Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Fitch: Lán frestast ef Icesave er hafnað Allar lánveitingar til Íslands frestast ef Alþingi samþykkir ekki Icesave. Lánin frá Norðurlöndunum eru háð endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en ekki öfugt. Þetta er mat framkvæmdastjóra hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch í London. 27.7.2009 18:49 Íslenskir læknar greina svínaflensu símleiðis Læknar eru sumir hverjir hættir að taka sýni vegna svínaflensunnar og greina sjúklinga á staðnum og jafnvel í gegnum síma. Tilfellum fer ört fjölgandi og hafa þrjátíu og fjórir nú smitast af flensunni hér á landi. 27.7.2009 18:43 Óvæntur ESB stuðningur frá Bretum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þarf að afgreiða umsókn Íslands á mettíma til þess að aðildarviðræður geti hafist í byrjun næsta árs. Utanríkisráðherra vonast til þess að svo verði. 27.7.2009 18:34 Auðmenn forðuðu milljörðum rétt fyrir hrun Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson millifærðu milljarða úr Straumi yfir í erlend skattskjól á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis. 27.7.2009 18:24 Fjarvera annarra þingmanna hafði ekki áhrif á afgreiðslu Icesave Tveir þingmenn, utan Lilju Mósesdóttur, voru fjarverandi fund efnahags- og skattanefndar þegar umsögn um Icesave málið var afgreidd þaðan síðastliðinn miðvikudag. 27.7.2009 17:46 Sótti 47 milljónir úr Lottóinu Heppinn karlmaður, sem vann tæpar 47 milljónir króna, í íslenska Lottóinu á laugardag, gaf sig fram við Íslenska Getspá í dag. 27.7.2009 15:50 Ný lögreglubifreið á Sauðárkróki Bílamiðstöð ríkislögreglustjórans stefnir að því að viðhalda endurnýjun og uppbyggingu á ökutækjum lögreglunnar eins og verið hefur á undanförnum árum samkvæmt heimasíðu lögreglunnar. 27.7.2009 16:45 Hummer-ökumaður játar sök Í morgun játaði Jón Kristinn Ásgeirsson að hafa ekið Hummer-bifreið á 26 ára gamlan meistaranema í lögfræði og valda honum ævarandi örkumlun í janúar síðastliðnum. 27.7.2009 15:32 Ferðamaður gómaður utanvegar Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um utanvegaakstur á erlendri bifreið á Sprengisandsleið í gær. 27.7.2009 14:56 Eldur kviknaði í bíl á Flókagötu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Flókagötu rétt fyrir tvö í dag þar sem eldur logaði í fólksbíl. Eldurinn hafði að mestu leyti verið slökktur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn og gekk þeim vel að ljúka við verkið. Þá var slökkviliðið kallað að húsi við Rauðarárstíg klukkan korter í eitt. Þar hafði pottur gleymst á eldavél svo mikinn reyk lagði frá eldavélinni. Enginn eldur kom þó upp í því tilfelli. 27.7.2009 14:34 Hollensk yfirvöld um borð í smyglskútu fyrir Íslandsför Hollensk tollayfirvöld fóru um borð í skútuna Sirtaki sem smyglaði yfir hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins áður en þeir komu til Íslands í apríl síðastliðnum. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27.7.2009 13:45 Fimm innbrot í Reykjavík tilkynnt lögreglu í morgun Lögreglan fékk tilkynningu um fimm innbrot á tímabilinu sjö til ellefu í morgun. Um var að ræða fjögur innbrot í bíla með stuttu millibili í Staðarhverfinu í Grafarvogi. Auk þess var brotist inn í vinnuskúr við Holtaveg. 27.7.2009 13:42 Guðfríður Lilja var ekki á áliti utanríkismálanefndar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, mætti ekki á fund utanríkismálanefndar Alþingis þegar gengið var frá umsögn nefndarinnar í Icesavemálinu fyrir helgi, samkvæmt heimildum fréttastofu. 