Innlent

Stefnt á þinghlé í næstu viku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir vonast til að hægt sé að ljúka þingstörfum eftir helgi. Mynd/ GVA.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir vonast til að hægt sé að ljúka þingstörfum eftir helgi. Mynd/ GVA.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vonast til að hægt verði að gera hlé á þingstöfum eftir helgi. Hún segist þó ekki geta nefnt nákvæma dagsetnngu í þeim efnum.

Ásta segir að samkomulag hafi náðst við formenn þingflokkana um að ESB þingsályktunartillagan komi til umræðu á fimmtudaginn. Ákveðið hafi verið að hafa nefndardag á morgun til þess að meira ráðrúm fengist til að fara yfir Icesave málið í nefnd. Þá þurfi jafnframt gott ráðrúm til að fara yfir önnur mál sem lúti að efnahagsmálum, sérstökum saksóknara og gjaldeyrismálum. En þau mál þurfi að afgreiða fyrir lok sumarþingsins.

Ásta segir að það sé í höndum formanns fjárlaganefndar hvenær takist að klára Icesave málið í þinginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×