Innlent

Beittu hnefalögmálum eftir Goslokahátíð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald síðustu helgar en um er að ræða árás sem átti sér stað á bifreiðastæðinu fyrir norðan Hásteinsblokkina.

Sparkað var í höfuð manns en sá sem varð fyrir árásinni og árásarmaðurinn höfðu átt óuppgerðar sakir síðan á Goslokahátíðinni í byrjun júlí. Árásarmaðurinn var handtekinn og gisti fangageymslur lögreglu. Sá er fyrir árásinni varð var fluttur á Heilsugæslustöð Vestmannaeyja þar sem gert var að sárum hans en hann fékk meðal annars skurð við gagnauga.

Sama dag og árásin varð var lögreglu tilkynnt um tjón á bifreið sem stóð á bifreiðastæðinu norðan Hásteinsblokkarinnar og er ýmislegt sem bendir til þess að tjónið hafi orðið út frá árásinni sem varð þar. Um er að ræða brotin hliðarspegil og rispur á bifreið. Þessi tvö atvik eru í rannsókn hjá lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×