Fleiri fréttir Segir ummæli Davíðs ómakleg Vilhjálmur Egilsson formaður samtaka atvinnulífsins segir ummæli Davíðs Oddssonar á landsfundi flokksins hafa verið ómakleg en hann láti þau ekki hafa áhrif á sig. Davíð sagði skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins sem Vilhjálmur stýrði vera hrákasmíð og hann sæi eftir þeim trjágróðri sem notaður var í prentun skýrslunnar. Vilhjálmur segir að með þessu sé Davíð að gera lítið úr þeim 80 einstaklingum sem stóðu að skýrslunni. 28.3.2009 19:07 Kynferðisbrotamenn eiga ekki að vinna með börnum Fólk sem hlotið hefur dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum á ekki að vinna með börnum og unglingum, segir framkvæmdastjóri Barnaheilla. Varsla barnakláms er ein tegund slíks ofbeldis. 28.3.2009 18:43 Dagur B varaformaður - Jóhanna fékk 97% atkvæða Dagur B. Eggertsson var kosinn varaformaður Samfylkingarinnar fyrir stundu eftir sig á Árna Páli Árnasyni þingmanni. Dagur hlaut 65,6% en Árni Páll 33,9% greiddra atvkæða á landsfundi flokksins. Dagur sagði að flokkurinn myndi sækja um aðild að ESB að loknum kosningum og myndi bjóða til samstarfs með það að leiðarljósi. Hann sagði Samfylkinguna vera eina flokkinn með plan. Jóhanna Sigurðardóttir var kosinn formaður Samfylkingarinnar með 97% greiddra atkvæða. 28.3.2009 17:37 Þyrla Landhelgisgæslunnar kemst ekki að slasaðri konu Um 100 björgunarsveitamenn aðstoða nú tólf manna gönguhóp niður af Skesskuhorni. Beðið var um aðstoð um klukkan tvö í dag þegar kona í hópnum féll og slasaðist. Veður er afleitt á svæðinu, það er hvasst auk þess sem snjóflóðahætta er töluverð. 28.3.2009 17:23 Líkti starfslokum sínum við krossfestingu Krists Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists. 28.3.2009 17:05 Lyftustopp í Hlíðarfjalli: Fólkið komið niður Stólalyftan í Hlíðarfjalli stoppaði um 14:00 í dag. Björgunarsveitin var kölluð á vettvang þegar ákveðið var að ná fólkinu niður en um 200 manns voru í lyftunni þegar hún stoppaði. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir að engin hætta hafi verið á ferðum þó einhverjir hafi eflaust fengið um sig hroll. 28.3.2009 15:40 Bílvelta á Grindavíkurvegi: Fjórir fluttir á sjúkrahús Bílvelta varð á Grindavíkurvegi fyrr í dag. Að sögn lögreglu voru fjórir fluttir á sjúkrahús en ekki er vitað hversu alvarelga slasaðir þeir eru. Um var að ræða jeppa sem fór útaf veginum og að sögn vegfaranda fór hann nokkuð langt útaf veginum en mikil hálka er á vettvangi. Verið er að rannsaka tildrög slyssins að sögn lögreglu. 28.3.2009 15:19 Föst í skíðalyftunni í Hliðarfjalli í tvo tíma Nokkur fjöldi fólks hefur setið fastur í skíðalyftunni í Hlíðarfjalli í nærri tvo klukkutíma. Einhverjir björgunarsveitarmenn úr Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, voru á svæðinu og hafa hafið aðgerðir til aðstoðar fólkinu og fleiri eru á leiðinni með búnað sem til þarf til að ná fólkinu úr lyftunni. 28.3.2009 14:58 Margt ósmekklegt og rangt sagt um hjónaband okkar Kristjáns Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins hélt ræðu á landsfundi flokksins fyrir stundu en hún sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns. Hún sagði uppgjöf ekki vera til í orðabókum sjálfstæðismanna en hún var einnig á persónulegu nótunum. Ræddi hún meðal annars um hlutabréfakaup eiginmanns síns og kjaftasögurnar um hjónabandið. Hún sagði Steingrím J. vera hinn nýja Skattmann og að skikkjan hefði verið send með hraðpósti frá Bessastöðum. 28.3.2009 14:41 Kynferðisbrot á meðferðarheimili: Ekki hægt að reka nema ákært sé Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að séu starfsmenn meðferðarheimilis ákærðir fyrir kynferðisbrot sé þeim sagt upp störfum varanlega. Sjái ákæruvaldið hinsvegar ekki ástæðu til þess að gefa út ákæru séu menn í erfiðri stöðu og ekki hægt að reka viðkomandi. Rannsókn fer nú fram á meintum kynferðisbrotum starfsmanns meðferðarheimilis á Norðulandi en honum hefur verið sagt upp störfum tímabundið. Sami maður laut rannsókn vegna svipaðra brota fyrir ári síðan 28.3.2009 14:12 Davíð Oddsson ávarpar landsfund Davíð Oddsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mun ávarpa landsfund Sjálfstæðismanna klukkan 16:00 í dag. Ekki er vitað hvað Davíð ætlar að segja en mikil eftirvænting er í landsfundargestum vegna ræðu Davíðs. 28.3.2009 14:00 Bílvelta á Grindavíkurvegi Jeppi fór útaf Grindavíkurvegi fyrir stundu og valt. Að sögn vegfaranda er mikil hálka á veginum og lá bíllinn talsvert utan við veginn. Lögregla og sjúkrabíll voru komin á staðinn og slökkvilið var einnig á leið á vettvang. 28.3.2009 13:55 Eva Joly kostar 70 milljónir á ári Áætlaður kostnaður ríkissins vegna starfa Evu Joly sem ráðgjafa hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins er um 70 milljónir á ári. Inni í þeirri tölu er allur kostnaður en hún er með aðstoðarmann á sínum snærum. Sjálf fær Eva átta þúsund evrur í laun á mánuði sem er um 1.300.000 íslenskar krónur. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun þar sem starf Evu var kynnt. 28.3.2009 13:03 Ætlar ekki í varaformanninn Kristján Þór Júlíusson segist ekki ætla að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins tapi hann fyrir Bjarna Benediktssyni um formannsstól flokksins. 28.3.2009 12:19 Fráleitt að bera saman Icesave og lífeyrissjóðinn Ögmundur Jónasson segir fráleitt að bera saman skuldbindingar ríkisins vegna lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Icesave ævintýrið. 28.3.2009 12:14 Fjárhagsstaða ríkisins leyfir ekki 20% niðurfellingu skulda Fjárhagsstaða ríkisins leyfir ekki flata 20 prósenta niðurfellingu skulda. Kostnaðurinn myndi jafngilda tvöföldum heildarútgjöldum ríkissjóðs á síðasta ári. 28.3.2009 12:00 Íslands bíður björt framtíð handan við hornið Bjarni Benediktsson gerði grein fyrir stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins sem í kjölfarið var lögð fyrir landsfund flokksins til umfjöllunar. Meðal þess sem kom fram í máli Bjarna var að flokkurinn telur að Ísland eigi að standa utan við Evrópusambandið en flokkurinn telur að ísland eigi að vera virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. 28.3.2009 11:33 Vilja að ný ríkisstjórn sæki um aðild að ESB Fjöldi fólks héðan og þaðan í samfélaginu skrifar undir áskorun sem birt er með auglýsingu í dagblöðunum í dag, um að ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar til Alþingis í apríl, hafi það sem eitt af forgangsverkefnum sínum að skilgreina samningsmarkmið Íslendinga og sæki síðan um aðild að Evrópusambandinu. 28.3.2009 10:06 Ný forysta Samfylkingar kosin í dag Ný forysta Samfylkingarinnar verður kosin í dag á landsfundi flokksins í Smáranum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er ein í framboði til formanns en tveir menn berjast um varaformannsembættið, þeir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Árni Páll Árnason þingmaður. 28.3.2009 10:03 Vilja að neitunarvaldi sé beitt gegn Fogh Rasmussen Forsætisráðherra Tyrklands segir að múslimaríki biðji Tyrki um að beita neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur verði næsti framkvæmdastjóri NATO. 28.3.2009 09:52 Eldur í íbúðarhúsi í Grindavík - kona flutt á sjúkrahús Tilkynnt var um eld í íbúðarhúsi við Hvassahraun í Grindavík um hálf þrjú leytið í nótt. Talsverður eldur var í húsinu þegar slökkvilið og lögregla mættu á vettvang. Ein kona var í húsinu þegar eldurinn kom upp og komst hún út af sjálfsdáðum. Hún var flutt á sjúkrahús með vott af reykeitrun að sögn lögreglu. Málið er í rannsókn. 28.3.2009 09:32 Opið á helstu skíðasvæðum Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er eins og það gerist best logn, heiðskírt og sól, -8c°, færið er líka eins og það gerist best troðinn harðpakkaður nýr snjór. 28.3.2009 09:17 Þrjú fíkniefnamál á Akureyri Í gær, föstudag, komu þrjú fíkniefnamál upp hjá lögreglunni á Akureyri, auk þess sem einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 28.3.2009 09:08 Eitt blað á hvert fermingarbarn Fermingarbörnin í Hafnarfjarðarkirkju hafa í vetur unnið að glæsilegu mósaíklistaverki með listakonunni Alice Olivia Clarke. Verkið heitir Lífsins tré en Alice hannaði verkið og bjó til stofn trésins og hvert fermingarbarn bjó til eitt laufblað á tréð. 28.3.2009 00:01 Skattahækkanir eru aðför að fólkinu í landinu Það kemur ekki til greina að hækka skattana á fjölskyldurnar og fólkið í landinu ofan á himinaháa vexti, háa verðbólgu launalækknair og atvinnuleysi," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þær tillögur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs að hækka eignaskatt. 27.3.2009 21:56 Kannabisræktun í Hafnarfirði upprætt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði í dag. Við húsleit á staðnum fundust um 300 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Talið er að þarna hafi staðið yfir ræktun í einhvern tíma. 27.3.2009 22:14 Tvær bílveltur í skíðaskálabrekkunni Tvær bílveltur urðu með stuttu millibili í Skíðaskálabrekkunni um kvöldmatarleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi runnu bílarnir út af veginum í hálku og fóru á hliðina. Engin slys urðu á fólki. 27.3.2009 21:07 Sjálfstæðisflokkurinn tapar fjórum þingmönnum í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn fengi einungis þrjá þingmenn í Reykjavík suður en tvo þingmenn í Reykjavík norður ef niðurstöður kosninganna yrðu eins og ný könnun Capacent Gallup sýnir. Frá þessu segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur á blogginu sínu. 27.3.2009 20:17 Síbrotamaður úrskurðaður í gæslu Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem var handtekinn í nótt með þýfi í fórum sínum, hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu vegna auðgunarbrota. 27.3.2009 17:06 Gunnar Svavarsson kosinn formaður sveitastjórnarráðs Samfylkingarinnar Gunnar Svavarsson var kosinn formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar á aðalfundi sem haldinn var í Smáranum í dag. Dagur B. Eggertsson formaður ráðsins frá 2005 lét um leið af störfum en hann býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins nú um helgina. Gunnar gengdi áður embættinu árin 2003-2005, allt þar til hann tók við formennsku í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar. Formaður sveitarstjórnarráðsins situr í 7 manna æðstu stjórn Samfylkingarinnar. 27.3.2009 19:41 Hvorki nemendum, foreldrum, né samkennurum tilkynnt um barnaklámsmálið Menntaskólakennari í Kópavogi var í dag dæmdur fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann sinnti kennslu í dag. Skólastjórinn hafði ekki fyrir því að tilkynna nemendum, foreldrum eða samkennurum um málið. 27.3.2009 18:31 Ekki verið að skerða grunnþjónustu Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir að alls ekki sé verið að skerða grunnþjónustu með þeim tillögum sem borgaryfirvöld hafa kynnt í fjárhagsáætlun borgarinnar. 27.3.2009 17:57 Mistök Samfylkingarinnar voru að fylgja ekki eigin sannfæringu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, sagði í setningarræðu í upphafi landsfundar í dag að flokkurinn hafi gert mistök með því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Hún sagðist hafa líkt og margir aðrir sýnt ákveðið andvaraleysi gagnvart samfélagsþróuninni. En sem aðili að síðustu ríkisstjórn hafi hún staldrað við tvennt öðru fremur. 27.3.2009 16:48 Foreldrafélag vissi ekki af barnaklámskennara Foreldráð skólans sem barnaklámskennarinn starfar við vildi ekki tjá sig um veru kennarans í skólanum. Formaður foreldraráðsins sagði þó í samtali við fréttastofu að félagið hefði leitað upplýsinga um málið af hálfu skólans, en félagið hafði ekki vitneskju um málið eða rannsókn þess. 27.3.2009 16:29 Landsfundur Samfylkingarinnar settur í Smáranum Landsfundur Samfylkingarinnar átti að hefjast í Smáranum í Kópavogi klukkan fjögur í dag en vegna umferðatafa varð að fresta setningu fundarins um nokkrar míníutur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins mun setja fundinn og flytja lokaræðu sína sem formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingarmenn gera ráð fyrir að um tvö þúsund manns sæki fundinn alls staðar að af landinu en fundurinn er raunar opinn öllum sem áhuga hafa. 27.3.2009 16:20 Barnaklámskennari þarf að hætta kennslu Samkvæmt lögum um framhaldsskóla þá er ólöglegt að ráða kennara sem hefur brotið hegningarlög sem varða kynferðisbrot. Ekkert segir í lögum varðandi kennara sem brjóta af sér á meðan þeir starfa sem slíkir eins og enskukennarinn sem var dæmdur fyrr í morgun fyrir vörslu barnakláms. 27.3.2009 15:34 Borgarahreyfingin fordæmir ríkisstjórnina Borgarahreyfingin - þjóðin á þing fordæmir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna harðlega fyrir að ætla að ganga á bak orða sinna um persónukjör í komandi alþingiskosningum. „Boðað undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu byggir á einni ósannfærandi álitsgerð um að 2/3 hluta atkvæða þurfi til að samþykkja frumvarpið um persónukjör,“ segir í yfirlýsingu frá hreyfingunni. 27.3.2009 15:26 Svandís: Hátekjufólk frekar en börn Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir meirihlutann í Reykjavík standa vörð um hátekjufólk frekar en börn og grunnþjónustuna í borginni. Hún gagnrýnir fyrirhugaða gjaldskrárhækkun leikskólagjalda og niðurfellingu viðbótarkennslustundar grunnskólabarna í 2. til 4. bekk. 27.3.2009 15:24 Davíð Oddsson mættur á landsfund ásamt Ástríði Fyrrverandi Seðlabankastjórinn, formaður Sjálfstæðisflokksins og Forsætisráðherra Íslands, Davíð Oddsson, er mættur á landsþing Sjálfstæðisflokksins í Laugardalnum. 27.3.2009 14:19 Evrópuályktun samþykkt á landsfundi Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það krafa Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna. Þetta kemur fram í ályktun sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. 27.3.2009 14:18 Smygluðu kókaínvökva frá Hondúras Tveir menn voru dæmdir í annarsvegar átján mánaða fangelsi og svo tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fljótandi kókaíni til landsins frá Hondúras í Suður-Ameríku. Fíkniefnalögreglan fékk fyrst pata af smyglinu þegar bandaríska fíkniefnalögreglan, DEA, hafði samband við fíkniefnalögregluna hér á landi síðasta haust. Þeim var kunngjört að rommflaska full af kókaínvökva væri á leið til Íslands með póstþjónustunni FedEx. 27.3.2009 14:12 Átak gegn ölvunarakstri á höfuðborgarsvæðinu Hafið er sérstakt átak lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ölvunarakstri í umdæminu en það mun standa yfir í tæpar fjórar vikur. Í tilkynningu frá lögreglu segir að skipulegu eftirliti verði haldið úti á ýmsum tímum sólarhrings og á mismunandi stöðum. 27.3.2009 13:26 Ragna frestar brottvísun hælisleitenda Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, óskaði í gærkvöld eftir frestun á framkvæmd brottvísunar fimm hælisleitenda sem flytja átti úr landi í morgun til Grikklands. 27.3.2009 13:03 Laun hjá borginni skorin niður um 1,1 milljarð Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi. 27.3.2009 12:52 Bjarni Ben: Betur borgið utan ESB Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson. 27.3.2009 12:25 Sjá næstu 50 fréttir
Segir ummæli Davíðs ómakleg Vilhjálmur Egilsson formaður samtaka atvinnulífsins segir ummæli Davíðs Oddssonar á landsfundi flokksins hafa verið ómakleg en hann láti þau ekki hafa áhrif á sig. Davíð sagði skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins sem Vilhjálmur stýrði vera hrákasmíð og hann sæi eftir þeim trjágróðri sem notaður var í prentun skýrslunnar. Vilhjálmur segir að með þessu sé Davíð að gera lítið úr þeim 80 einstaklingum sem stóðu að skýrslunni. 28.3.2009 19:07
Kynferðisbrotamenn eiga ekki að vinna með börnum Fólk sem hlotið hefur dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum á ekki að vinna með börnum og unglingum, segir framkvæmdastjóri Barnaheilla. Varsla barnakláms er ein tegund slíks ofbeldis. 28.3.2009 18:43
Dagur B varaformaður - Jóhanna fékk 97% atkvæða Dagur B. Eggertsson var kosinn varaformaður Samfylkingarinnar fyrir stundu eftir sig á Árna Páli Árnasyni þingmanni. Dagur hlaut 65,6% en Árni Páll 33,9% greiddra atvkæða á landsfundi flokksins. Dagur sagði að flokkurinn myndi sækja um aðild að ESB að loknum kosningum og myndi bjóða til samstarfs með það að leiðarljósi. Hann sagði Samfylkinguna vera eina flokkinn með plan. Jóhanna Sigurðardóttir var kosinn formaður Samfylkingarinnar með 97% greiddra atkvæða. 28.3.2009 17:37
Þyrla Landhelgisgæslunnar kemst ekki að slasaðri konu Um 100 björgunarsveitamenn aðstoða nú tólf manna gönguhóp niður af Skesskuhorni. Beðið var um aðstoð um klukkan tvö í dag þegar kona í hópnum féll og slasaðist. Veður er afleitt á svæðinu, það er hvasst auk þess sem snjóflóðahætta er töluverð. 28.3.2009 17:23
Líkti starfslokum sínum við krossfestingu Krists Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists. 28.3.2009 17:05
Lyftustopp í Hlíðarfjalli: Fólkið komið niður Stólalyftan í Hlíðarfjalli stoppaði um 14:00 í dag. Björgunarsveitin var kölluð á vettvang þegar ákveðið var að ná fólkinu niður en um 200 manns voru í lyftunni þegar hún stoppaði. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir að engin hætta hafi verið á ferðum þó einhverjir hafi eflaust fengið um sig hroll. 28.3.2009 15:40
Bílvelta á Grindavíkurvegi: Fjórir fluttir á sjúkrahús Bílvelta varð á Grindavíkurvegi fyrr í dag. Að sögn lögreglu voru fjórir fluttir á sjúkrahús en ekki er vitað hversu alvarelga slasaðir þeir eru. Um var að ræða jeppa sem fór útaf veginum og að sögn vegfaranda fór hann nokkuð langt útaf veginum en mikil hálka er á vettvangi. Verið er að rannsaka tildrög slyssins að sögn lögreglu. 28.3.2009 15:19
Föst í skíðalyftunni í Hliðarfjalli í tvo tíma Nokkur fjöldi fólks hefur setið fastur í skíðalyftunni í Hlíðarfjalli í nærri tvo klukkutíma. Einhverjir björgunarsveitarmenn úr Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, voru á svæðinu og hafa hafið aðgerðir til aðstoðar fólkinu og fleiri eru á leiðinni með búnað sem til þarf til að ná fólkinu úr lyftunni. 28.3.2009 14:58
Margt ósmekklegt og rangt sagt um hjónaband okkar Kristjáns Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins hélt ræðu á landsfundi flokksins fyrir stundu en hún sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns. Hún sagði uppgjöf ekki vera til í orðabókum sjálfstæðismanna en hún var einnig á persónulegu nótunum. Ræddi hún meðal annars um hlutabréfakaup eiginmanns síns og kjaftasögurnar um hjónabandið. Hún sagði Steingrím J. vera hinn nýja Skattmann og að skikkjan hefði verið send með hraðpósti frá Bessastöðum. 28.3.2009 14:41
Kynferðisbrot á meðferðarheimili: Ekki hægt að reka nema ákært sé Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að séu starfsmenn meðferðarheimilis ákærðir fyrir kynferðisbrot sé þeim sagt upp störfum varanlega. Sjái ákæruvaldið hinsvegar ekki ástæðu til þess að gefa út ákæru séu menn í erfiðri stöðu og ekki hægt að reka viðkomandi. Rannsókn fer nú fram á meintum kynferðisbrotum starfsmanns meðferðarheimilis á Norðulandi en honum hefur verið sagt upp störfum tímabundið. Sami maður laut rannsókn vegna svipaðra brota fyrir ári síðan 28.3.2009 14:12
Davíð Oddsson ávarpar landsfund Davíð Oddsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mun ávarpa landsfund Sjálfstæðismanna klukkan 16:00 í dag. Ekki er vitað hvað Davíð ætlar að segja en mikil eftirvænting er í landsfundargestum vegna ræðu Davíðs. 28.3.2009 14:00
Bílvelta á Grindavíkurvegi Jeppi fór útaf Grindavíkurvegi fyrir stundu og valt. Að sögn vegfaranda er mikil hálka á veginum og lá bíllinn talsvert utan við veginn. Lögregla og sjúkrabíll voru komin á staðinn og slökkvilið var einnig á leið á vettvang. 28.3.2009 13:55
Eva Joly kostar 70 milljónir á ári Áætlaður kostnaður ríkissins vegna starfa Evu Joly sem ráðgjafa hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins er um 70 milljónir á ári. Inni í þeirri tölu er allur kostnaður en hún er með aðstoðarmann á sínum snærum. Sjálf fær Eva átta þúsund evrur í laun á mánuði sem er um 1.300.000 íslenskar krónur. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun þar sem starf Evu var kynnt. 28.3.2009 13:03
Ætlar ekki í varaformanninn Kristján Þór Júlíusson segist ekki ætla að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins tapi hann fyrir Bjarna Benediktssyni um formannsstól flokksins. 28.3.2009 12:19
Fráleitt að bera saman Icesave og lífeyrissjóðinn Ögmundur Jónasson segir fráleitt að bera saman skuldbindingar ríkisins vegna lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Icesave ævintýrið. 28.3.2009 12:14
Fjárhagsstaða ríkisins leyfir ekki 20% niðurfellingu skulda Fjárhagsstaða ríkisins leyfir ekki flata 20 prósenta niðurfellingu skulda. Kostnaðurinn myndi jafngilda tvöföldum heildarútgjöldum ríkissjóðs á síðasta ári. 28.3.2009 12:00
Íslands bíður björt framtíð handan við hornið Bjarni Benediktsson gerði grein fyrir stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins sem í kjölfarið var lögð fyrir landsfund flokksins til umfjöllunar. Meðal þess sem kom fram í máli Bjarna var að flokkurinn telur að Ísland eigi að standa utan við Evrópusambandið en flokkurinn telur að ísland eigi að vera virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. 28.3.2009 11:33
Vilja að ný ríkisstjórn sæki um aðild að ESB Fjöldi fólks héðan og þaðan í samfélaginu skrifar undir áskorun sem birt er með auglýsingu í dagblöðunum í dag, um að ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar til Alþingis í apríl, hafi það sem eitt af forgangsverkefnum sínum að skilgreina samningsmarkmið Íslendinga og sæki síðan um aðild að Evrópusambandinu. 28.3.2009 10:06
Ný forysta Samfylkingar kosin í dag Ný forysta Samfylkingarinnar verður kosin í dag á landsfundi flokksins í Smáranum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er ein í framboði til formanns en tveir menn berjast um varaformannsembættið, þeir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Árni Páll Árnason þingmaður. 28.3.2009 10:03
Vilja að neitunarvaldi sé beitt gegn Fogh Rasmussen Forsætisráðherra Tyrklands segir að múslimaríki biðji Tyrki um að beita neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur verði næsti framkvæmdastjóri NATO. 28.3.2009 09:52
Eldur í íbúðarhúsi í Grindavík - kona flutt á sjúkrahús Tilkynnt var um eld í íbúðarhúsi við Hvassahraun í Grindavík um hálf þrjú leytið í nótt. Talsverður eldur var í húsinu þegar slökkvilið og lögregla mættu á vettvang. Ein kona var í húsinu þegar eldurinn kom upp og komst hún út af sjálfsdáðum. Hún var flutt á sjúkrahús með vott af reykeitrun að sögn lögreglu. Málið er í rannsókn. 28.3.2009 09:32
Opið á helstu skíðasvæðum Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er eins og það gerist best logn, heiðskírt og sól, -8c°, færið er líka eins og það gerist best troðinn harðpakkaður nýr snjór. 28.3.2009 09:17
Þrjú fíkniefnamál á Akureyri Í gær, föstudag, komu þrjú fíkniefnamál upp hjá lögreglunni á Akureyri, auk þess sem einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 28.3.2009 09:08
Eitt blað á hvert fermingarbarn Fermingarbörnin í Hafnarfjarðarkirkju hafa í vetur unnið að glæsilegu mósaíklistaverki með listakonunni Alice Olivia Clarke. Verkið heitir Lífsins tré en Alice hannaði verkið og bjó til stofn trésins og hvert fermingarbarn bjó til eitt laufblað á tréð. 28.3.2009 00:01
Skattahækkanir eru aðför að fólkinu í landinu Það kemur ekki til greina að hækka skattana á fjölskyldurnar og fólkið í landinu ofan á himinaháa vexti, háa verðbólgu launalækknair og atvinnuleysi," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þær tillögur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs að hækka eignaskatt. 27.3.2009 21:56
Kannabisræktun í Hafnarfirði upprætt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði í dag. Við húsleit á staðnum fundust um 300 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Talið er að þarna hafi staðið yfir ræktun í einhvern tíma. 27.3.2009 22:14
Tvær bílveltur í skíðaskálabrekkunni Tvær bílveltur urðu með stuttu millibili í Skíðaskálabrekkunni um kvöldmatarleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi runnu bílarnir út af veginum í hálku og fóru á hliðina. Engin slys urðu á fólki. 27.3.2009 21:07
Sjálfstæðisflokkurinn tapar fjórum þingmönnum í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn fengi einungis þrjá þingmenn í Reykjavík suður en tvo þingmenn í Reykjavík norður ef niðurstöður kosninganna yrðu eins og ný könnun Capacent Gallup sýnir. Frá þessu segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur á blogginu sínu. 27.3.2009 20:17
Síbrotamaður úrskurðaður í gæslu Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem var handtekinn í nótt með þýfi í fórum sínum, hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu vegna auðgunarbrota. 27.3.2009 17:06
Gunnar Svavarsson kosinn formaður sveitastjórnarráðs Samfylkingarinnar Gunnar Svavarsson var kosinn formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar á aðalfundi sem haldinn var í Smáranum í dag. Dagur B. Eggertsson formaður ráðsins frá 2005 lét um leið af störfum en hann býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins nú um helgina. Gunnar gengdi áður embættinu árin 2003-2005, allt þar til hann tók við formennsku í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar. Formaður sveitarstjórnarráðsins situr í 7 manna æðstu stjórn Samfylkingarinnar. 27.3.2009 19:41
Hvorki nemendum, foreldrum, né samkennurum tilkynnt um barnaklámsmálið Menntaskólakennari í Kópavogi var í dag dæmdur fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann sinnti kennslu í dag. Skólastjórinn hafði ekki fyrir því að tilkynna nemendum, foreldrum eða samkennurum um málið. 27.3.2009 18:31
Ekki verið að skerða grunnþjónustu Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir að alls ekki sé verið að skerða grunnþjónustu með þeim tillögum sem borgaryfirvöld hafa kynnt í fjárhagsáætlun borgarinnar. 27.3.2009 17:57
Mistök Samfylkingarinnar voru að fylgja ekki eigin sannfæringu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, sagði í setningarræðu í upphafi landsfundar í dag að flokkurinn hafi gert mistök með því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Hún sagðist hafa líkt og margir aðrir sýnt ákveðið andvaraleysi gagnvart samfélagsþróuninni. En sem aðili að síðustu ríkisstjórn hafi hún staldrað við tvennt öðru fremur. 27.3.2009 16:48
