Innlent

Langþráð rigning á Akureyri

Akureyri.
Akureyri.

Hellirigning var á Akureyri í nótt en stytti upp undir morgun. Aldrei þessu vant var rigningunni fagnað því varla hefur komið dropi úr lofti á Akureyri í langan tíma og var gróður orðinn mjög þurr. Menn voru farnir að hafa áhyggjur af gróðureldum, ef einhvers staðar yrði farið óvarlega með eld, og svo var þurrkurinn farinn að draga úr grassprettu hjá bændum í grenndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×