Fleiri fréttir

Nóg að gera á Írskum dögum hjá lögreglunni

Lögreglan á Akranesi sinnti 170 verkefnum á svonefndum Írskum dögum þar í bæ um helgina. Samkvæmt samantekt lögreglunnar er vitað um tíu líkamsárásir, þar af tvær mjög alvarlegar.

Björgólfar vilja að Kaupþing afskrifi þrjá milljarða

Björgólfur Guðmundsson og Björg­ólfur Thor Björgólfsson hafa gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir feðgar vilja borga 500 milljónir af skuld sinni á þessu ári. Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa eignarhaldsfélags þeirra, Samsonar, á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2003.

Ætlar að hlaupa sjötíu kílómetra á dag

Gunnlaugur Júlíusson, sem þessa dagana hleypur frá Reykjavík til Akureyrar, hóf annan dag hlaupsins snemma í gær­morgun. Hélt Gunnlaugur af stað frá Borgar­nesi og var ætlunin að ná eins langt upp á Holtavörðuheiði og unnt væri. Gunnlaugur áætlar að hlaupa að jafnaði um sjötíu kílómetra á dag.

Segja þóknun til MP 25 milljónum of háa

Reykjavíkurborg samdi við MP banka um að borga fyrirtækinu 42,5 milljónir króna fyrir umsjón með fimm milljarða króna lántöku borgarinnar hjá lífeyrissjóðum þrátt fyrir að fyrir­tækið Virðing hafi boðist til að vinna verkið fyrir aðeins 17,5 milljónir. Þetta fullyrða fulltrúar minnihlutans í borgarráði.

Safnaðar skuldir sem vinna á upp

Tíu af tólf stofnunum sem standa illa, samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar, heyra undir menntamálaráðuneytið. Laga þarf vandann strax samkvæmt skýrslunni. Landbúnaðar­háskóli Íslands (LBHÍ) er í verstri stöðu og er gert ráð fyrir 265 milljóna króna uppsöfnuðum halla í árslok, eða um 47,7 prósent af fjárheimild.

Þvert yfir landið á fjórhjóli

Jón Gunnar Benjamínsson ætlar að ferðast þvert yfir landið á fjórhjóli á næstunni. Jón Gunnar er lamaður fyrir neðan mitti og vill vekja athygli á því að fatlað fólk í hjólastólum hefur sama áhuga á ferðalögum og útivist og aðrir. Þá vill hann kanna aðgengi fatlaðra á ferðamannastöðum á hálendinu. Einnig verður áheitum safnað í tengslum við leiðangurinn til þess að safna fé til að bæta aðgengi fatlaðra í Landmannalaugum.

Ríkið styrkir endurgreiðslur

Forsætisráðuneytið hefur fallist á að leggja til 90 prósent af þeirri upphæð sem þarf að greiða vegna skila á byggingarlóðum í Hveragerði í kjölfar stóra jarðskjálftans í fyrravor.

Starfsmenn SPRON eru utan kerfisins

Þeir rúmlega 100 starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti sem ekki fengu greidd laun 1. júlí síðastliðinn eiga hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa.

Lönduðu 174 tonnum af laxi

Veiði Met var slegið í laxveiði sumarið 2008 í íslenskum ám. Alls veiddust 84.124 laxar á stöng en af þeim var 17.178 sleppt aftur. Alls var þyngd landaðra laxa í stangveiði 174 tonn. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 60.980 voru smálaxar og 5.966 stórlaxar. Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 4.264 stórlaxar.

Slökkvilið kvíðir umferðarþunga að HR

Umferð um Bústaðaveg mun aukast töluvert þegar Háskólinn í Reykjavík tekur til starfa í Vatnsmýrinni. Um 2.500 nemendur og kennarar flytjast yfir í nýja húsnæðið um áramótin. Reynt verður að bjóða út Hlíðar­fótinn, veginn frá Hringbraut að Hótel Loftleiðum, sem fyrst til að vinna bug á vandamálinu.

Gjaldeyrisbrask gert refsivert

Ólögleg viðskipti með gjaldeyri verða refsiverð innan skamms, samkvæmt frumvarpi sem viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar. Þegar gjaldeyrislögum var breytt eftir bankahrunið síðasta haust fórst fyrir að gera gjaldeyrisbrask refsivert, og er talið að nokkuð hafi verið um að óprúttnir aðilar hafi nýtt sér það.

Slapp með minniháttar meiðsli

Kona á þrítugsaldri sem ók Toyota Yaris fram á flutningabíl í Hvalfjarðargöngum slapp með skrámur. Klippa þurfti konuna út úr bílnum en mikið mildi þykir að ekki fór verr að sögn vakthafandi læknis á slysadeild.

Vikuleiga fyrir hálfa milljón

Þótt Ísland sé víða kynnt sem ódýrt ferðamannaland í efnahagskreppunni kostar það sitt. Til dæmis duga ráðstöfunartekjur venjulegra heimila í heilan mánuð varla til að leigja eins og einn skóda í viku til að fara hringinn. Vilji menn spreða, má leigja sér vikuafnot af Land Rover fyrir röska hálfa milljón.

FME skoðar birtingu DV á lánabók Kaupþings

Fjármálaeftirlitið hefur birtingu DV á upplýsingum úr lánabók Kaupþings til skoðunar. Þetta staðfestir Gunnar Andersen, forstjóri stofnunarinnar, sem sagðist að öðru leyti ekki vilja tjá sig um einstök mál.

Tíu líkamsárásir á Akranesi um helgina

Tíu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á Akranesi um helgina, þegar Írskir dagar fóru þar fram. Tvær af árásunum teljast alvarlegar. Í öðru tilfellinu gengu þrír menn í skrokk á einum og köstuðu honum svo niður stiga. Í hinu tilfellinu var maður barinn í höfuðið með flösku. Í báðum tilfellum er vitað hverjir voru að verki og eru málin í rannsókn.

Heppilegt að borgin kaupi Egilshöll

„Við teljum jafnvel að það borgi sig að kaupa Egilshöll heldur en að leigja hana,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Hann fullyrðir að langbest sé fyrir borgina að hún eigi húsnæði og reki fasteignafélag um reksturinn í stað þess að leigja það af einkaaðilum.

Enn sofandi í öndunarvél

Maðurinn sem komst lífs af í flugslysi nálægt Vopnafirði 2. júlí er enn haldið sofandi í öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu er ástand mannsins stöðugt.

Hollensk stjórnvöld munu styðja málsókn innistæðueigenda

„Það verður dómsmál út af neyðarlögunum og hollensk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni bakka upp slík málaferli af hálfu þarlendra innistæðueigenda," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að þetta hafi komið fram á fundi fjárlaganefndar í morgun

„Þetta er vonandi sjokk fyrir þjóðina“

Starfskona hjá Stígamótum vonar að ný rannsókn sem sýnir að tæplega fjórðungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu ofbeldi af hálfu sambýlismanns veki þjóðina til umhugsunar.

Hvalfjarðargöngum lokað eftir slys

Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað vegna slyss við norðanmunna gangnanna. Ekkert er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu. Að sögn lögreglunnar á Akranesi er einn slasaður, þó ekki sé vitað meira um ástand viðkomandi. Sjúkrabílar hafa verið sendir af stað frá Akranesi, að því er upplýsingar frá Speli, rekstraraðila gangnanna, herma.

Fjárlaganefnd fundar með Indefence á morgun

Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að funda á morgun með Indefence hópnum og fleiri aðilum sem hafa verið gagnrýnir á Icesave samninginn. „Við ætlum að leggja okkur eftir því að fá inn ólík sjónarmið í umræðuna og fá þau inn strax," segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu.

Leki kom að bát í Skagafirði

Allar björgunarsveitir í nágrenni við Sauðárkrók voru kallaðar út eftir hádegi þegar leki kom að bát sem staddur var um 2,5 sjómílum frá Drangey í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er búið að koma manninum sem var um borð í bátnum til aðstoðar og er hann því ekki í hættu. Báturinn er kominn í tog. Frekari upplýsingar fengust ekki um málið.

Hinir hækka: Olís varð af háum fjárhæðum

Nú hafa Olís, ÓB og Atlantsolía hækkað verðið á bensínlítranum hjá sér um níu krónur. Shell reið á vaðið fyrir helgi og N1 fylgdi í kjölfarið í morgun með níu króna hækkun líkt og Vísir greindi frá. Hækkunina má rekja til þess að vörugjöld á alla nýja bensínfarma voru hækkuð í maí og kemur hún til framkvæmda nú þegar birgðir fyrirtækjanna eru á þrotum.

Skuldastaða heimilanna er ógnvænleg

Skuldastaða heimilanna er ógnvænleg og fer versnandi, segja Hagsmunasamtök heimilanna og krefjast þess að ríkisstjórnin láti útbúa hagspá heimilanna sem nái yfir sama tímabil og endurreisn ríkissjóðs.

Obama og Medvedev funda um fækkun kjarnorkuvopna

Búist er við að Barack Obama muni ná samningum við Rússa um fækkun kjarnorkuvopna á fundi með Dmitry Medvedev forseta Rússlands í dag. Barack Obama kom til Moskvu í morgun í sína fyrstu heimsókn til Rússlands.

Fjórða hver kona beitt líkamlegu eða andlegu ofbeldi

Tæplega fjórðungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu ofbeldi af hálfu sambýlismanns samkvæmt nýrri rannsókn. Tæplega 3000 konur tóku þátt í rannsókninni.

Ferðamönnum bent á ódýra hamfarasvæðið Ísland

Eftir að sumra tók á norðurhveli jarðar hefur fjöldi erlendra fjölmiðla mært Ísland sem hagstæðan sumarleyfisstað. Ástæðan er auðvitað efnahagsþrengingar landsins, sem meðal annars hafa ollið hruni íslensku krónunnar.

Karen Lind er fundin

Karen Lind Sigurpálsdóttir, stúlkan sem saknað hefur verið frá því á fimmtudag, er fundin, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Lamdi barnsmóður sína í augsýn barnanna

Maður var í dag dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir héraðsdómi Suðurlands, auk 300 þúsund króna skaðabótagreiðslu til barnsmóður sinnar fyrir líkamsárás, hótanir og brot gegn valdstjórninni.

Sýknuð af ákæru um að falsa lyfseðil

Sunnlensk kona á fertugsaldri hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands af ákæru um að hafa framvísað fölsuðum lyfseðli í verslun Lyf og Heilsu í Kringlunni í apríl í fyrra í því skyni að fá afhent svefnlyf.

Ólafur Ragnar heimsækir Litháa

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú taka þátt í hátíðarhöldum í Litháen í dag í tilefni þess að 1000 ár eru frá upphafi þjóðarinnar, eins og segir í tilkynningu frá forsetanum.

Jöklar á bakvið jarðskjálftavirki á Íslandi

Ný rannsókn á vegum vísindamanna við Jarðfræðideildaháskólans í Uppsölum í Svíþjóð sýnir að fylgni er á milli jarðskjálftavirkni og þróunar jökla á Íslandi. Eftir því sem jöklarnir hopa eykst jarðskjálftavirknin.

Bensínskatturinn skellur á af fullum þunga

Tíu króna bensínskattur stjórnvalda, sem tók gildi í maí lok, er nú að skella á af fullum þunga, en olíufélögin urðu á sínum tíma að draga hækkanir sínar til baka þar sem skatturinn átti að leggjast á bensín sem flutt yrði til landsins eftir gildistökuna.

Innbrot á Akureyri

Brotist var inn í mannlausa íbúð á Akureyri í gærkvöldi og þaðan meðal annars stolið DVD-tæki og tölvuprentara.

Verulegar tafir á ferðum Herjólfs

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fór ekki kvöldferðina frá Vestmannaeyjum fyrr en laust fyrir klukkan þrjú í nótt og kom til Þorlákshafnar um klukkan sex í morgun.

Reykskynjari bjargaði málunum

Tvær manneskjur sluppu ómeiddar þegar eldur kviknaði í sumarbústað í landi Efri-Reykja í Laugardal í Bláskógabyggð um þrjúleytið í nótt.

Maður féll ofan af húsþaki

Karlmaður slasaðist og missti meðvitund þegar hann féll nokkra metra ofan af húsþaki á Barðaströnd, skammt vestan við Brjánslæk, í gærkvöldi.

Forseti þarf að synja til að vera sjálfum sér samkvæmur

Meginrök forseta Íslands fyrir að synja fjölmiðlalögum staðfestingar fyrir fimm árum voru þau að gjá hefði myndast milli þingvilja og þjóðarvilja. Skoðanakönnun um Icesave-samninginn sýnir að stór gjá hefur einnig myndast milli forystu ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar í því heita deilumáli.

Hvar er Karen?

Leit stendur enn yfir að þrettán ára stúlku, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær, en hennar hefur verið saknað frá því á fimmtudagskvöld. Stúlkan heitir Karen Lind Sigurpálsdóttir.

Lofsöng Landsbankann og Icesave rúmu hálfu ári fyrir hrun

Davíð Oddsson er tvísaga um viðvaranir sínar um erlenda innstæðureikninga íslensku bankanna. Í Morgunblaðinu í dag segist hann ítrekað hafa sagt bankastjórum Landsbankans í fyrra að þeir gætu ekki endalaust safnað peningum erlendis með ríkisábyrgð. Í viðtali við breskan fréttamann á sama tíma lofsöng hann hins vegar Landsbankann og sparnaðarreikningana.

Hleypur milli Reykjavíkur og Akureyrar

Gunnlaugur Júlíusson langhlaupari lagði í morgun upp í hlaup milli Reykjavíkur og Akureyrar og áformar að vera sex daga á leiðinni. Tilgangurinn er að safna fé til styrktar Grensásdeild Landspítalans.

Sjá næstu 50 fréttir