Foreldrafélag vissi ekki af barnaklámskennara Foreldráð skólans sem barnaklámskennarinn starfar við vildi ekki tjá sig um veru kennarans í skólanum. Formaður foreldraráðsins sagði þó í samtali við fréttastofu að félagið hefði leitað upplýsinga um málið af hálfu skólans, en félagið hafði ekki vitneskju um málið eða rannsókn þess. 27.3.2009 16:29
Landsfundur Samfylkingarinnar settur í Smáranum Landsfundur Samfylkingarinnar átti að hefjast í Smáranum í Kópavogi klukkan fjögur í dag en vegna umferðatafa varð að fresta setningu fundarins um nokkrar míníutur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins mun setja fundinn og flytja lokaræðu sína sem formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingarmenn gera ráð fyrir að um tvö þúsund manns sæki fundinn alls staðar að af landinu en fundurinn er raunar opinn öllum sem áhuga hafa. 27.3.2009 16:20
Barnaklámskennari þarf að hætta kennslu Samkvæmt lögum um framhaldsskóla þá er ólöglegt að ráða kennara sem hefur brotið hegningarlög sem varða kynferðisbrot. Ekkert segir í lögum varðandi kennara sem brjóta af sér á meðan þeir starfa sem slíkir eins og enskukennarinn sem var dæmdur fyrr í morgun fyrir vörslu barnakláms. 27.3.2009 15:34
Borgarahreyfingin fordæmir ríkisstjórnina Borgarahreyfingin - þjóðin á þing fordæmir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna harðlega fyrir að ætla að ganga á bak orða sinna um persónukjör í komandi alþingiskosningum. „Boðað undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu byggir á einni ósannfærandi álitsgerð um að 2/3 hluta atkvæða þurfi til að samþykkja frumvarpið um persónukjör,“ segir í yfirlýsingu frá hreyfingunni. 27.3.2009 15:26
Svandís: Hátekjufólk frekar en börn Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir meirihlutann í Reykjavík standa vörð um hátekjufólk frekar en börn og grunnþjónustuna í borginni. Hún gagnrýnir fyrirhugaða gjaldskrárhækkun leikskólagjalda og niðurfellingu viðbótarkennslustundar grunnskólabarna í 2. til 4. bekk. 27.3.2009 15:24
Davíð Oddsson mættur á landsfund ásamt Ástríði Fyrrverandi Seðlabankastjórinn, formaður Sjálfstæðisflokksins og Forsætisráðherra Íslands, Davíð Oddsson, er mættur á landsþing Sjálfstæðisflokksins í Laugardalnum. 27.3.2009 14:19
Evrópuályktun samþykkt á landsfundi Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það krafa Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna. Þetta kemur fram í ályktun sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. 27.3.2009 14:18
Smygluðu kókaínvökva frá Hondúras Tveir menn voru dæmdir í annarsvegar átján mánaða fangelsi og svo tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fljótandi kókaíni til landsins frá Hondúras í Suður-Ameríku. Fíkniefnalögreglan fékk fyrst pata af smyglinu þegar bandaríska fíkniefnalögreglan, DEA, hafði samband við fíkniefnalögregluna hér á landi síðasta haust. Þeim var kunngjört að rommflaska full af kókaínvökva væri á leið til Íslands með póstþjónustunni FedEx. 27.3.2009 14:12
Átak gegn ölvunarakstri á höfuðborgarsvæðinu Hafið er sérstakt átak lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ölvunarakstri í umdæminu en það mun standa yfir í tæpar fjórar vikur. Í tilkynningu frá lögreglu segir að skipulegu eftirliti verði haldið úti á ýmsum tímum sólarhrings og á mismunandi stöðum. 27.3.2009 13:26
Ragna frestar brottvísun hælisleitenda Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, óskaði í gærkvöld eftir frestun á framkvæmd brottvísunar fimm hælisleitenda sem flytja átti úr landi í morgun til Grikklands. 27.3.2009 13:03
Laun hjá borginni skorin niður um 1,1 milljarð Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi. 27.3.2009 12:52
Bjarni Ben: Betur borgið utan ESB Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson. 27.3.2009 12:25