Fleiri fréttir

Hættir við drekarannsóknir

Orkustofnun barst í dag bréf frá Aker Exploration AS samkvæmt tilkynningu. Í bréfinu segir að vegna breyttrar stefnumörkunar hjá fyrirtækinu hafi Aker Exploration AS ákveðið að draga til baka umsókn sína um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetna samkvæmt fyrsta útboði á Drekasvæðinu.

Skref stígið frammá við í bankamálum

„Mér finnst þetta mjög jákvætt og þess vegna í samræmi við þá nálgun sem ég hef talað fyrir allt frá því í nóvember. Þetta er að mínu mati skref frammá við og gefur mikla möguleika til þess að vinna vel úr stöðunni," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um samning ríkisins við skilanefndir bankanna.

Eru innistæður tryggðar að fullu?

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, tekur ekki af allan vafa um að innistæður viðskiptabankanna sem hafa staðfestu á Íslandi verði tryggðar að fullu þótt bankarnir fari úr eigu ríkisins eða í eigu erlendra aðila.

Icelandair ætlar að fljúga til Brussel

Icelandair mun hefja beint áætlunarflug til Brussel í júníbyrjun 2010. Gert er ráð fyrir tveimur flugum á viku, á mánudögum og föstudögum. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir í tilkynningu sem send var fjölmiðlum að flugið til Brussel hafi verið í undirbúningu um nokkurt skeið.

Leynd yfir eignarhaldi bankanna

Fulltrúar skilanefnda íslensku bankanna vildu ekki taka af öll tvímæli um hverjir erlendir kröfuhafar bankanna eru á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu nú fyrir stundu.

Ellefu með svínaflensu

Alls hafa ellefu einstaklingar greinst með Svínaflensuna hér á landi samkvæmt vef Landlæknis.

Féll tvo metra í Varmárdal

Óskað var eftir aðstoð sjúkraflutningamanna þegar kona féll um tvo metra í Varmárdal, fyrir ofan Reyki, um tíuleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum er hugsanlegt að konan hafi fengið einhverja áverka á hálsi eða baki.

Amfetamínframleiðendur fyrir rétt á morgun

Hinir meintu amfetamínframleiðendur, Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson, verða leiddir fyrir dómara í fyrramálið vegna ákæru um stórfellda fíkniefnaframleiðslu.

Aðalsakborningur krefst frávísunar í Papeyjarmáli

Aðalmeðferð í máli gegn sexmenningunum í svokölluðu Papeyjarmáli, sem fram átti að fara í dag, var frestað. Lögmaður Peters Rabe, meints höfuðpaurs í málinu, lagði fram frávísunarkröfu vegna málsmeðferðar um klukkutíma áður en aðalmeðferðin átti að hefjast í morgun. Gert er ráð fyrir að frávísunarkrafan verði tekin fyrir á morgun.

Hestar sluppu með skrekkinn

Hestarnir þrír, sem voru í kerru, sem valt í Hveradalabrekkunum á Suðurlandsvegi undir kvöld í gær, munu allir hafa sloppið lítið meiddir.

Á sjúkrahúsi eftir ofsaaksturinn í gær

Karlmaður á þrítugsaldri, sem reyndi í gær að komast undan lögreglunni með ofsaakstri á stolnum bíl og endaði úti í skurði við norðanverðan Hvalfjörð, er enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla sem hann hlaut í byltunni. Hann er þó ekki alvarlega meiddur og verður útskrifaður í dag.

Innbrot í Skipholti

Brotist var inn í fyrirtæki við Skipholt í Reykjavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Vitni sáu til tveggja manna og hljóp lögregla þá uppi.

Icesave rætt í fyrsta lagi á fimmtudag

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að nefndin sé að vinna eins fljótt og hægt er að því að klára vinnu við nefndarálit um Icesave-samninginn. Álitið verður tilbúið í fyrsta lagi á miðvikudaginn, að sögn Guðbjarts.

Fullt af makríl við Heimaey

Óvenjuleg sjón blasti við vegfarendum í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöld. Í sjónum vestast á Heimaey voru gríðarstórar makríltorfur vaðandi.

Aldrei verið vesen að selja þetta

Búið er að veiða 45 langreyðar af 150 dýra kvótanum sem gefinn var út síðasta vetur. 41 dýr er komið í land og fjögur voru á leið í land í gær, þegar náðist tal af Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf.

Eigandinn mætti þjófnum á rúntinum og lét lögreglu vita

Sigurður Ingólfsson, eigandi Toyota Yaris bifreiðarinnar sem lögregla veitti eftirför í kvöld, mætti bílnum á Seljabraut í Breiðholti og lét lögreglu vita. Þegar þjófurinn varð var við að sér væri veitt eftirför setti hann allt í botn.

Eftirför lögreglu lauk með ákeyrslu í Hvalfirði

Eftirför sem lögregla veitti grárri Toyota Yaris bifreið lauk fyrir um tíu mínútum. Lögregla ók þá utan í bifreiðina til móts við bæinn Stóra Lambhaga í Hvalfirði með þeim afleiðingum að hún lenti utan vegar og ofan í skurði. Eftirförin stóð í um 45 mínútur.

Ríkið gæti sparað rúma hundrað milljarða

Samningar hafa tekist við erlenda kröfuhafa gömlu bankanna þriggja. Skilanefnd Kaupþings tekur yfir nýja bankann og þá mun nýr Íslandsbanki taka til starfa á næstu vikum. Kostnaður ríkisins vegna endurreisn bankanna gæti lækkað um rúmlega eitt hundrað milljarða vegna þessa.

Lögregla veitir Yaris eftirför

Allavega sex lögreglubílar og að minnsta kosti eitt mótorhjól veita nú grárri Yaris bifreið eftirför á Vesturlandsvegi að sögn tveggja vegfarenda sem höfðu samband við fréttastofu. Ekki er vitað hvort um er að ræða Yaris bifreið sem stolið var í dag á Shell bensínstöð í Árbæ.

Vonast til að smíði nýrrar Þjórsárbrúar hefjist í haust

Ný stórbrú yfir Þjórsá við Árnes mun ásamt Hvítárbrú, Landeyjahöfn og Lyngdalsheiðarvegi skapar nýtt samgöngumynstur um mestu landbúnaðarhéruð Íslands og styrkja þau verulega, að mati ráðamanna á svæðinu. Þeir vonast til að smíði nýju Þjórsárbrúarinnar hefjist í haust.

Ekki í lífshættu eftir slys á Gæsavatnaleið

Íslenskur karlmaður sem varð milli tveggja bíla á Gæsavatnaleið, skammt vestan við Kistufell sem liggur við rætur Vatnajökuls, er ekki í lífshættu að sögn vaktahafandi læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Sigöldufoss sést á ný á fullu afli

Sigöldufoss, sem hvarf að mestu þegar Tungnaá var stífluð við Sigöldu fyrir aldarþriðjungi, er nú sýnilegur á ný í öllu sínu veldi. Áratugir gætu liðið áður en næsta tækifæri býðst til að sjá fossinn eins mikilúðlegan og hann verður næstu þrjár vikur.

Evrópusinnar munu styðja Þorgerði

Evrópusinnar innan Sjálfstæðisflokks munu þjappa sér að baki varaformanns flokksins eftir að hann sat hjá í atkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild. Þetta er mat aðjúnkts í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Enn er óljóst hvaða afleiðingar málið kann að hafa fyrir einstaka flokka og þingmenn.

Eigandi Yaris bifreiðar: „Þekki þjófinn hvar sem er“

Eigandi Toyota Yaris bifreiðar sem stolið var meðan hann borgaði fyrir bensín á Shell bensínstöðinni í Árbæ fyrr í dag, segist sjaldan hafa orðið jafn hissa á ævi sinni og þegar hann sá bíl sinn reykspóla í burtu. Hann segist mundu þekkja þjófinn hvar sem er.

Í tveimur útköllum samtímis

Um svipað leyti og Landhelgisgæslan fór af stað til að sækja illa slasaðan ferðamann á Gæsavatnaleið barst henni beiðni utan af landi að sækja mjög veika konu sem þurfti að komast undir læknishendur. Landhelgisgæslan hefur þó einungis yfir einni þyrlu að ráða og þurfti því aðstoð frá dönsku varðskipi. Fór svo að dönsk þyrla sótti veiku konuna.

Varð milli tveggja bíla á Gæsavatnaleið

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna umferðaslyss á Gæsavatnaleið, skammt vestan við Kistufell sem liggur við rætur Vatnajökuls. Að sögn lögreglu virðist sem manneskja hafi orðið milli tveggja bifreiða en önnur bifreiðanna mun hafa verið vörubifreið með tengivagn. Ekki liggur fyrir hvort um karl eða konu var að ræða en aðilinn er franskur ferðamaður. Hann er mikið slasaður.

Clinton komin til Mumbai

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Mumbai á Indlandi í morgun. Hún ætlar að ræða við Singh forsætisráðherra og Krishna utanríksráðherra um öryggis og varnarmál á svæðinu, baráttuna gegn hryðjuverkum og loftslagsmál.

Erfitt að innheimta arð eigenda Sjóvár

Fjármálaráðherra telur að það verði tæknilega erfitt að innheimta til baka þann arð sem eigendur Sjóvár greiddu sjálfum sér á undanförnum árum. Ríkið lagði í byrjun mánaðarins 16 milljarða króna í félagið til að bjarga því frá þroti.

Kvikan suðvestur af Þórsmörk

Jarðskjálftavirknin í Eyjafjallajökli, sem rakin er til glóandi kviku í iðrum jarðar, er aðeins um fimm kílómetra suðvestur af Básum, einu helsta gistisvæði ferðamanna í Þórsmörk. Þar varð í fyrrakvöld skjálfti sem mældist tæp þrjú stig.

Plastbátur strandaði í Arnarfirði

Lítill plastbátur var með þrjá Þjóðverja um borð strandaði í innanverðum Arnarfirði síðdegis í gær. Björgunarsveitir frá Bíldudal og Tálknafirði voru kallaðar út en báturinn hafði strandað á Langanesi. Þjóðverjarnir höfðu verið á sjóstangveiðum og amaði ekkert að þeim. Skipverjunum var bjargað um borð í annan bát og þeirra bátur tekinn í tog.

Fjórir stútar í Borgarnesi

Fjórir voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í nótt. Að öðru leyti var nóttin nokkuð róleg í umdæminu.

Ekið á stúlku í Herjólfsdal

Ekið var á stúlku í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum seint í gærkvöld með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði.

Varð undir lyftara í höfninni í Vestmannaeyjum

Lyftari valt í höfninni í Vestmannaeyjum með þeim afleiðingum að rist ökumannsins varð undir lyftarahúsinu á níunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Sjö gistu fangageymslur í Reykjavík

Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Nokkuð margir lögðu leið sína í miðbæinn að sögn lögreglu og var nokkuð um ölvun. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Þeir sem gista fangageymslur eru þar ýmist vegna ölvunar eða slagsmála en nokkuð var um smá pústra í miðbænum í nótt.

Katla gæti vaknað

Kvikuhreyfingar sem hafnar eru undir Eyjafjallajökli gætu endað með eldgosi í fjallinu og vakið Kötlu. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og bendir á að talið sé að lítið eldgos hafi orðið í Kötlu fyrir tíu árum í framhaldi af kvikuinnskoti í Eyjafjallajökli.

Áfall fyrir áform stjórnvalda um endurreisn

Synjun Evrópska fjárfestingarbankans á láni til virkjanaframkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur er áfall fyrir áform stjórnvalda um endurreisn efnahagslífsins, að mati stjórnarformanns Orkuveitunnar. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hins vegar að Orkuveitan megi ekki láta máta sig; - hún verði að leita lána annarsstaðar.

Skildu árabát eftir við Örfirisey

Mannlaus árabátur sást á reki við Örfirisey í dag og var Landhelgisgæsla beðin um að svipast um eftir skipreka mönnum úr lofti. Lögregla fékk svo símtal um fimmleytið frá manni sem sá til tveggja manna koma að landi við olíutankana á Örfirisey og skilja bátinn eftir.

Himnar loga og hús nötra á Þingvöllum

Arndísi Guðnadóttur og fjölskyldu brá heldur betur í brún þegar sumarbústaður sem þau dvelja í fór að nötra eftir að þrumur og eldingar skullu á. Arndís hélt fyrst að eldingu hefði lostið niður í bústaðinn en svo var ekki. Himnarnir loga hreinlega á Þingvöllum að sögn Arndísar og gengur á með miklum skúrum.

Lúxushótel á hálendinu gengur framar vonum

Rekstur eina lúxushótelsins á hálendi Íslands hefur gengið framar vonum. Hótelhaldarinn, Friðrik Pálsson, segir gríðarleg tækifæri í ferðaþjónustu á hálendinu.

Sjá næstu 50 fréttir