Innlent

Starfsgreinasambandið og Launanefndin skrifa undir

Frá öðrum samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins.
Frá öðrum samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins.
Í kvöld var skrifað undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins fyrir hönr aðildarfélagan. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Starfsgreinasambandinu var megináhersla lögð á að hækka launataxta sem eru undir 180.000 kr. og kemur sú hækkun í þremur áföngum.

Gildistími samningsins er frá 1. júlí 2009 - 30. nóvember 2010. Ný launatafla tekur gildi frá 1. júlí 2009.Félagsmönnum verður sendur kynningarbæklingur á næstunni og er stefnt að því að atkvæðagreiðslu um samkomulagið ljúki ekki seinna en 14 ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×