Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:16 Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar greiddi ekki atkvæði í lokaatkvæðagreiðslunni um veiðigjaldafrumvarpið. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær. Þetta kemur fram í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Í niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar frá því í gær kemur nafn Höllu Hrundar hvergi fram. Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi greiddi aftur á móti atkvæði gegn frumvarpinu, og má af því ráða að hann hafi tekið sæti hennar á þinginu. Í færslunni segist Halla hafa skýrt skoðun sína á málinu á þingi, á fundum og í fjölmiðlum. „Sú skoðun er í anda þess sem ég hef lengi talað fyrir í orkumálunum: Það er eðlilegt að nýting takmarkaðra náttúruauðlinda færi þjóðinni arð og hann á að aukast. Þess vegna styð ég markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Það er mikilvægt, og rétt áhersla sem ber að fagna.“ segir í færslunni. Hún segir megináhersluna í rýni sinni á frumvarpið að útfærsla á aukinni gjaldtöku þurfi að haldast í hendur við byggðir og samkeppnishæfa atvinnugrein. „Við þekkjum öll söguna um áhrif fyrri lagabreytinga á byggðir landsins, þróun sem skildi eftir sig sár á sál þjóðarinnar. Þess vegna er sjálfsagt að ný kynslóð stjórnmálamanna kalli eftir skýru mati á áhrifum lagabreytinga á byggðir landsins áður en þær eru samþykktar.“ Hún segist vona að næst ljúki þingstörfum með meiri sátt milli þingflokkanna. „Betri bragur er á slíku en þeirri stigvaxandi átakapólitík sem nú ræður ríkjum sem er óviðunandi og þingi ekki sæmandi, sama hvaða flokki fólk tilheyrir. Við þurfum líka að gæta þess að halda skynsamlegu tungutaki því það þjónar hvorki okkur né öðrum að líkja stöðu Íslands, friðsamasta ríki heims í alþjóðlegum samanburði, við stríðsástand eða að lýðræðinu sé ógnað,“ segir í færslunni en slík orðræða var áberandi hjá stjórnarflokkunum í síðustu viku. „Að mínu mati er samtal og samvinna mikilvægasta aflið sem við þurfum að virkja. Sjáum ekki óvini í hverju horni. Veljum aðra leið. Horfum heldur til samvinnupólitíkur Norðurlandanna þar sem undirbúningur mála er lengri með aðkomu ólíkra flokka og ræðutími í þinginu því styttri,“ segir hún jafnframt í færslunni, sem lesa má í heild sinni á Facebooksíðu Höllu Hrundar. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Í niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar frá því í gær kemur nafn Höllu Hrundar hvergi fram. Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi greiddi aftur á móti atkvæði gegn frumvarpinu, og má af því ráða að hann hafi tekið sæti hennar á þinginu. Í færslunni segist Halla hafa skýrt skoðun sína á málinu á þingi, á fundum og í fjölmiðlum. „Sú skoðun er í anda þess sem ég hef lengi talað fyrir í orkumálunum: Það er eðlilegt að nýting takmarkaðra náttúruauðlinda færi þjóðinni arð og hann á að aukast. Þess vegna styð ég markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Það er mikilvægt, og rétt áhersla sem ber að fagna.“ segir í færslunni. Hún segir megináhersluna í rýni sinni á frumvarpið að útfærsla á aukinni gjaldtöku þurfi að haldast í hendur við byggðir og samkeppnishæfa atvinnugrein. „Við þekkjum öll söguna um áhrif fyrri lagabreytinga á byggðir landsins, þróun sem skildi eftir sig sár á sál þjóðarinnar. Þess vegna er sjálfsagt að ný kynslóð stjórnmálamanna kalli eftir skýru mati á áhrifum lagabreytinga á byggðir landsins áður en þær eru samþykktar.“ Hún segist vona að næst ljúki þingstörfum með meiri sátt milli þingflokkanna. „Betri bragur er á slíku en þeirri stigvaxandi átakapólitík sem nú ræður ríkjum sem er óviðunandi og þingi ekki sæmandi, sama hvaða flokki fólk tilheyrir. Við þurfum líka að gæta þess að halda skynsamlegu tungutaki því það þjónar hvorki okkur né öðrum að líkja stöðu Íslands, friðsamasta ríki heims í alþjóðlegum samanburði, við stríðsástand eða að lýðræðinu sé ógnað,“ segir í færslunni en slík orðræða var áberandi hjá stjórnarflokkunum í síðustu viku. „Að mínu mati er samtal og samvinna mikilvægasta aflið sem við þurfum að virkja. Sjáum ekki óvini í hverju horni. Veljum aðra leið. Horfum heldur til samvinnupólitíkur Norðurlandanna þar sem undirbúningur mála er lengri með aðkomu ólíkra flokka og ræðutími í þinginu því styttri,“ segir hún jafnframt í færslunni, sem lesa má í heild sinni á Facebooksíðu Höllu Hrundar.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira