Fleiri fréttir Tveir stútar og einn fíkniefnaakstur á Selfossi undir morgun Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur á Selfossi nú rétt undir morgun. Þá var einn tekinn fyrir fíkiefnaakstur. 18.7.2009 09:27 Margir í miðbænum í nótt Margir lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í nótt en þrátt fyrir það gekk nóttin stóráfallalaust fyrir sig. Nokkuð var um ölvun og eru maður og kona í haldi lögreglu vegna þess en þeim verður sleppt þegar þau hafa sofið úr sér. 18.7.2009 09:16 Grillað í öllum görðum í kvöld Stokkseyringar halda bryggjuhátíð í sjötta sinn nú um helgina. Undirtitill hátíðarinnar hefur alltaf verið „brú til brottfluttra“ og hafa brottfluttir alltaf sótt hátíðina vel. 18.7.2009 06:00 Þjóðstjórn rétta leiðin úr kreppu Það er ekki á færi núverandi ríkisstjórnar að byggja upp íslenskt samfélag eftir fjármálahrunið, segir Jón Ólafsson athafnamaður. 18.7.2009 06:00 Telja fórnarlambið aldrei munu ná sér Ungur maður, Jón Kristinn Ásgeirsson, hefur verið ákærður fyrir að valda öðrum manni ævarandi örkumlum með því að aka á hann á Hummer-bifreið í janúar. Jón Kristinn er jafnframt ákærður, ásamt öðrum, fyrir að kveikja í húsi við Kleppsveg í byrjun júní og koma manni sem þar var innandyra í bráða lífshættu. 18.7.2009 06:00 Greina áhrif aðildar Samtök Iðnaðarins hafa hafið ítarlega greiningu á áhrifum aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtaka Iðnaðarins, Íslenskur iðnaður. 18.7.2009 06:00 Rödd skynseminnar sigraði Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, segir rödd skynseminnar hafa sigrað á Alþingi í fyrradag. 18.7.2009 05:30 Ekki stemning fyrir skynsemi „Það er lítil stemning fyrir skynseminni í íslensku samfélagi um þessar mundir,“ segir Borgar Þór Einarsson, ritstjóri Lögmannablaðsins í ritstjóragrein nýjasta heftisins. Greinin ber heitið „Engin stemning fyrir skynseminni“. 18.7.2009 05:00 Eru góðkunnar lögreglunni Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar, voru handteknar í Northampton í Englandi á fimmtudag eftir fjögurra daga alþjóðaleit. Faðir annarrar þeirra hafði hringt í lögregluna á Englandi og sagt að þær væru líklega á þessu svæði. 18.7.2009 05:00 Réðust á öryggisvörð Tveir ungir menn réðust á öryggisvörð í verslun 10-11 í Engihjalla í fyrrinótt. Hann hafði staðið piltana að þjófnaði í búðinni og ætlaði að hindra för þeirra. Þeir brugðust við með því að slá hann í jörðina og sparka í höfuð hans. 18.7.2009 04:30 Ná til kosninga 2006 og 2007 Birta á fjárframlög til stjórnmálaflokka lengra aftur í tímann en lög gera ráð fyrir í dag. Þetta var samþykkt af öllum formönnum stjórnmálaflokkanna. 18.7.2009 03:30 Efnahagsbrotadeild verði færð frá RLS Skynsamlegt er að sameina Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti fjögurra sérstakra saksóknara, að mati Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. „Efnahagsbrotadeildin yrði við það færð frá ríkislögreglustjóra þar sem embætti sérstaks saksóknara er sjálfstætt og ekki hægt að hafa það undir ríkislögreglustjóra." Gert er ráð fyrir því í lögum að ráðherra geti lagt til að sérstakur saksóknari verði sameinaður öðrum lögregluembættum. 18.7.2009 03:00 Hundur getur lesið af blaði Dýraþjálfarinn Lyssa Rosenberg hefur kennt terríer-hundinum sínum Willow að hlýða skriflegum tilskipunum. Til dæmis teygir Willow loppu í loftið þegar hún sér orðið „veifaðu“. Einnig stendur hún upp þegar hún sér það skrifað. 18.7.2009 02:30 Bændur smala Heimaklett „Þetta er eldgömul hefð,“ segir Sigurmundur Einarsson, fjárbóndi með meiru í Vestmannaeyjum, sem ásamt öðrum fjáreigendum smalaði í fyrrakvöld útigöngufé í Heimakletti. 18.7.2009 02:00 Var á vegg í Vilnius stjórnmál Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingar, flutti ræðu á þingi á fimmtudag í umræðu um ESB-ályktun ríkisstjórnarinnar sem þykir óneitanlega mjög lík kafla úr bók Johns C. Maxwell um leiðtogahæfni, The Difference Maker frá 2006. Þessi texti var einnig notaður í Adidas-auglýsingaherferð árið 2006. 18.7.2009 01:45 Hefði kosið eins og varamaðurinn Við upphaf hins sögulega þingfundar á fimmtudag þegar greidd voru atkvæði um aðildarumsókn að Evrópusambandinu upplýsti þingforseti að Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefði tilkynnt forföll og kallað til varamann í sinn stað. 18.7.2009 01:30 Ein í flokki 60 ára kvenna Heilsa Þrettánda Laugavegshlaupið er haldið í dag og leggja 342 keppendur af stað hina 55 km löngu leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur. 18.7.2009 01:30 Endurskipulagning tefst „Það er verið að takast á um ákveðna liði og þetta mun dragast um einhverja daga allavega,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans. Hann segir óljóst hvenær endurfjármögnunarferli Landsbankans muni ljúka og það muni væntanlega dragast eitthvað. 18.7.2009 01:00 Útsölur draga úr verðbólgu Í spá IFS greiningar segir að Seðlabanki Íslands muni ekki ná verðbólgumarkmiði sínu fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. 18.7.2009 00:45 Veikri konu bjargað úr skútu Landhelgisgæslan bjargaði pólskri konu úr skútu við mynni Patreksfjarðar en hún var alvarlega veika. 17.7.2009 21:56 Kjartan Gunnarsson gagnrýndi Þorgerði harðlega Varaformaður Sjálfstæðisflokksins mátti sitja undir gagnrýni á miðstjórnarfundi í dag fyrir að skila auðu í atkvæðagreiðslunni um Evrópusambandið. 17.7.2009 18:39 Ekkert sumarfrí fyrr en Icesave verður klárað Forsætisráðherra stendur fastur á því að Alþingi fari ekki í sumarfrí fyrr en búið sé að afgreiða Icesave samkomulagið. Engin formleg samskipti hafa verið á milli Íslands annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar um mögulega fyrirvara Alþingis á samkomulaginu. 17.7.2009 18:47 Ómanneskjulegt Dyflinarákvæði endurskoðað Hælisleitendur verða ekki sendir rakleitt til þeirra aðildarríkis sem ber ábyrgð á hælisumsókn, samanber Dyflinnarreglugerð, heldur fái þeir viðbótavernd sé ástæða til en þetta er ein af tillögum sem nefnd á verum dómsmálaráðherra komst að. 17.7.2009 17:47 Óeðlileg töf á afgreiðslu aðalskipulags Þjórsárvirkjana Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir ekki eðlilegt hversu langan tíma Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tekur til að staðfesta virkjanir í Þjórsá inn á aðalskipulag hreppsins. 17.7.2009 19:04 Handtakan í Northampton: Grunur um alvarlegt innbrot Íslensku stúlkurnar tvær sem voru handteknar í Northampton í Englandi á miðvikudaginn eru grunaðar um alvarlegt innbrot, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þær voru færðar fyrir rétt í London í dag. 17.7.2009 14:22 Ísland gæti stokkið framfyrir önnur ríki í ESB Stórnmálaskýrandi Associated Press fréttastofunnar í Brussel hefur eftir stjórnarerindreka þar í borg að Ísland kunni að stökkva framfyrir Króatíu sem átti að verða næsta aðildarríki Evrópusambandsins. 17.7.2009 17:31 Pósthússtræti lokað til 10. ágúst Ákveðið var í dag að loka Pósthússtræti alla daga vikunnar fram til 10. ágúst til að veita gangandi vegfarendum betra rými í miðborginni. Pósthússtræti hefur verið lokað vegna blíðviðris í 23 daga í sumar en nýbreytnin felst í því að loka götunni óháð veðri. 17.7.2009 16:56 Brúðkaupum fækkar í kreppunni Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, segir að brúðkaupum hafi fækkað þónokkuð eftir að kreppan skall á. Hann segist hafa rætt við marga kollega sína sem segja sömu sögu. 17.7.2009 16:40 Frumvarp um sérstakan saksóknara fyrir þingið eftir helgi Allsherjarnefnd hefur lokið umfjöllun um breytingar á lögum um sérstakan saksóknara. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar, segist vonast til þess að hún geti mælt fyrir frumvarpinu á næsta þingfundi. 17.7.2009 16:37 Ágúst áfram rektor Landbúnaðarháskólans Tvær umsóknir bárust um embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Menntamálaráðherra hefur að fenginni umsögn háskólaráðs skipað Ágúst Sigurðsson, núverandi rektor, til áframhaldandi starfa fyrir Landbúnaðarháskólann. 17.7.2009 16:05 Sköpunarkraftur ungmenna í Garðabænum Ellefu til tólf ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára, taka þátt í skapandi sumarstarfi á vegum bæjarvinnu Garðabæjar. Tilgangurinn með verkefninu er að ungmennin fái tækifæri til að vinna að skapandi viðfangsefnum og rækta listræna hæfileika sína. 17.7.2009 15:21 ESB umsókn komið á framfæri við Svía Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefur verið komið á framfæri við sænsk stjórnvöld sem fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. 17.7.2009 14:45 Mál Grettisgötuhrotta þingfest Mál hinna svokölluðu Grettisgötuhrotta var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þrír eru ákærðir í málinu; einn fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og tveir fyrir brot gegn lífi og líkama meðal annars. Mennirnir eru allir frá Litháen. 17.7.2009 13:52 Breytingar á fyrirkomulagi héraðsdómstóla Til stendur að fækka héraðsdómum úr átta í einn, samkvæmt nýju frumvarpi sem Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að héraðsdómur muni hins vegar reka skrifstofur víðsvegar um landið. Frumvarpið verður kynnt þingflokkunum bráðlega og væntanlega lagt fyrir þingið eftir það. 17.7.2009 13:25 Fjárframlög til allra stjórnmálaflokka gerð opinber Náðst hefur samkomulag milli allra stjórnmálaflokkanna um að fjárframlög til þeirra fyrir árið 2008 yrðu gerð opinber. Prófkjörsstyrkir til einstakra flokksmanna eru þar á meðal. Málið var rætt á löngum ríkisstjórnarfundi í morgun. 17.7.2009 13:15 Hundrað milljónir til viðbótar fyrir sérstakan saksóknara Hundrað milljónir verða veittar til að styrkja embætti sérstaks saksóknara til viðbótar við það fé sem áður hafði verið ákveðið að veita til embættisins 17.7.2009 13:07 Langur ríkisstjórnarfundur í morgun Ríkisstjórnin fundaði í tvær og hálfar klukkustundir í morgun en það þykir ansi löng fundarseta á þeim bænum. Eins og komið hefur fram, er mikil vinna framundan við að koma á fót endurreisn bankanna. Það verður þó að gerast sem allra fyrst til að styrkja stoðum undir framþróun efnahagslífsins. 17.7.2009 12:30 Íslenskar stúlkur handteknar í Englandi Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar voru handteknar í Northampton í Englandi á miðvikudag eftir að leitað hafði verið að þeim í fjóra daga. Faðir annarrar stúlkunnar hafði haft samband við lögregluna og óskað þess að þeirra væri leitað og lýst yfir áhyggjum sínum af öryggi þeirra. 17.7.2009 11:55 Ökklabrotnaði í Esjunni Menn á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út fyrir stundu vegna manns sem ökklabrotnaði á toppi Esjunnar. Beiðni um aðstoð barst Neyðarlínunni sem kallaði út liðsmenn björgunarsveita. 17.7.2009 10:58 Öll skemmdarverkin óupplýst Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að öll sex málin þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á híbýlum útrásrarvíkinga séu enn óupplýst. „Samkvæmt minni bestu vitneskju eru þessi mál en óupplýst,“ segir Geir Jón. 17.7.2009 10:01 Málningu slett á hús Bjarna Ármanns Málningu var skvett á hús Bjarna Ármannssonar á Seltjarnarnesi í nótt. Einnig var málningu skvett á dúkkuhús barna Bjarna en samkvæmt yfirlýsingu aðgerðasinna var það ekki viljaverk. 17.7.2009 09:23 Ók ölvaður út úr Norrænu Ökumaður var tekinn úr umferð á Seyðisfirði í gær þegar hann var að aka bíl sínum út úr Norrænu og laganna verðir fundu kaupstaðarlyktina leggja af honum. 17.7.2009 08:19 Lundalaus þjóðhátíð Lundaveiðitímabilið í Vestmannaeyjum verður aðeins fimm dagar í ár, sem er hið stysta í sögunni. Það hafur jafnan staðið í einn og hálfan mánuð, en vegna þess hve fækkað hefur í stofninum síðustu árin hefur tímabilið verið stytt. 17.7.2009 08:17 Mikið um ölvun í nótt Óvenjufjölmennt var í miðborg Reykjavíkur í nótt og nokkuð um drykkjulæti. Þá var sumstaðar háreysti í heimahúsum, þar sem lögregla þurfti að skerast í leikinn, en þó þurfti ekki að handtaka neinn. 17.7.2009 07:10 Kannabisræktun á Selfossi Lögreglan á Selfossi upprætti kannabisræktun í bílskúr þar í bæ í nótt og handtók tvo menn á staðnum. 17.7.2009 07:07 Sjá næstu 50 fréttir
Tveir stútar og einn fíkniefnaakstur á Selfossi undir morgun Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur á Selfossi nú rétt undir morgun. Þá var einn tekinn fyrir fíkiefnaakstur. 18.7.2009 09:27
Margir í miðbænum í nótt Margir lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í nótt en þrátt fyrir það gekk nóttin stóráfallalaust fyrir sig. Nokkuð var um ölvun og eru maður og kona í haldi lögreglu vegna þess en þeim verður sleppt þegar þau hafa sofið úr sér. 18.7.2009 09:16
Grillað í öllum görðum í kvöld Stokkseyringar halda bryggjuhátíð í sjötta sinn nú um helgina. Undirtitill hátíðarinnar hefur alltaf verið „brú til brottfluttra“ og hafa brottfluttir alltaf sótt hátíðina vel. 18.7.2009 06:00
Þjóðstjórn rétta leiðin úr kreppu Það er ekki á færi núverandi ríkisstjórnar að byggja upp íslenskt samfélag eftir fjármálahrunið, segir Jón Ólafsson athafnamaður. 18.7.2009 06:00
Telja fórnarlambið aldrei munu ná sér Ungur maður, Jón Kristinn Ásgeirsson, hefur verið ákærður fyrir að valda öðrum manni ævarandi örkumlum með því að aka á hann á Hummer-bifreið í janúar. Jón Kristinn er jafnframt ákærður, ásamt öðrum, fyrir að kveikja í húsi við Kleppsveg í byrjun júní og koma manni sem þar var innandyra í bráða lífshættu. 18.7.2009 06:00
Greina áhrif aðildar Samtök Iðnaðarins hafa hafið ítarlega greiningu á áhrifum aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtaka Iðnaðarins, Íslenskur iðnaður. 18.7.2009 06:00
Rödd skynseminnar sigraði Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, segir rödd skynseminnar hafa sigrað á Alþingi í fyrradag. 18.7.2009 05:30
Ekki stemning fyrir skynsemi „Það er lítil stemning fyrir skynseminni í íslensku samfélagi um þessar mundir,“ segir Borgar Þór Einarsson, ritstjóri Lögmannablaðsins í ritstjóragrein nýjasta heftisins. Greinin ber heitið „Engin stemning fyrir skynseminni“. 18.7.2009 05:00
Eru góðkunnar lögreglunni Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar, voru handteknar í Northampton í Englandi á fimmtudag eftir fjögurra daga alþjóðaleit. Faðir annarrar þeirra hafði hringt í lögregluna á Englandi og sagt að þær væru líklega á þessu svæði. 18.7.2009 05:00
Réðust á öryggisvörð Tveir ungir menn réðust á öryggisvörð í verslun 10-11 í Engihjalla í fyrrinótt. Hann hafði staðið piltana að þjófnaði í búðinni og ætlaði að hindra för þeirra. Þeir brugðust við með því að slá hann í jörðina og sparka í höfuð hans. 18.7.2009 04:30
Ná til kosninga 2006 og 2007 Birta á fjárframlög til stjórnmálaflokka lengra aftur í tímann en lög gera ráð fyrir í dag. Þetta var samþykkt af öllum formönnum stjórnmálaflokkanna. 18.7.2009 03:30
Efnahagsbrotadeild verði færð frá RLS Skynsamlegt er að sameina Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti fjögurra sérstakra saksóknara, að mati Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. „Efnahagsbrotadeildin yrði við það færð frá ríkislögreglustjóra þar sem embætti sérstaks saksóknara er sjálfstætt og ekki hægt að hafa það undir ríkislögreglustjóra." Gert er ráð fyrir því í lögum að ráðherra geti lagt til að sérstakur saksóknari verði sameinaður öðrum lögregluembættum. 18.7.2009 03:00
Hundur getur lesið af blaði Dýraþjálfarinn Lyssa Rosenberg hefur kennt terríer-hundinum sínum Willow að hlýða skriflegum tilskipunum. Til dæmis teygir Willow loppu í loftið þegar hún sér orðið „veifaðu“. Einnig stendur hún upp þegar hún sér það skrifað. 18.7.2009 02:30
Bændur smala Heimaklett „Þetta er eldgömul hefð,“ segir Sigurmundur Einarsson, fjárbóndi með meiru í Vestmannaeyjum, sem ásamt öðrum fjáreigendum smalaði í fyrrakvöld útigöngufé í Heimakletti. 18.7.2009 02:00
Var á vegg í Vilnius stjórnmál Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingar, flutti ræðu á þingi á fimmtudag í umræðu um ESB-ályktun ríkisstjórnarinnar sem þykir óneitanlega mjög lík kafla úr bók Johns C. Maxwell um leiðtogahæfni, The Difference Maker frá 2006. Þessi texti var einnig notaður í Adidas-auglýsingaherferð árið 2006. 18.7.2009 01:45
Hefði kosið eins og varamaðurinn Við upphaf hins sögulega þingfundar á fimmtudag þegar greidd voru atkvæði um aðildarumsókn að Evrópusambandinu upplýsti þingforseti að Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefði tilkynnt forföll og kallað til varamann í sinn stað. 18.7.2009 01:30
Ein í flokki 60 ára kvenna Heilsa Þrettánda Laugavegshlaupið er haldið í dag og leggja 342 keppendur af stað hina 55 km löngu leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur. 18.7.2009 01:30
Endurskipulagning tefst „Það er verið að takast á um ákveðna liði og þetta mun dragast um einhverja daga allavega,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans. Hann segir óljóst hvenær endurfjármögnunarferli Landsbankans muni ljúka og það muni væntanlega dragast eitthvað. 18.7.2009 01:00
Útsölur draga úr verðbólgu Í spá IFS greiningar segir að Seðlabanki Íslands muni ekki ná verðbólgumarkmiði sínu fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. 18.7.2009 00:45
Veikri konu bjargað úr skútu Landhelgisgæslan bjargaði pólskri konu úr skútu við mynni Patreksfjarðar en hún var alvarlega veika. 17.7.2009 21:56
Kjartan Gunnarsson gagnrýndi Þorgerði harðlega Varaformaður Sjálfstæðisflokksins mátti sitja undir gagnrýni á miðstjórnarfundi í dag fyrir að skila auðu í atkvæðagreiðslunni um Evrópusambandið. 17.7.2009 18:39
Ekkert sumarfrí fyrr en Icesave verður klárað Forsætisráðherra stendur fastur á því að Alþingi fari ekki í sumarfrí fyrr en búið sé að afgreiða Icesave samkomulagið. Engin formleg samskipti hafa verið á milli Íslands annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar um mögulega fyrirvara Alþingis á samkomulaginu. 17.7.2009 18:47
Ómanneskjulegt Dyflinarákvæði endurskoðað Hælisleitendur verða ekki sendir rakleitt til þeirra aðildarríkis sem ber ábyrgð á hælisumsókn, samanber Dyflinnarreglugerð, heldur fái þeir viðbótavernd sé ástæða til en þetta er ein af tillögum sem nefnd á verum dómsmálaráðherra komst að. 17.7.2009 17:47
Óeðlileg töf á afgreiðslu aðalskipulags Þjórsárvirkjana Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir ekki eðlilegt hversu langan tíma Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tekur til að staðfesta virkjanir í Þjórsá inn á aðalskipulag hreppsins. 17.7.2009 19:04
Handtakan í Northampton: Grunur um alvarlegt innbrot Íslensku stúlkurnar tvær sem voru handteknar í Northampton í Englandi á miðvikudaginn eru grunaðar um alvarlegt innbrot, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þær voru færðar fyrir rétt í London í dag. 17.7.2009 14:22
Ísland gæti stokkið framfyrir önnur ríki í ESB Stórnmálaskýrandi Associated Press fréttastofunnar í Brussel hefur eftir stjórnarerindreka þar í borg að Ísland kunni að stökkva framfyrir Króatíu sem átti að verða næsta aðildarríki Evrópusambandsins. 17.7.2009 17:31
Pósthússtræti lokað til 10. ágúst Ákveðið var í dag að loka Pósthússtræti alla daga vikunnar fram til 10. ágúst til að veita gangandi vegfarendum betra rými í miðborginni. Pósthússtræti hefur verið lokað vegna blíðviðris í 23 daga í sumar en nýbreytnin felst í því að loka götunni óháð veðri. 17.7.2009 16:56
Brúðkaupum fækkar í kreppunni Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, segir að brúðkaupum hafi fækkað þónokkuð eftir að kreppan skall á. Hann segist hafa rætt við marga kollega sína sem segja sömu sögu. 17.7.2009 16:40
Frumvarp um sérstakan saksóknara fyrir þingið eftir helgi Allsherjarnefnd hefur lokið umfjöllun um breytingar á lögum um sérstakan saksóknara. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar, segist vonast til þess að hún geti mælt fyrir frumvarpinu á næsta þingfundi. 17.7.2009 16:37
Ágúst áfram rektor Landbúnaðarháskólans Tvær umsóknir bárust um embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Menntamálaráðherra hefur að fenginni umsögn háskólaráðs skipað Ágúst Sigurðsson, núverandi rektor, til áframhaldandi starfa fyrir Landbúnaðarháskólann. 17.7.2009 16:05
Sköpunarkraftur ungmenna í Garðabænum Ellefu til tólf ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára, taka þátt í skapandi sumarstarfi á vegum bæjarvinnu Garðabæjar. Tilgangurinn með verkefninu er að ungmennin fái tækifæri til að vinna að skapandi viðfangsefnum og rækta listræna hæfileika sína. 17.7.2009 15:21
ESB umsókn komið á framfæri við Svía Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefur verið komið á framfæri við sænsk stjórnvöld sem fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. 17.7.2009 14:45
Mál Grettisgötuhrotta þingfest Mál hinna svokölluðu Grettisgötuhrotta var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þrír eru ákærðir í málinu; einn fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og tveir fyrir brot gegn lífi og líkama meðal annars. Mennirnir eru allir frá Litháen. 17.7.2009 13:52
Breytingar á fyrirkomulagi héraðsdómstóla Til stendur að fækka héraðsdómum úr átta í einn, samkvæmt nýju frumvarpi sem Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að héraðsdómur muni hins vegar reka skrifstofur víðsvegar um landið. Frumvarpið verður kynnt þingflokkunum bráðlega og væntanlega lagt fyrir þingið eftir það. 17.7.2009 13:25
Fjárframlög til allra stjórnmálaflokka gerð opinber Náðst hefur samkomulag milli allra stjórnmálaflokkanna um að fjárframlög til þeirra fyrir árið 2008 yrðu gerð opinber. Prófkjörsstyrkir til einstakra flokksmanna eru þar á meðal. Málið var rætt á löngum ríkisstjórnarfundi í morgun. 17.7.2009 13:15
Hundrað milljónir til viðbótar fyrir sérstakan saksóknara Hundrað milljónir verða veittar til að styrkja embætti sérstaks saksóknara til viðbótar við það fé sem áður hafði verið ákveðið að veita til embættisins 17.7.2009 13:07
Langur ríkisstjórnarfundur í morgun Ríkisstjórnin fundaði í tvær og hálfar klukkustundir í morgun en það þykir ansi löng fundarseta á þeim bænum. Eins og komið hefur fram, er mikil vinna framundan við að koma á fót endurreisn bankanna. Það verður þó að gerast sem allra fyrst til að styrkja stoðum undir framþróun efnahagslífsins. 17.7.2009 12:30
Íslenskar stúlkur handteknar í Englandi Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar voru handteknar í Northampton í Englandi á miðvikudag eftir að leitað hafði verið að þeim í fjóra daga. Faðir annarrar stúlkunnar hafði haft samband við lögregluna og óskað þess að þeirra væri leitað og lýst yfir áhyggjum sínum af öryggi þeirra. 17.7.2009 11:55
Ökklabrotnaði í Esjunni Menn á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út fyrir stundu vegna manns sem ökklabrotnaði á toppi Esjunnar. Beiðni um aðstoð barst Neyðarlínunni sem kallaði út liðsmenn björgunarsveita. 17.7.2009 10:58
Öll skemmdarverkin óupplýst Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að öll sex málin þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á híbýlum útrásrarvíkinga séu enn óupplýst. „Samkvæmt minni bestu vitneskju eru þessi mál en óupplýst,“ segir Geir Jón. 17.7.2009 10:01
Málningu slett á hús Bjarna Ármanns Málningu var skvett á hús Bjarna Ármannssonar á Seltjarnarnesi í nótt. Einnig var málningu skvett á dúkkuhús barna Bjarna en samkvæmt yfirlýsingu aðgerðasinna var það ekki viljaverk. 17.7.2009 09:23
Ók ölvaður út úr Norrænu Ökumaður var tekinn úr umferð á Seyðisfirði í gær þegar hann var að aka bíl sínum út úr Norrænu og laganna verðir fundu kaupstaðarlyktina leggja af honum. 17.7.2009 08:19
Lundalaus þjóðhátíð Lundaveiðitímabilið í Vestmannaeyjum verður aðeins fimm dagar í ár, sem er hið stysta í sögunni. Það hafur jafnan staðið í einn og hálfan mánuð, en vegna þess hve fækkað hefur í stofninum síðustu árin hefur tímabilið verið stytt. 17.7.2009 08:17
Mikið um ölvun í nótt Óvenjufjölmennt var í miðborg Reykjavíkur í nótt og nokkuð um drykkjulæti. Þá var sumstaðar háreysti í heimahúsum, þar sem lögregla þurfti að skerast í leikinn, en þó þurfti ekki að handtaka neinn. 17.7.2009 07:10
Kannabisræktun á Selfossi Lögreglan á Selfossi upprætti kannabisræktun í bílskúr þar í bæ í nótt og handtók tvo menn á staðnum. 17.7.2009 07:07