Innlent

Mikið álag á læknavakt vegna svínaflensu

Kristín María Baldursdóttir skrifar

Mikið álag hefur verið hjá læknavaktinni vegna svínaflensunnar. Fæstir fá þó lyf þar sem flensan er enn frekar væg.

Takmarkaður mannafli er á heilsugæslustöðvum borgarinnar vegna sumarleyfa. Álagið hefur aukist töluvert í kjölfar nýju inflúensunnar A eða svínaflensunnar.

Þórður Ólafsson, yfirlæknir á heilsugæslunni í Efra Breiðholti segir að vel hafi gengið að sinna fólki sem hafi leitað til heilsugæslanna, bæði í síma og í viðtölum.

Þórður segir að vitjunum hafi ekki fjölgað mikið þar sem flensan sé ennþá frekar væg og lítið sé um að fólki sé gefið lyf við flensunni. Fyrirspurnir séu þó miklar og margvíslegar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×