Innlent

Orð stendur gegn orði um málaferli Hollendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höskuldur Þórhallsson hafnar því að hafa farið með rangt mál. Mynd/ Anton.
Höskuldur Þórhallsson hafnar því að hafa farið með rangt mál. Mynd/ Anton.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafnar því alfarið að hafa farið með rangt mál þegar að hann skýrði frá því í gær að á fundi fjárlaganefndar Alþingis hefðu verið ræddar upplýsingar um að hollensk stjórnvöld myndu styðja við málaferli hollenskra innistæðueigenda. Eftir að Höskuldur sagði þetta sendi Indriði Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fulltrúi í samninganefndinni, frá sér yfirlýsingu um að þessar fullyrðingar væru rangar.

„Þetta kom skýrt fram á fundi fjárlaganefndar um morguninn. Það var tekið sérstaklega fram á fundi með skilanefnd og slitastjórn Landsbankans að það yrðu málaferli í uppsiglingu. Auk þess sem það kom fram á fundi með samninganefndinni þar sem voru ræddar fullyrðingar Icesave innistæðueigenda í Hollandi. Þannig að ég hafna því alfarið að hafa farið með rangt mál," segir Höskuldur.

Fréttastofa reyndi í morgun að ná tali af Guðbjarti Hannessyni, formanni fjárlaganefndar, en án árangurs.




Tengdar fréttir

Hollensk stjórnvöld munu styðja málsókn innistæðueigenda

„Það verður dómsmál út af neyðarlögunum og hollensk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni bakka upp slík málaferli af hálfu þarlendra innistæðueigenda," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að þetta hafi komið fram á fundi fjárlaganefndar í morgun

Segir ekki rétt að hollensk stjórnvöld styðji málsókn

Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fulltrúi í samninganefnd Icesave segir það ekki rétt sem haft var eftir Höskuldi Þórhallssyni þingmanni Framsóknarflokksins hér á Vísi fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×