Innlent

Dómarar þurftu lögreglufylgd af vellinum

Lögreglumenn voru kallaðir að Leiknisvelli í Breiðholti í gærkvöldi til þess aða tryggja að dómaratríóið kæmist klakklaust út í bíla sína að leik loknum. Dómararnir höfðu lokað sig inni til að forðast áreiti leikmanna þriðjudeildarliðsins Afríku, sem hafði verið að keppa við Ými. Í leiknum vísaði dómarinn einum leikmanna Afríku af velli, en við það réðust tveir leikmenn liðsins að dómaranum, sem fékk högg í andlitið, en lét leikinn halda áfram. Það var svo í leikslok sem Afríkumennirnir gerðu aðsúg að dómaratríóinu sem komst undan og lokaði sig inni þar til lögregla kom til aðstoðar. Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands tekur málið fyrir í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×