Eigandi Yaris bifreiðar: „Þekki þjófinn hvar sem er“ Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 19. júlí 2009 17:14 Eigandi Toyota Yaris bifreiðar sem stolið var meðan hann borgaði fyrir bensín á Shell bensínstöðinni í Árbæ fyrr í dag, segist sjaldan hafa orðið jafn hissa á ævi sinni og þegar hann sá bíl sinn reykspóla í burtu. Hann segist mundu þekkja þjófinn hvar sem er. „Ég var búinn að borga fyrir bensínið og var að rölta í rólegheitum út, þá bara reykspólar bíllinn minn í burtu, beint fyrir framan nefið á mér," segir maðurinn sem varð fyrir því óláni að nýlegum Yaris sem hann keypti fyrir ári síðan var stolið um miðjan daginn í dag. Bíllinn er árgerð 2006, grár að lit og með númerið NE-129. Maðurinn fór rakleitt inn á bensínstöðina og tilkynnti um þjófnaðinn. Hringt var á lögreglu og fékk eigandinn að skoða myndir úr öryggismyndavélum bensínstöðvarinnar. „Þegar við fórum að skoða þetta sáum við manninn labba í kringum bílinn eins og hann væri að líta til eftir lyklum. Þegar hann sér svo að lyklarnir eru í mínum bíl þá hendir hann hvolp sem hann var með inn í bíl og sjálfum sér á eftir. Svo reykspólar hann í burtu," segir maðurinn sem lýsir þjófnum sem ungum dökkhærðum manni með dökkan síðan hökkutopp og skegg kringum munninn. Hann var klæddur í ljósan jakka með svörtum doppum. Eigandinn var þó ekki að sjá manninn í fyrsta skipti þegar hann sá hann í öryggismyndavélunum. „Þegar ég var að keyra upp á bensínstöðina, ók ég upp götu sem ég held að heiti Grjótháls. Þá sá ég mann labbandi með hvolp sem var laus og dró tauminn á eftir sér. Ég hugsaði að þetta væri nú vel upp alinn hundur svo ég leit vel framan í manninn sem var með hann. Þetta var sami maður. Svona útitekinn náungi, frekar dökkur. Hundurinn var blendingur, sennilega af Íslendingi og einhverju öðru. Fjörlegur hvolpur með rófuna upp í loftið. Ég myndi þekkja manninn hvar sem er." Í bílnum var veski eigandans með öllum hans kortum nema Skeljungskortinu sem hann notaði til að greiða fyrir bensínið. Einnig var GPS tæki í bílnum. „Ég lét auðvitað loka öllum kortum strax en það verður leiðindavesen að þurfa að sækja um þau öll. Nýtt ökuskírteini og þannig leiðindi. Og GPS tækið, djöfull sé ég eftir því ef ég fæ það ekki aftur," segir hann. Yaris bifreiðin er þó ekki eini bíllinn á heimili mannsins. „Nei við eigum annan við hjónin og hún er heimavinnandi. Þannig að ég slepp við að taka strætó." Þeir sem verða varir við bílinn eða geta einhverjar upplýsingar gefið um málið eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. Tengdar fréttir Bíl stolið meðan eigandinn borgaði fyrir bensín Fólksbíl var stolið við bensínstöð Shell við Hraunbæ um tvöleytið. Á meðan að eigandi bílsins var inni að greiða fyrir bensín fór maður inn í bílinn og ók honum á brott. 19. júlí 2009 14:41 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eigandi Toyota Yaris bifreiðar sem stolið var meðan hann borgaði fyrir bensín á Shell bensínstöðinni í Árbæ fyrr í dag, segist sjaldan hafa orðið jafn hissa á ævi sinni og þegar hann sá bíl sinn reykspóla í burtu. Hann segist mundu þekkja þjófinn hvar sem er. „Ég var búinn að borga fyrir bensínið og var að rölta í rólegheitum út, þá bara reykspólar bíllinn minn í burtu, beint fyrir framan nefið á mér," segir maðurinn sem varð fyrir því óláni að nýlegum Yaris sem hann keypti fyrir ári síðan var stolið um miðjan daginn í dag. Bíllinn er árgerð 2006, grár að lit og með númerið NE-129. Maðurinn fór rakleitt inn á bensínstöðina og tilkynnti um þjófnaðinn. Hringt var á lögreglu og fékk eigandinn að skoða myndir úr öryggismyndavélum bensínstöðvarinnar. „Þegar við fórum að skoða þetta sáum við manninn labba í kringum bílinn eins og hann væri að líta til eftir lyklum. Þegar hann sér svo að lyklarnir eru í mínum bíl þá hendir hann hvolp sem hann var með inn í bíl og sjálfum sér á eftir. Svo reykspólar hann í burtu," segir maðurinn sem lýsir þjófnum sem ungum dökkhærðum manni með dökkan síðan hökkutopp og skegg kringum munninn. Hann var klæddur í ljósan jakka með svörtum doppum. Eigandinn var þó ekki að sjá manninn í fyrsta skipti þegar hann sá hann í öryggismyndavélunum. „Þegar ég var að keyra upp á bensínstöðina, ók ég upp götu sem ég held að heiti Grjótháls. Þá sá ég mann labbandi með hvolp sem var laus og dró tauminn á eftir sér. Ég hugsaði að þetta væri nú vel upp alinn hundur svo ég leit vel framan í manninn sem var með hann. Þetta var sami maður. Svona útitekinn náungi, frekar dökkur. Hundurinn var blendingur, sennilega af Íslendingi og einhverju öðru. Fjörlegur hvolpur með rófuna upp í loftið. Ég myndi þekkja manninn hvar sem er." Í bílnum var veski eigandans með öllum hans kortum nema Skeljungskortinu sem hann notaði til að greiða fyrir bensínið. Einnig var GPS tæki í bílnum. „Ég lét auðvitað loka öllum kortum strax en það verður leiðindavesen að þurfa að sækja um þau öll. Nýtt ökuskírteini og þannig leiðindi. Og GPS tækið, djöfull sé ég eftir því ef ég fæ það ekki aftur," segir hann. Yaris bifreiðin er þó ekki eini bíllinn á heimili mannsins. „Nei við eigum annan við hjónin og hún er heimavinnandi. Þannig að ég slepp við að taka strætó." Þeir sem verða varir við bílinn eða geta einhverjar upplýsingar gefið um málið eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.
Tengdar fréttir Bíl stolið meðan eigandinn borgaði fyrir bensín Fólksbíl var stolið við bensínstöð Shell við Hraunbæ um tvöleytið. Á meðan að eigandi bílsins var inni að greiða fyrir bensín fór maður inn í bílinn og ók honum á brott. 19. júlí 2009 14:41 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Bíl stolið meðan eigandinn borgaði fyrir bensín Fólksbíl var stolið við bensínstöð Shell við Hraunbæ um tvöleytið. Á meðan að eigandi bílsins var inni að greiða fyrir bensín fór maður inn í bílinn og ók honum á brott. 19. júlí 2009 14:41
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“