Innlent

Lundaveiðitímabil hálfnað

Fimm daga lundaveiðitímabil í Vestmannaeyjum er nú hálfnað en þetta er stysta veiðitímabil frá upphafi. Það stafar af því að stofninn er á undanhaldi vegna fæðuskorts, nokkur ár í röð. Sumstaðar, eins og til dæmis í Bjarnarey, láta veiðimenn lundann njóta vafans og veiða ekkert í ár. Fréttastofan hefur ekki nákvæmar upplýsingar úr öðrum eyjum, nema hvað tíu kippur, eða þúsund fuglar, veiddust á einum degi í Súlnaskeri, sem er á við góða veiði í meðalári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×