluta. Kristján þyrfti því að verja Á-listann falli ef viðræður milli Á- og D-lista takast ekki. Guðmundur D. Gunnarsson segir afar litlar líkur á því að D-listi fari í meirihluta með Kristjáni. Kristján sagði engar viðræður hafa farið fram milli hans og D-lista. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Viðræður um nýjan meirihluta á Álftanesi eru hafnar. Til stendur að þrír fulltrúar Á-lista fari í samstarf við þrjá fulltrúa D-lista. Sjö bæjarfulltrúar eru á Álftanesi og myndi þá einn bæjarfulltrúi standa eftir, Kristján Sveinbjörnsson, sem áður tilheyrði Á-listanum. Guðmundur D. Gunnarsson, oddviti D-listans, staðfestir þetta. „Bæjarstjórinn boðaði okkur á fund á sunnudagskvöldið til að upplýsa okkur um stöðu mála," segir Guðmundur. Fulltrúar Á- og D-lista funduðu í gærkvöldi þar sem næstu skref voru ákveðin. Sigurður Magnússon, bæjarstjóri Álftaness, fyrir Á-listann, staðfestir að þreifingar hafi verið milli manna um myndun nýs meirihluta. Ástæðan fyrir þessu er að samgönguráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Kristján ætti rétt á því að sitja sem bæjarfulltrúi fyrir Álftanes. Kristján hafði óskað eftir því að draga sig í hlé sem bæjarfulltrúi síðasta vetur, vegna persónulegra ástæðna. Vildi hann snúa aftur í mars en bæjarstjórnin taldi að hann hefði tekið sér ótímabundið leyfi. Vildi Kristján hins vegar meina að leyfi hans hafi verið tímabundið og féllst samgönguráðuneytið á það. Kristján Sveinbjörnsson „Þessi úrskurður kom okkur á óvart," segir Sigurður Magnússon. Hann segir bæjarstjórn að sjálfsögðu hlíta úrskurðinum. „Hann kemur hins vegar ekki inn sem fulltrúi Á-lista því við lítum svo á að hann hafi brotið trúnað við okkur bæjarfulltrúana, íbúa Álftaness og kjósendur og kemur hann því inn sem sjálfstæður bæjarfulltrúi," segir Sigurður. Fyrir liggur stefna í einkamáli vegna meiðyrðamáls gegn Kristjáni þar sem hann er grunaður um að standa á bak við nafnlausan óhróður um fólk sem hann stóð í lóðadeilum við. Kristján var í 3. sæti á Á-listanum fyrir síðustu kosningar.Ef Kristján kemur ekki inn á vegum Á-lista er ljóst að listinn hefur þrjá fulltrúa af sjö og er þá í minnihluta. Kristján þyrfti því að verja Á-listann falli ef viðræður milli Á- og D-lista takast ekki. Guðmundur D. Gunnarsson segir afar litlar líkur á því að D-listi fari í meirihluta með Kristjáni. Kristján sagði engar viðræður hafa farið fram milli hans og D-lista.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira