Innlent

Skildu árabát eftir við Örfirisey

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði að skipreka mönnum sem voru löngu komnir í land.
Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði að skipreka mönnum sem voru löngu komnir í land. mynd/ Pjetur

Mannlaus árabátur sást á reki við Örfirisey í dag og var Landhelgisgæsla beðin um að svipast um eftir skipreka mönnum úr lofti. Lögregla fékk svo símtal um fimmleytið frá manni sem sá til tveggja manna koma að landi við olíutankana á Örfirisey og skilja bátinn eftir.

Svo virtist sem mennirnir hefðu verið að skemmta sér og brugðið sér í bátsferð undir morgun. Að sögn lögreglu gilda sömu lög um árabáta og önnur faratæki á landi, í lofti eða á sjó - bannað að róa undir áhrifum. Því gæti verið að mennirnir hafi sloppið undan refsingu við ölvunarróðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×