Innlent

Þreifingar um sameiningar háskóla

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Mynd/Vilhelm
Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, segir óformlegar þreifingar vera á milli rektora íslensku háskólanna í kjölfar skýrslu alþjóðlegra sérfræðinga sem birtist í maí. Í henni var meðal annars lagt til að háskólar landsins yrðu sameinaðir og fækkað þannig í tvo, einn einkarekinn og einn ríkisrekinn.

„Það er verið að kortleggja hvar er hagræðing af því að sameina eða vinna nánar saman," segir Kristín, sem vill þó ekki kveða nánar úr um á hvaða sviðum það gæti verið.

„Þetta eru allt óformlegar þreifingar," segir Kristín, sem segir engra breytinga að vænta fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi.

Að auki er starfandi hópur á vegum menntamálaráðuneytisins sem er ætlað að fara yfir ofangreindar skýrslur og koma með tillögur að viðbrögðum.

„Það er mjög mikilvægt í þessari endurskoðun að við nýtum stöðuna sem nú er uppi sem tækifæri; annarsvegar til að fara betur með minnkandi fjárveitingar og um leið að styrkja háskólastarfið í landinu," segir Kristín.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×