27.7.2009 13:30 Sakborningar segja gleðikonur hafa verið skráðar fyrir Papeyjarskútunni Þrír sakborninga í Papeyjarmálinu sem eiga að hafa siglt fíkniefnunum til Íslands neita allir sök og segjast hafa verið í tveggja vikna fríi á skútunni. Nöfn þriggja íslenskra kvenna voru skráð í áhöfn skútunnar en tveir sakborninga segja þær hafa verið gleðikonur. Þær hafi aldrei komið um borð. 27.7.2009 12:04 Var hótað vegna Papeyjarmálsins Jónas Árni Lúðvíksson, einn af sex sakborningum í svokölluðu Papeyjarmáli, segir að honum hafi borist hótanir vegna smyglmálsins þegar hann varð laus úr einangrunarvist í fangelsinu. Menn sem hafi komið að skipulagningu smyglsins hafi sagt honum að honum væri hollast að hafa hljótt um málið. Þetta kom fram í máli Jónasar við aðalmeðferð þess í morgun. 27.7.2009 11:54 ESB biður framkvæmdanefndina um mat á Íslandi Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í morgun að vísa umsókn Íslands um aðildarviðræður til framkvæmdanefndar sambandsins. Framkvæmdanefndinni er ætlað að meta umsókn Íslands. 27.7.2009 11:29 Sex ný svínaflensu tilfelli Sex tilfelli verið staðfest á Íslandi af nýju inflúensunni A(H1N1) síðustu tvo sólarhringa og hefur hún því greinst hjá samtals 29 einstaklingum frá því í maí síðastliðnum. 27.7.2009 10:33 Reykjanesbraut lokuð til suðurs Báðar akgreinar á Reykjanesbraut verða lokaðar til suðurs (til Keflavíkur) að mislægum gatnamótum við Ásbraut frá hringtorgi við N1 til klukkan tíu í kvöld. Rampar að og frá Reykjanesbraut verða einnig lokaðir á sama tíma við mislæg gatnamót við Kirkjugarðinn. 27.7.2009 10:10 ESB-umsókn rædd í Brussel í dag Umsókn Íslendinga um aðildarviðræður að Evrópusambandinu verður væntanlega rædd á fundi utanríkisráðhera Evrópusambandsins í Brussel í dag og bíða fylgjendur og andstæðingar umsóknarinnar hér á landi spenntir eftir viðbrögðum við umsókninni á fundinum. 27.7.2009 08:21 Fíkniefnaeftirlit þegar aukið í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur þegar aukið fíkniefnaeftirlit með gestum, sem eru að koma til eyjanna. Þetta er gert vegna þeirrar reynslu undanfarinna ára að fíkniefnasalar hafa reynt að koma sér til Eyja í tæka tíð, áður en aðalstraumurinn hefst og eftirlit nær hámarki. 27.7.2009 07:14 Rólegheit hjá lögreglu í nótt Óvenjurólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt eftir nokkuð erilsama helgi. Á sjöunda tímanum í morgun var ekki búið að tilkynna um neitt innbrot og ökumenn voru löghlýðnir í nótt. 27.7.2009 07:11 Góð síldveiði austur af landinu Góð síldveiði er nú úr norsk-íslenska síldarstofninum austur af landinu og hafa skipin fengið allt upp í 800 tonn eftir fimm til sex klukkustunda tog með flottrollum. 27.7.2009 07:09 Seinn í flug á tæplega 200 Tveir erlendir ferðamenn voru stöðvaðir á Reykjanesbraut í gær, eftir að lögregla hafði mælt bíl þeirra á miklum hraða. Annar mældist á tæplega 190 kílómetra hraða í gærdag og gaf þá skýringu að hann væri að missa af flugi, sem reyndin varð. 27.7.2009 07:06 Fjármálaráðherra: Við komumst betur út úr þessu en óttast var „Vélarnar eru í fullum gangi,“ er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni á vef breska blaðsins Telegraph. Telegraph segir raunar að hið sama eigi við um Steingrím J. Sigfússon sem hafi í síðustu viku komið á fót þremur nýjum bönkum í stað þeirra gömlu. Hagkerfið sé að komast í eðlilegt horf að nýju. 26.7.2009 22:00 Rúmir 23 milljarðar hafa þegar fallið á Íslendinga vegna Icesave Um tuttugu og þrír milljarðar króna hafa nú þegar fallið á Íslendinga í formi vaxta vegna Icesave, þrátt fyrir að Alþingi eigi eftir að samþykkja ríkisábyrgð á lánum frá Bretum og Hollendingum. Vextir hafa safnast upp frá því í janúar. Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, segir það fráleitt skilyrði að lán beri vexti löngu áður en samið er um lántökuna. 26.7.2009 18:30 Færð á vegum: Mótorhjólamenn beðnir að aka ekki um Þrengslin Vegna vegavinnu við Þrengslaveg eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og er vélhjólaökumönnum bent á að aka frekar veginn um Hellisheiði, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 26.7.2009 20:35 Ekki líklegt að skólum á Íslandi verði lokað vegna svínaflensu Sóttvarnarlæknir telur ólíklegt að skólum og stofnunum verði lokað í haust vegna svínaflensunnar, en segir embættið hins vegar búið undir þannig aðstæður. Engin fyrirmæli eru um samkomubann um verslunarmannahelgina, en þeim er ráðlagt að halda sig heima sem eru með inflúensulík einkenni. 26.7.2009 18:34 Segir þrjá ráðgjafa fjárlaganefndar vanhæfa Þingmaður Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd segir þrjá ráðgjafa sem nefndin hafi kallað til sín fullkomlega vanhæfa og hlutdræga þar sem þeir sitji ýmist í samninganefndinni, sem gerði Icesave samkomulagið við Breta, eða komu að samningagerðinni. Í samningnum skuldbindi þeir sig til að fylgja því eftir að hann verði samþykktur á Alþingi. 26.7.2009 18:31 Harmar að nokkrir stjórnarmenn VR vilji úr ASÍ Forseti Alþýðusambands Íslands segist harma það að nokkrir stjórnamanna í VR vilji að félagið segi sig úr sambandinu. Hann segir samstöðu launþegahreyfingarinnar afar mikilvæga á þessum tímum. 26.7.2009 18:54 Ók á 188 á Reykjanesbraut Í hádeginu var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbrautinni á 188 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraðinn er 90. Hann reyndist einnig vera ölvaður við aksturinn. Hann var færður á lögreglustöðina við Hringbraut þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. 26.7.2009 17:32 Sárnaði ummæli svila síns Eiginkona mannsins sem gekk berserksgang að Haukabergi á Barðaströnd í fyrrinótt, er afar ósátt við ummæli svila síns í garð eiginmanns hennar. Hún segir málið eiga sér lengri og flóknari sögu – ekkert réttlæti þó gjörðir eiginmannsins. Hún segir mann sinn barngóðan. 26.7.2009 15:27 Fyrsta aflanum landað í Bakkafjöruhöfn Fyrsta aflanum í nýrri Bakkafjöruhöfn var landað í gær. Rúm sextíu ár eru liðin frá því að síðasta afla var landað á Landeyjarsandi. Aflinn, þrír þorskar, liggur nú í nætursalti. 26.7.2009 13:53 Erilsamt á Góðri stundu Töluverður erill var hjá lögreglunni á Grundarfirði í nótt vegna ölvunar og óspekta en þar stendur yfir bæjarhátíðin á Góðri stundu. Hátt í tvö þúsund manns eru í bænum vegna hennar. 26.7.2009 09:53 Mikil ölvun á Mærudögum Lögreglan á Húsavík hafði í nógu að snúast í nótt en um helgina hafa staðið yfir Mærudagar þar í bæ. Að sögn lögreglu er margt fólk í bænum í tengslum við hátíðina og var mikið um ölvun og smápústra í nótt. Enginn mun þó vera í haldi lögreglu eftir nóttina. 26.7.2009 09:49 Reynt að brjótast inn í Árbæjarkirkju Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gistu ellefu manns fangageymslur. Töluverð ölvun var í miðbænum og voru fimm teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnaakstur. 