Sjö nýjar minjagripaverslanir í miðbænum 28. júlí 2009 03:00 Verslunarstjóri Rammagerðarinnar segir ólíklegt að nýju verslanirnar haldi út veturinn. Segist hann ekki finna fyrir samkeppni. Mynd/Valli Sjö nýjar minjagripaverslanir hafa opnað í miðborginni frá því í maí og eru þær nú sextán. Ef bókabúðirnar eru taldar með, sem breytast að einhverju leyti í minjagripaverslanir á sumrin, eru þær nítján. Þetta segir Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Refund, sem annast umsýslu Tax Free á Íslandi. „Sumt af þessu er eðlileg aukning því það eru alltaf einhverjir sem opna fyrir hvert ferðamannatímabil," segir Helgi. Sérstaklega hafa margar opnað á Skólavörðustígnum og eru nú fjórar neðst á Skólavörðustígnum. „Það sem er jákvætt við þetta er að það eru nýir aðilar að koma inn á markaðinn," segir Helgi en segir erfitt að skilgreina minjagripaverslanirnar þar sem margar séu blandaðar verslanir. En hvað veldur? „Þetta má rekja til tveggja þátta. Það er annars vegar lágt gengi krónunnar og ferðamenn eru því að eyða miklu meiru. Síðan virðist fólk vera að leita að nýjum tækifærum í atvinnurekstri," segir Helgi. Global Refund hefur tekið rækilega eftir aukningunni, að sögn Helga, og er meðaltalsávísun frá ferðamönnum, sem leita eftir Tax Free, nú töluvert hærri en hefur verið. Ferðamenn eyði meiru þótt þeir séu ekki fleiri en undanfarin ár. Bjarni Jónsson, annar eigenda Nordic Store ehf., minjagripabúðar sem opnuð var í maí á Skólavörðustíg, segir reksturinn hafa gengið vel. Hann segir Nordic Store öðruvísi minjagripabúð en hinar. „Við erum öðruvísi búð þannig að við erum ekki í samkeppni nema á afmörkuðum sviðum. Við seljum ekki þessa litlu minjagripi eins og margar búðir heldur erum við með fjölbreytt úrval af íslenskri hönnun, skartgripum, snyrtivörum, tónlist, lopavörum, sælgæti og bókum. Allt íslenskar vörur," segir Bjarni. Hilmar Már Aðalsteinsson, verslunarstjóri Rammagerðarinnar, sem stofnuð var árið 1946, segir fyrirtækið ekki finna fyrir aukinni samkeppni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun minjagripaverslana. „Við höldum okkar ótrúlega vel og höfum opnað þrjár nýjar búðir, á Skólavörðustíg, á Akureyri og Egilsstöðum. Þetta er auðveldara fyrir okkur þar sem við höfum ákveðið samkeppnisforskot vegna aðfanga," segir Hilmar. Hann segir að í seinni hluta ágúst hrynji sala niður og hann efast um að nýju verslanirnar haldi út veturinn. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Sjö nýjar minjagripaverslanir hafa opnað í miðborginni frá því í maí og eru þær nú sextán. Ef bókabúðirnar eru taldar með, sem breytast að einhverju leyti í minjagripaverslanir á sumrin, eru þær nítján. Þetta segir Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Refund, sem annast umsýslu Tax Free á Íslandi. „Sumt af þessu er eðlileg aukning því það eru alltaf einhverjir sem opna fyrir hvert ferðamannatímabil," segir Helgi. Sérstaklega hafa margar opnað á Skólavörðustígnum og eru nú fjórar neðst á Skólavörðustígnum. „Það sem er jákvætt við þetta er að það eru nýir aðilar að koma inn á markaðinn," segir Helgi en segir erfitt að skilgreina minjagripaverslanirnar þar sem margar séu blandaðar verslanir. En hvað veldur? „Þetta má rekja til tveggja þátta. Það er annars vegar lágt gengi krónunnar og ferðamenn eru því að eyða miklu meiru. Síðan virðist fólk vera að leita að nýjum tækifærum í atvinnurekstri," segir Helgi. Global Refund hefur tekið rækilega eftir aukningunni, að sögn Helga, og er meðaltalsávísun frá ferðamönnum, sem leita eftir Tax Free, nú töluvert hærri en hefur verið. Ferðamenn eyði meiru þótt þeir séu ekki fleiri en undanfarin ár. Bjarni Jónsson, annar eigenda Nordic Store ehf., minjagripabúðar sem opnuð var í maí á Skólavörðustíg, segir reksturinn hafa gengið vel. Hann segir Nordic Store öðruvísi minjagripabúð en hinar. „Við erum öðruvísi búð þannig að við erum ekki í samkeppni nema á afmörkuðum sviðum. Við seljum ekki þessa litlu minjagripi eins og margar búðir heldur erum við með fjölbreytt úrval af íslenskri hönnun, skartgripum, snyrtivörum, tónlist, lopavörum, sælgæti og bókum. Allt íslenskar vörur," segir Bjarni. Hilmar Már Aðalsteinsson, verslunarstjóri Rammagerðarinnar, sem stofnuð var árið 1946, segir fyrirtækið ekki finna fyrir aukinni samkeppni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun minjagripaverslana. „Við höldum okkar ótrúlega vel og höfum opnað þrjár nýjar búðir, á Skólavörðustíg, á Akureyri og Egilsstöðum. Þetta er auðveldara fyrir okkur þar sem við höfum ákveðið samkeppnisforskot vegna aðfanga," segir Hilmar. Hann segir að í seinni hluta ágúst hrynji sala niður og hann efast um að nýju verslanirnar haldi út veturinn.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira