Innlent

Forseti Íslands ræddi hugsanlega ESB aðildarumsókn við forseta Litháens

Forsetinn hitti Grybauskaitë nýkjörinn forseta. Litháens. Mynd/ forsetaembættið.
Forsetinn hitti Grybauskaitë nýkjörinn forseta. Litháens. Mynd/ forsetaembættið.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í morgun, þriðjudaginn 7. júlí, fundi með Valdas Adamkus forseta Litháens og nýkjörnum forseta landsins, frú Dalia Grybauskaitë sem tekur við embætti næstkomandi sunnudag.

Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að á fundi forseta með Adamkus hafi verið rætt um samvinnu ríkjanna tveggja og tengsl Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þá hafi forsetarnir rætt um áhrif hinnar alþjóðlegu kreppu á efnahagslíf landanna og hvernig brugðist hefði verið við henni með margvíslegum aðgerðum bæði í Litháen og á Íslandi. „Adamkus forseti lýsti áhuga sínum á því að fylgjast með umræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu og fjallaði í nokkru um reynslu Litháa á þeim vettvangi. Forseti Íslands taldi mikilvægt að Íslendingar gætu notið góðs af reynslu Adamkus í þeim efnum í forsetatíð hans, en hann hefur sótt alla leiðtogafundi Evrópusambandsins. Þáði hann boð forseta Íslands um að koma á næstu misserum í heimsókn til Íslands og flytja opinberan fyrirlestur í boði forseta," segir í tilkynningunni.

Á fundi forseta Íslands með Dalia Grybauskaitë, nýkjörnum forseta Litháens, var einnig vikið að hugsanlegri umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, en Grybauskaitë gegndi um árabil forystustörfum á vettvangi sambandsins sem einn af framkvæmdastjórum þess. Í tilkynningunni kemur fram að Grybauskaitë þekkti vel til íslenskra hagsmuna og sýndi ríkan skilning á málstað Íslendinga.

Á báðum fundunum óskaði forseti Íslands Litháum til hamingju með hina glæsilegu þjóðhátíð sem fram fór í gær í tilefni af því að þúsund ár

eru frá upphafi þjóðarsögu þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×