Innlent

Aldrei verið vesen að selja þetta

Gert er út frá Hvalfirði. Um 100 manns vinna þar á tveimur skipum, Hval 8 og Hval 9. Kristján veit ekki hvort allur kvótinn verður nýttur. „Það fer eftir veðri, vindum og veiði.“
Gert er út frá Hvalfirði. Um 100 manns vinna þar á tveimur skipum, Hval 8 og Hval 9. Kristján veit ekki hvort allur kvótinn verður nýttur. „Það fer eftir veðri, vindum og veiði.“
Búið er að veiða 45 langreyðar af 150 dýra kvótanum sem gefinn var út síðasta vetur. 41 dýr er komið í land og fjögur voru á leið í land í gær, þegar náðist tal af Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf.

En eruð þið búin að selja þetta út til Japans? „Auðvitað erum við búin að losa okkur við þetta, það er ekki vesen og hefur aldrei verið vesen," segir Kristján.

Ekki segist hann vita hvort þau muni klára langreyðakvótann fyrir veturinn. „Það fer eftir veðri, vindum og veiði," segir Kristján. Kvótann er hægt að flytja á milli ára, að sögn Kristjáns. Ef veidd eru 120 dýr er hægt að veiða 180 dýr á næsta ári, svo dæmi sé tekið.

Gert er út frá Hvalfirði og vinna nálega 100 manns þar við veiði og flensun á hvölunum. Tvö skip eru á veiðum, Hvalur 8 og Hvalur 9. - vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×