Innlent

Veit ekki til þess að millifærslur séu til rannsóknar hjá FME

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist ekki vita til þess að millifærslur þær sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar tvö annarsvegar og RÚV hinsvegar séu til rannsóknar hjá eftirlitinu.

Í fréttum RÚV kom fram að aðilar tengdir Glitni, þar á meðal fyrrum bankastjórar, hefðu fært hundruð milljóna af reikningum sínum hjá bankanum rétt fyrir hrun.

Gunnar segist ekki vita nákvæmlega hvort málið sé til rannsóknar af hinum mýmörgu málum á borði eftirlitsins.

„Það þarf ekki að vera að það sé óeðlilegt þó einhver hafi flutt peninga úr landi," segir Gunnar í samtali við fréttastofu.

Í fréttum Stöðvar tvö kom fram að ýmsir auðmenn hefðu forðað milljörðum af reikningum sínum hjá Straumi í skattaskjól erlendis. Þrír þeirra hafa þó borið það af sér með öllu.

Gunnar sagðist heldur ekki geta staðfest að þau mál væru til rannsóknar, en benti þó á að slík brot gætu hugsanlega heyrt undir skattayfirvöld.




Tengdar fréttir

Lárus og Bjarni millifærðu hundruð milljóna rétt fyrir hrun

Í skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Ernst og Young um Glitni kemur fram að þáverandi forstjóri bankans, Lárus Welding, og forveri hans, Bjarni Ármannsson, hafi millifært hundruð milljóna úr bankanum skömmu fyrir hrunið.

Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun

Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×