Innlent

Fimmtán ára tekinn fyrir ölvunarakstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fimmtán ára piltur var tekinn fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina. Hann tók bíl fjölskyldumeðlims í óleyfi og fór á rúntinn. Með honum í för voru fjórir kunningjar hans á svipuðu reki. Ökuferðinni lauk á fjölfarinni umferðargötu en þar missti pilturinn stjórn á bílnum sem hafnaði á grindverki. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru meiðsli ökumanns og farþeganna talin minniháttar. Eðli málsins samkvæmt hefur pilturinn ekki ökuréttindi.

Þá stálu tvær unglingsstúlkur bíl á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagskvöld. Þær náðu að aka nokkurn spöl áður en til þeirra náðist í austurborginni. Stúlkurnar voru á bifreiðastæði þegar lögreglan hafði uppi á þeim en þá reyndu þær að komast undan á hlaupum. Stúlkurnar voru færðar á lögreglustöð en þaðan var hringt í forráðamenn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×