Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:16 Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar greiddi ekki atkvæði í lokaatkvæðagreiðslunni um veiðigjaldafrumvarpið. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær. Þetta kemur fram í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Í niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar frá því í gær kemur nafn Höllu Hrundar hvergi fram. Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi greiddi aftur á móti atkvæði gegn frumvarpinu, og má af því ráða að hann hafi tekið sæti hennar á þinginu. Í færslunni segist Halla hafa skýrt skoðun sína á málinu á þingi, á fundum og í fjölmiðlum. „Sú skoðun er í anda þess sem ég hef lengi talað fyrir í orkumálunum: Það er eðlilegt að nýting takmarkaðra náttúruauðlinda færi þjóðinni arð og hann á að aukast. Þess vegna styð ég markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Það er mikilvægt, og rétt áhersla sem ber að fagna.“ segir í færslunni. Hún segir megináhersluna í rýni sinni á frumvarpið að útfærsla á aukinni gjaldtöku þurfi að haldast í hendur við byggðir og samkeppnishæfa atvinnugrein. „Við þekkjum öll söguna um áhrif fyrri lagabreytinga á byggðir landsins, þróun sem skildi eftir sig sár á sál þjóðarinnar. Þess vegna er sjálfsagt að ný kynslóð stjórnmálamanna kalli eftir skýru mati á áhrifum lagabreytinga á byggðir landsins áður en þær eru samþykktar.“ Hún segist vona að næst ljúki þingstörfum með meiri sátt milli þingflokkanna. „Betri bragur er á slíku en þeirri stigvaxandi átakapólitík sem nú ræður ríkjum sem er óviðunandi og þingi ekki sæmandi, sama hvaða flokki fólk tilheyrir. Við þurfum líka að gæta þess að halda skynsamlegu tungutaki því það þjónar hvorki okkur né öðrum að líkja stöðu Íslands, friðsamasta ríki heims í alþjóðlegum samanburði, við stríðsástand eða að lýðræðinu sé ógnað,“ segir í færslunni en slík orðræða var áberandi hjá stjórnarflokkunum í síðustu viku. „Að mínu mati er samtal og samvinna mikilvægasta aflið sem við þurfum að virkja. Sjáum ekki óvini í hverju horni. Veljum aðra leið. Horfum heldur til samvinnupólitíkur Norðurlandanna þar sem undirbúningur mála er lengri með aðkomu ólíkra flokka og ræðutími í þinginu því styttri,“ segir hún jafnframt í færslunni, sem lesa má í heild sinni á Facebooksíðu Höllu Hrundar. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Í niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar frá því í gær kemur nafn Höllu Hrundar hvergi fram. Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi greiddi aftur á móti atkvæði gegn frumvarpinu, og má af því ráða að hann hafi tekið sæti hennar á þinginu. Í færslunni segist Halla hafa skýrt skoðun sína á málinu á þingi, á fundum og í fjölmiðlum. „Sú skoðun er í anda þess sem ég hef lengi talað fyrir í orkumálunum: Það er eðlilegt að nýting takmarkaðra náttúruauðlinda færi þjóðinni arð og hann á að aukast. Þess vegna styð ég markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Það er mikilvægt, og rétt áhersla sem ber að fagna.“ segir í færslunni. Hún segir megináhersluna í rýni sinni á frumvarpið að útfærsla á aukinni gjaldtöku þurfi að haldast í hendur við byggðir og samkeppnishæfa atvinnugrein. „Við þekkjum öll söguna um áhrif fyrri lagabreytinga á byggðir landsins, þróun sem skildi eftir sig sár á sál þjóðarinnar. Þess vegna er sjálfsagt að ný kynslóð stjórnmálamanna kalli eftir skýru mati á áhrifum lagabreytinga á byggðir landsins áður en þær eru samþykktar.“ Hún segist vona að næst ljúki þingstörfum með meiri sátt milli þingflokkanna. „Betri bragur er á slíku en þeirri stigvaxandi átakapólitík sem nú ræður ríkjum sem er óviðunandi og þingi ekki sæmandi, sama hvaða flokki fólk tilheyrir. Við þurfum líka að gæta þess að halda skynsamlegu tungutaki því það þjónar hvorki okkur né öðrum að líkja stöðu Íslands, friðsamasta ríki heims í alþjóðlegum samanburði, við stríðsástand eða að lýðræðinu sé ógnað,“ segir í færslunni en slík orðræða var áberandi hjá stjórnarflokkunum í síðustu viku. „Að mínu mati er samtal og samvinna mikilvægasta aflið sem við þurfum að virkja. Sjáum ekki óvini í hverju horni. Veljum aðra leið. Horfum heldur til samvinnupólitíkur Norðurlandanna þar sem undirbúningur mála er lengri með aðkomu ólíkra flokka og ræðutími í þinginu því styttri,“ segir hún jafnframt í færslunni, sem lesa má í heild sinni á Facebooksíðu Höllu Hrundar.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira