Innlent

Steingrímur: Ástæðulaust að eyða peningum í loftrýmisgæslu

Höskuldur Kári Schram skrifar

Ástæðulaust er að eyða peningum í loftrýmisgæslu og eðlilegt að henni verði hætt að mati fjármálaráðherra.

Von er á 140 manna liði á vegum bandaríska flughersins í byrjun næsta mánaðar til að sinna loftrýmisgæslu NATÓ hér við land. Fjórar F-15 orruustuþotur auk eldsneytisflugvélar munu halda uppi loftrýmisgæslunni út ágústmánuð.

Kostnaður Íslendinga vegna komu flugsveita á vegum Dana og Norðmanna fyrr á þessu ári nam 11 milljónum króna.

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, telur að þessi loftrýmisgæsla þjóni engum tilgangi fyrir íslenska hagsmuni. Undir það tekur fjármálaráðherra.

„Þetta er eitthvað sem búið var að panta fyrirfram en ég er sammála formanni Utanríkismálanefndar. Það er ástæðulaust að eyða peningum í þetta við þessar aðstæður. Þarna á einfaldlega að draga úr útgjöldum og hætta þessu. Þetta er óþarfi," segir Steingrímur.

Fyrir liggur að starfsemi Varnarmálstofnunar mun taka verulegum breytingum á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×