Innlent

Vinnuvél festist undir Höfðabakkabrú

Tafir eru á umferð á Vesturlandsvegi til austurs undir Höfðabakkabrú. Þar er nú föst vinnuvél undir brúnni og gert er ráð fyrir að tafir á umferð verði á meðan unnið er að því að ná vinnuvélinni undan brúnni enda eru ekki allar akreinar opnar. Ökumenn eru beðnir um að sýna aðgæslu og tillitsemi á meðan þessu stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×