Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:16 Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar greiddi ekki atkvæði í lokaatkvæðagreiðslunni um veiðigjaldafrumvarpið. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær. Þetta kemur fram í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Í niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar frá því í gær kemur nafn Höllu Hrundar hvergi fram. Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi greiddi aftur á móti atkvæði gegn frumvarpinu, og má af því ráða að hann hafi tekið sæti hennar á þinginu. Í færslunni segist Halla hafa skýrt skoðun sína á málinu á þingi, á fundum og í fjölmiðlum. „Sú skoðun er í anda þess sem ég hef lengi talað fyrir í orkumálunum: Það er eðlilegt að nýting takmarkaðra náttúruauðlinda færi þjóðinni arð og hann á að aukast. Þess vegna styð ég markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Það er mikilvægt, og rétt áhersla sem ber að fagna.“ segir í færslunni. Hún segir megináhersluna í rýni sinni á frumvarpið að útfærsla á aukinni gjaldtöku þurfi að haldast í hendur við byggðir og samkeppnishæfa atvinnugrein. „Við þekkjum öll söguna um áhrif fyrri lagabreytinga á byggðir landsins, þróun sem skildi eftir sig sár á sál þjóðarinnar. Þess vegna er sjálfsagt að ný kynslóð stjórnmálamanna kalli eftir skýru mati á áhrifum lagabreytinga á byggðir landsins áður en þær eru samþykktar.“ Hún segist vona að næst ljúki þingstörfum með meiri sátt milli þingflokkanna. „Betri bragur er á slíku en þeirri stigvaxandi átakapólitík sem nú ræður ríkjum sem er óviðunandi og þingi ekki sæmandi, sama hvaða flokki fólk tilheyrir. Við þurfum líka að gæta þess að halda skynsamlegu tungutaki því það þjónar hvorki okkur né öðrum að líkja stöðu Íslands, friðsamasta ríki heims í alþjóðlegum samanburði, við stríðsástand eða að lýðræðinu sé ógnað,“ segir í færslunni en slík orðræða var áberandi hjá stjórnarflokkunum í síðustu viku. „Að mínu mati er samtal og samvinna mikilvægasta aflið sem við þurfum að virkja. Sjáum ekki óvini í hverju horni. Veljum aðra leið. Horfum heldur til samvinnupólitíkur Norðurlandanna þar sem undirbúningur mála er lengri með aðkomu ólíkra flokka og ræðutími í þinginu því styttri,“ segir hún jafnframt í færslunni, sem lesa má í heild sinni á Facebooksíðu Höllu Hrundar. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Í niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar frá því í gær kemur nafn Höllu Hrundar hvergi fram. Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi greiddi aftur á móti atkvæði gegn frumvarpinu, og má af því ráða að hann hafi tekið sæti hennar á þinginu. Í færslunni segist Halla hafa skýrt skoðun sína á málinu á þingi, á fundum og í fjölmiðlum. „Sú skoðun er í anda þess sem ég hef lengi talað fyrir í orkumálunum: Það er eðlilegt að nýting takmarkaðra náttúruauðlinda færi þjóðinni arð og hann á að aukast. Þess vegna styð ég markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Það er mikilvægt, og rétt áhersla sem ber að fagna.“ segir í færslunni. Hún segir megináhersluna í rýni sinni á frumvarpið að útfærsla á aukinni gjaldtöku þurfi að haldast í hendur við byggðir og samkeppnishæfa atvinnugrein. „Við þekkjum öll söguna um áhrif fyrri lagabreytinga á byggðir landsins, þróun sem skildi eftir sig sár á sál þjóðarinnar. Þess vegna er sjálfsagt að ný kynslóð stjórnmálamanna kalli eftir skýru mati á áhrifum lagabreytinga á byggðir landsins áður en þær eru samþykktar.“ Hún segist vona að næst ljúki þingstörfum með meiri sátt milli þingflokkanna. „Betri bragur er á slíku en þeirri stigvaxandi átakapólitík sem nú ræður ríkjum sem er óviðunandi og þingi ekki sæmandi, sama hvaða flokki fólk tilheyrir. Við þurfum líka að gæta þess að halda skynsamlegu tungutaki því það þjónar hvorki okkur né öðrum að líkja stöðu Íslands, friðsamasta ríki heims í alþjóðlegum samanburði, við stríðsástand eða að lýðræðinu sé ógnað,“ segir í færslunni en slík orðræða var áberandi hjá stjórnarflokkunum í síðustu viku. „Að mínu mati er samtal og samvinna mikilvægasta aflið sem við þurfum að virkja. Sjáum ekki óvini í hverju horni. Veljum aðra leið. Horfum heldur til samvinnupólitíkur Norðurlandanna þar sem undirbúningur mála er lengri með aðkomu ólíkra flokka og ræðutími í þinginu því styttri,“ segir hún jafnframt í færslunni, sem lesa má í heild sinni á Facebooksíðu Höllu Hrundar.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira