Innlent

SP - Fjármögnun: Útlánareglur ekki brotnar

Valur Grettisson skrifar
Haraldur Ólafsson, forstöðumaður- verkefna- og þjónustusviðs SP - Fjármögnunar
Haraldur Ólafsson, forstöðumaður- verkefna- og þjónustusviðs SP - Fjármögnunar

„Það er ekkert í okkar útlánareglum sem hefur verið brotið varðandi þetta mál," segir Haraldur Ólafsson, forstöðumaður- verkefna- og þjónustusviðs SP - Fjármögnunar varðandi frétt sem Vísir sagði frá fyrr í dag um andlega veikan mann sem hefur verið stefnt vegna bílaláns sem hann tók.

Maðurinn hefur verið greindur með alvarlegan geðklofa. Geðlæknir mannsins skrifaði SP - Fjármögnun bréf þar sem ástand hans var útlistað í desember á síðasta ári.

SP - Fjármögnun hefur stefnt manninum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og krefst milljón króna vegna bílalánsins sem var upprunalega rúmlega tvær milljónir. Maðurinn hefur þegar skilað greiðsluáætlun vegna skuldarinnar.

Haraldur segir að almenna vinnureglan sé sú, í þau örfáu skipti sem sambærileg mál hafa komið upp, að fylgt sé ákveðnum verkferlum.

„Ef bréfið kom til okkar, en misfórst, þá þykir okkur það leitt," segir Haraldur en svo virðist sem bréfið frá geðlækni mannsins hafi ekki ratað í réttar hendur og því hafi verkferlunum ekki verið fylgt í þessu tilviki. Að sögn mannsins sjálfs þá var bréfið afhent fyrir jól á sama tíma og hann skilaði bifreiðinni

Haraldur segir að starfsmenn SP - Fjármögnunar vinni hörðum höndum að því að finna bréfið. Annars bjóði fyrirtækið upp á margvísisleg úrræði fyrir þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum.




Tengdar fréttir

Geðklofa stefnt vegna bílaláns

„Mér finnst það ótrúlegt ábyrgðarleysi að manni sé lánaðar tvær milljónir án þess að greiðslugeta viðkomandi sé skoðuð," segir sonur fimmtugs manns sem er haldin alvarlegum geðklofa en SP-Fjármögnun lánaði honum rúmar tvær milljónir árið 2006. Peninginn notaði maðurinn til þess að kaupa sér Citroen bifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×