26.7.2009 09:45 Berserksgangur á Barðaströnd hluti af fjölskylduerjum - myndir Maðurinn sem handtekinn var af sérsveit lögreglunnar á Barðaströnd í fyrrinótt, rústaði hús sem er í eigu systra hans. Systurnar höfðu nýverið keypt húsið af móður sinni. Mágur mannsins segir börnin sín ekki lengur þora að koma með barnabörnin á staðinn vegna mannsins. Maðurinn er laus úr haldi lögreglu. 26.7.2009 00:01 Ók nærri á höfuð tjaldbúa við Garðskagavita Ölvaður ökumaður ók inn á tjaldsvæðið við Garðskagavita í Garði í nótt og staðnæmdist á tjaldi eins tjaldbúans, sem vaknaði upp við bifreiðina þegar dekkið var um 20 cm. frá höfði hans. Ökumaðurinn og farþegi, sem var í bifreiðinni voru handteknir skömmu síðar af lögreglunni á Suðurnesjum og gistu fangageymslur lögreglunnar. Farþeginn, sem einnig var ölvaður er grunaður um að hafa ekið bifreiðinni frá tjaldsvæðinu. Þeir voru yfirheyrðir þegar áfengisvíman var runnin af þeim. 25.7.2009 19:02 Hollensk stjórnvöld höfðu aftur samband við utanríkisráðuneytið Hollensk stjórnvöld settu sig í samband við utanríkisráðuneytið í gær til að lýsa yfir áhyggjum af frestun Alþingis á afgreiðslu Icesave málsins. Sérstakur sendifulltrúi á vegum utanríkisráðuneytisins fundaði með hollenskum embættismönnum í vikunni vegna málsins. 25.7.2009 18:30 Mögulegt að VR fari út úr ASÍ Rætt hefur verið meðal nokkurra stjórnarmanna í VR að félagið fari út úr ASÍ meðal annars vegna þess að það þyki of kostnaðarsamt. Formaður VR segir það vel koma til greina, þó taka þurfi slíka ákvörðun að vandlega íhuguðu máli. 25.7.2009 18:45 Einkafyrirtæki sinnir minniháttar umferðaróhöppum Einkarekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem starfar fyrir tryggingafélögin sinnir nú minniháttar umferðaróhöppum í stað lögreglunnar. Fyrirtækið sinnti hátt í þrjú þúsund óhöppum í fyrra. 25.7.2009 18:28 Allt bendir til að aðildarumsókn Íslands verði samþykkt Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir allt benda til þess að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði samþykkt á fundi utanríkisráðherra sambandsins á mánudag. Ekki er að vænta andstöðu frá Bretum og Hollendingum. Aðild Íslands getur styrkt Evrópusambandið að mati utanríkisráðherra Litháen. 25.7.2009 18:06 Leiðrétting vegna fréttar um einelti Í frétt sem birtist á Vísi.is í gær og fjallaði um eineltismál á alþingi var rætt við Helgu Björk Magnúsdóttur, sem er í samstarfshópi um vinnuvernd á Íslandi varðandi einelti. Í niðurlagi fréttarinnar var því haldið fram að Helga væri ekki ókunnug einelti þar sem sonur hennar hefði svipt sig lífi í kjölfar eineltis. 25.7.2009 17:08 Víkingasveit yfirbugaði Barðastrandarbyssumann 2002 Maðurinn sem sérsveit lögreglu yfirbugaði á Barðaströnd í morgun hefur áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Hann var yfirbugaður af Víkingasveit lögreglunnar í ágúst 2002 eftir þriggja klukkustunda umsátur fyrir utan heimili mannsins á Álftanesi. 25.7.2009 15:06 Býður lambalæri í fundarlaun fyrir stolið fellihýsi Formaður Landsambands sauðfjárbænda býður veglegt lambalæri í fundarlaun fyrir þá sem finna fellihýsi sem stolið var af honum um síðustu helgi. Hann segir fundarlaunin afar freistandi og hefur ekki trú á öðru að fólk hafi augun hjá sér. 25.7.2009 13:24 Sprengjuárás við lögreglustöð í Afganistan í morgun Sjálfsmorðssprengjuárás varð í morgun við lögreglustöð í borginni Khost sem er í austurhluta Afganistan. Engar fregnir eru af dauðsföllum enn sem komið er en talið er að einhverjir hafi særst í árásinni. 25.7.2009 13:15 Sjá næstu 50 fréttir
Framkvæmdastjóri Fitch: Lán frestast ef Icesave er hafnað Allar lánveitingar til Íslands frestast ef Alþingi samþykkir ekki Icesave. Lánin frá Norðurlöndunum eru háð endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en ekki öfugt. Þetta er mat framkvæmdastjóra hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch í London. 27.7.2009 18:49
Íslenskir læknar greina svínaflensu símleiðis Læknar eru sumir hverjir hættir að taka sýni vegna svínaflensunnar og greina sjúklinga á staðnum og jafnvel í gegnum síma. Tilfellum fer ört fjölgandi og hafa þrjátíu og fjórir nú smitast af flensunni hér á landi. 27.7.2009 18:43
Óvæntur ESB stuðningur frá Bretum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þarf að afgreiða umsókn Íslands á mettíma til þess að aðildarviðræður geti hafist í byrjun næsta árs. Utanríkisráðherra vonast til þess að svo verði. 27.7.2009 18:34
Auðmenn forðuðu milljörðum rétt fyrir hrun Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson millifærðu milljarða úr Straumi yfir í erlend skattskjól á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis. 27.7.2009 18:24
Fjarvera annarra þingmanna hafði ekki áhrif á afgreiðslu Icesave Tveir þingmenn, utan Lilju Mósesdóttur, voru fjarverandi fund efnahags- og skattanefndar þegar umsögn um Icesave málið var afgreidd þaðan síðastliðinn miðvikudag. 27.7.2009 17:46
Sótti 47 milljónir úr Lottóinu Heppinn karlmaður, sem vann tæpar 47 milljónir króna, í íslenska Lottóinu á laugardag, gaf sig fram við Íslenska Getspá í dag. 27.7.2009 15:50
Ný lögreglubifreið á Sauðárkróki Bílamiðstöð ríkislögreglustjórans stefnir að því að viðhalda endurnýjun og uppbyggingu á ökutækjum lögreglunnar eins og verið hefur á undanförnum árum samkvæmt heimasíðu lögreglunnar. 27.7.2009 16:45
Hummer-ökumaður játar sök Í morgun játaði Jón Kristinn Ásgeirsson að hafa ekið Hummer-bifreið á 26 ára gamlan meistaranema í lögfræði og valda honum ævarandi örkumlun í janúar síðastliðnum. 27.7.2009 15:32
Ferðamaður gómaður utanvegar Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um utanvegaakstur á erlendri bifreið á Sprengisandsleið í gær. 27.7.2009 14:56
Eldur kviknaði í bíl á Flókagötu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Flókagötu rétt fyrir tvö í dag þar sem eldur logaði í fólksbíl. Eldurinn hafði að mestu leyti verið slökktur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn og gekk þeim vel að ljúka við verkið. Þá var slökkviliðið kallað að húsi við Rauðarárstíg klukkan korter í eitt. Þar hafði pottur gleymst á eldavél svo mikinn reyk lagði frá eldavélinni. Enginn eldur kom þó upp í því tilfelli. 27.7.2009 14:34
Hollensk yfirvöld um borð í smyglskútu fyrir Íslandsför Hollensk tollayfirvöld fóru um borð í skútuna Sirtaki sem smyglaði yfir hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins áður en þeir komu til Íslands í apríl síðastliðnum. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27.7.2009 13:45
Fimm innbrot í Reykjavík tilkynnt lögreglu í morgun Lögreglan fékk tilkynningu um fimm innbrot á tímabilinu sjö til ellefu í morgun. Um var að ræða fjögur innbrot í bíla með stuttu millibili í Staðarhverfinu í Grafarvogi. Auk þess var brotist inn í vinnuskúr við Holtaveg. 27.7.2009 13:42
Guðfríður Lilja var ekki á áliti utanríkismálanefndar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, mætti ekki á fund utanríkismálanefndar Alþingis þegar gengið var frá umsögn nefndarinnar í Icesavemálinu fyrir helgi, samkvæmt heimildum fréttastofu. 27.7.2009 13:30
Sakborningar segja gleðikonur hafa verið skráðar fyrir Papeyjarskútunni Þrír sakborninga í Papeyjarmálinu sem eiga að hafa siglt fíkniefnunum til Íslands neita allir sök og segjast hafa verið í tveggja vikna fríi á skútunni. Nöfn þriggja íslenskra kvenna voru skráð í áhöfn skútunnar en tveir sakborninga segja þær hafa verið gleðikonur. Þær hafi aldrei komið um borð. 27.7.2009 12:04
Var hótað vegna Papeyjarmálsins Jónas Árni Lúðvíksson, einn af sex sakborningum í svokölluðu Papeyjarmáli, segir að honum hafi borist hótanir vegna smyglmálsins þegar hann varð laus úr einangrunarvist í fangelsinu. Menn sem hafi komið að skipulagningu smyglsins hafi sagt honum að honum væri hollast að hafa hljótt um málið. Þetta kom fram í máli Jónasar við aðalmeðferð þess í morgun. 27.7.2009 11:54
ESB biður framkvæmdanefndina um mat á Íslandi Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í morgun að vísa umsókn Íslands um aðildarviðræður til framkvæmdanefndar sambandsins. Framkvæmdanefndinni er ætlað að meta umsókn Íslands. 27.7.2009 11:29
Sex ný svínaflensu tilfelli Sex tilfelli verið staðfest á Íslandi af nýju inflúensunni A(H1N1) síðustu tvo sólarhringa og hefur hún því greinst hjá samtals 29 einstaklingum frá því í maí síðastliðnum. 27.7.2009 10:33
Reykjanesbraut lokuð til suðurs Báðar akgreinar á Reykjanesbraut verða lokaðar til suðurs (til Keflavíkur) að mislægum gatnamótum við Ásbraut frá hringtorgi við N1 til klukkan tíu í kvöld. Rampar að og frá Reykjanesbraut verða einnig lokaðir á sama tíma við mislæg gatnamót við Kirkjugarðinn. 27.7.2009 10:10
ESB-umsókn rædd í Brussel í dag Umsókn Íslendinga um aðildarviðræður að Evrópusambandinu verður væntanlega rædd á fundi utanríkisráðhera Evrópusambandsins í Brussel í dag og bíða fylgjendur og andstæðingar umsóknarinnar hér á landi spenntir eftir viðbrögðum við umsókninni á fundinum. 27.7.2009 08:21
Fíkniefnaeftirlit þegar aukið í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur þegar aukið fíkniefnaeftirlit með gestum, sem eru að koma til eyjanna. Þetta er gert vegna þeirrar reynslu undanfarinna ára að fíkniefnasalar hafa reynt að koma sér til Eyja í tæka tíð, áður en aðalstraumurinn hefst og eftirlit nær hámarki. 27.7.2009 07:14
Rólegheit hjá lögreglu í nótt Óvenjurólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt eftir nokkuð erilsama helgi. Á sjöunda tímanum í morgun var ekki búið að tilkynna um neitt innbrot og ökumenn voru löghlýðnir í nótt. 27.7.2009 07:11
Góð síldveiði austur af landinu Góð síldveiði er nú úr norsk-íslenska síldarstofninum austur af landinu og hafa skipin fengið allt upp í 800 tonn eftir fimm til sex klukkustunda tog með flottrollum. 27.7.2009 07:09
Seinn í flug á tæplega 200 Tveir erlendir ferðamenn voru stöðvaðir á Reykjanesbraut í gær, eftir að lögregla hafði mælt bíl þeirra á miklum hraða. Annar mældist á tæplega 190 kílómetra hraða í gærdag og gaf þá skýringu að hann væri að missa af flugi, sem reyndin varð. 27.7.2009 07:06
Fjármálaráðherra: Við komumst betur út úr þessu en óttast var „Vélarnar eru í fullum gangi,“ er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni á vef breska blaðsins Telegraph. Telegraph segir raunar að hið sama eigi við um Steingrím J. Sigfússon sem hafi í síðustu viku komið á fót þremur nýjum bönkum í stað þeirra gömlu. Hagkerfið sé að komast í eðlilegt horf að nýju. 26.7.2009 22:00
Rúmir 23 milljarðar hafa þegar fallið á Íslendinga vegna Icesave Um tuttugu og þrír milljarðar króna hafa nú þegar fallið á Íslendinga í formi vaxta vegna Icesave, þrátt fyrir að Alþingi eigi eftir að samþykkja ríkisábyrgð á lánum frá Bretum og Hollendingum. Vextir hafa safnast upp frá því í janúar. Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, segir það fráleitt skilyrði að lán beri vexti löngu áður en samið er um lántökuna. 26.7.2009 18:30
Færð á vegum: Mótorhjólamenn beðnir að aka ekki um Þrengslin Vegna vegavinnu við Þrengslaveg eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og er vélhjólaökumönnum bent á að aka frekar veginn um Hellisheiði, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 26.7.2009 20:35
Ekki líklegt að skólum á Íslandi verði lokað vegna svínaflensu Sóttvarnarlæknir telur ólíklegt að skólum og stofnunum verði lokað í haust vegna svínaflensunnar, en segir embættið hins vegar búið undir þannig aðstæður. Engin fyrirmæli eru um samkomubann um verslunarmannahelgina, en þeim er ráðlagt að halda sig heima sem eru með inflúensulík einkenni. 26.7.2009 18:34
Segir þrjá ráðgjafa fjárlaganefndar vanhæfa Þingmaður Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd segir þrjá ráðgjafa sem nefndin hafi kallað til sín fullkomlega vanhæfa og hlutdræga þar sem þeir sitji ýmist í samninganefndinni, sem gerði Icesave samkomulagið við Breta, eða komu að samningagerðinni. Í samningnum skuldbindi þeir sig til að fylgja því eftir að hann verði samþykktur á Alþingi. 26.7.2009 18:31
Harmar að nokkrir stjórnarmenn VR vilji úr ASÍ Forseti Alþýðusambands Íslands segist harma það að nokkrir stjórnamanna í VR vilji að félagið segi sig úr sambandinu. Hann segir samstöðu launþegahreyfingarinnar afar mikilvæga á þessum tímum. 26.7.2009 18:54
Ók á 188 á Reykjanesbraut Í hádeginu var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbrautinni á 188 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraðinn er 90. Hann reyndist einnig vera ölvaður við aksturinn. Hann var færður á lögreglustöðina við Hringbraut þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. 26.7.2009 17:32
Sárnaði ummæli svila síns Eiginkona mannsins sem gekk berserksgang að Haukabergi á Barðaströnd í fyrrinótt, er afar ósátt við ummæli svila síns í garð eiginmanns hennar. Hún segir málið eiga sér lengri og flóknari sögu – ekkert réttlæti þó gjörðir eiginmannsins. Hún segir mann sinn barngóðan. 26.7.2009 15:27
Fyrsta aflanum landað í Bakkafjöruhöfn Fyrsta aflanum í nýrri Bakkafjöruhöfn var landað í gær. Rúm sextíu ár eru liðin frá því að síðasta afla var landað á Landeyjarsandi. Aflinn, þrír þorskar, liggur nú í nætursalti. 26.7.2009 13:53
Erilsamt á Góðri stundu Töluverður erill var hjá lögreglunni á Grundarfirði í nótt vegna ölvunar og óspekta en þar stendur yfir bæjarhátíðin á Góðri stundu. Hátt í tvö þúsund manns eru í bænum vegna hennar. 26.7.2009 09:53
Mikil ölvun á Mærudögum Lögreglan á Húsavík hafði í nógu að snúast í nótt en um helgina hafa staðið yfir Mærudagar þar í bæ. Að sögn lögreglu er margt fólk í bænum í tengslum við hátíðina og var mikið um ölvun og smápústra í nótt. Enginn mun þó vera í haldi lögreglu eftir nóttina. 26.7.2009 09:49
Reynt að brjótast inn í Árbæjarkirkju Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gistu ellefu manns fangageymslur. Töluverð ölvun var í miðbænum og voru fimm teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnaakstur. 26.7.2009 09:45
Berserksgangur á Barðaströnd hluti af fjölskylduerjum - myndir Maðurinn sem handtekinn var af sérsveit lögreglunnar á Barðaströnd í fyrrinótt, rústaði hús sem er í eigu systra hans. Systurnar höfðu nýverið keypt húsið af móður sinni. Mágur mannsins segir börnin sín ekki lengur þora að koma með barnabörnin á staðinn vegna mannsins. Maðurinn er laus úr haldi lögreglu. 26.7.2009 00:01
Ók nærri á höfuð tjaldbúa við Garðskagavita Ölvaður ökumaður ók inn á tjaldsvæðið við Garðskagavita í Garði í nótt og staðnæmdist á tjaldi eins tjaldbúans, sem vaknaði upp við bifreiðina þegar dekkið var um 20 cm. frá höfði hans. Ökumaðurinn og farþegi, sem var í bifreiðinni voru handteknir skömmu síðar af lögreglunni á Suðurnesjum og gistu fangageymslur lögreglunnar. Farþeginn, sem einnig var ölvaður er grunaður um að hafa ekið bifreiðinni frá tjaldsvæðinu. Þeir voru yfirheyrðir þegar áfengisvíman var runnin af þeim. 25.7.2009 19:02
Hollensk stjórnvöld höfðu aftur samband við utanríkisráðuneytið Hollensk stjórnvöld settu sig í samband við utanríkisráðuneytið í gær til að lýsa yfir áhyggjum af frestun Alþingis á afgreiðslu Icesave málsins. Sérstakur sendifulltrúi á vegum utanríkisráðuneytisins fundaði með hollenskum embættismönnum í vikunni vegna málsins. 25.7.2009 18:30
Mögulegt að VR fari út úr ASÍ Rætt hefur verið meðal nokkurra stjórnarmanna í VR að félagið fari út úr ASÍ meðal annars vegna þess að það þyki of kostnaðarsamt. Formaður VR segir það vel koma til greina, þó taka þurfi slíka ákvörðun að vandlega íhuguðu máli. 25.7.2009 18:45
Einkafyrirtæki sinnir minniháttar umferðaróhöppum Einkarekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem starfar fyrir tryggingafélögin sinnir nú minniháttar umferðaróhöppum í stað lögreglunnar. Fyrirtækið sinnti hátt í þrjú þúsund óhöppum í fyrra. 25.7.2009 18:28
Allt bendir til að aðildarumsókn Íslands verði samþykkt Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir allt benda til þess að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði samþykkt á fundi utanríkisráðherra sambandsins á mánudag. Ekki er að vænta andstöðu frá Bretum og Hollendingum. Aðild Íslands getur styrkt Evrópusambandið að mati utanríkisráðherra Litháen. 25.7.2009 18:06
Leiðrétting vegna fréttar um einelti Í frétt sem birtist á Vísi.is í gær og fjallaði um eineltismál á alþingi var rætt við Helgu Björk Magnúsdóttur, sem er í samstarfshópi um vinnuvernd á Íslandi varðandi einelti. Í niðurlagi fréttarinnar var því haldið fram að Helga væri ekki ókunnug einelti þar sem sonur hennar hefði svipt sig lífi í kjölfar eineltis. 25.7.2009 17:08
Víkingasveit yfirbugaði Barðastrandarbyssumann 2002 Maðurinn sem sérsveit lögreglu yfirbugaði á Barðaströnd í morgun hefur áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Hann var yfirbugaður af Víkingasveit lögreglunnar í ágúst 2002 eftir þriggja klukkustunda umsátur fyrir utan heimili mannsins á Álftanesi. 25.7.2009 15:06
Býður lambalæri í fundarlaun fyrir stolið fellihýsi Formaður Landsambands sauðfjárbænda býður veglegt lambalæri í fundarlaun fyrir þá sem finna fellihýsi sem stolið var af honum um síðustu helgi. Hann segir fundarlaunin afar freistandi og hefur ekki trú á öðru að fólk hafi augun hjá sér. 25.7.2009 13:24
Sprengjuárás við lögreglustöð í Afganistan í morgun Sjálfsmorðssprengjuárás varð í morgun við lögreglustöð í borginni Khost sem er í austurhluta Afganistan. Engar fregnir eru af dauðsföllum enn sem komið er en talið er að einhverjir hafi særst í árásinni. 25.7.2009 13:15